Skip to content

Rýni: In thy Blood – Degenesis ævintýri

degenesis-in-thy-blood-vorbestellungenVið höfum aðeins fjallað um þýska spunaspilið Degensis: Rebirth undanfarið. Hér er um að ræða Post-Apocalyptic kerfi sem er um margt hrikalega flott. In thy Blood er ævintýri sem var gefið út fyrir kerfið. 

Í In thy Blood þurfa aðalsöguhetjurnar að rannsaka morð á einum af æðstu meðlimum einnar af helstu reglum Evrópu þessa tíma. Aðalpersónurnar eru því sendar til þorpsins Lucatore til að komast að því hver á sök á morðinu. Óhætt er að segja að sagan er í senn spennandi og skemmtileg. Hún felur í sér bæði heilmikla rannsóknarvinnu, mjög mörg og frábær tækifæri til að spuna, fyrir utan skemmtilega og ágætlega hugsaða bardaga. Heimsmyndin og andrúmsloft Degenesis fær að skína og fyrir aðdáendur PA-spunaspila þá hugsa ég að þetta falli þeim vel í geð.

degenesis-in-thy-blood (1)

Eins og með reglubækurnar sjálfar er ævintýrið hrikalega vel úr garði gert. Umbrotið er frábært, myndir og andrúmsloft til fyrirmyndar og textinn er nokkuð vel unninn, jafnvel betri en í reglubókunum sjálfum. Framsetning sögunnar er góð og það er auðvelt að átta sig á helstu atburðum, en rétt eins og í reglubókunum sjálfum er frásagnarmátinn ekki eins og gengur og gerist í bandarískum spunaspilabókum, heldur er meira lagt í hendur stjórnanda að túlka og beita hinum svokölluðu meta-plottum eftir eigin geðþótta.

Um leið og ég tel það vera sterkasta hluta ævintýrisins, þá get ég ímyndað mér að óreyndari stjórnendur eigi erfitt með að takast stjórnun þessarar sögu á hendur. Líklega gætu einhverjir stjórnendur fallið í þá gryfju að henda aðalpersónunum um borð í frásagnarlestina og haldið hraðbyri eftir lestarteinunum í átt að lokabardaganum. En eins og ég les bæði kerfið og ævintýrið, þá er miðað frekar að reyndari spunaspilurum – leikmönnum og stjórnendum sem hafa áhuga á að sökkva sér ofan í áhugaverðan heim og spennandi sögu.

degenesis-in-thy-blood

Í það heila er þetta ævintýri mjög eigulegt. Bókin er umfram allt falleg, sagan áhugaverð og gefur manni góða innsýn í hvernig höfundar kerfisins hugsa ævintýri og sögur innan Degenesis: Rebirth.

Einkunn: 4,5/5

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: