Skip to content

Nokkur góð en lítt þekkt ævintýri

Það birtast oft og reglulega listar yfir bestu eða vinsælasta spunaspilaævintýrin. Ævintýri á borð við Tomb of Horrors, Age of Worms eða Castle Ravenloft þekkja flestir D&D spilarar, hið sama gildir um Beyond the Mountains of Madness eða Masks of Nyarlatothep meðal CoC spilara. Það leynast hins vegar gullmolar víða og hér eru nokkuð ævintýri sem mér finnst ágæt, jafnvel góð, en birtast jafnan ekki á umræddum listum. 

City by the Silt Sea – D&D
siltseaÉg er afar hrifinn af Dark Sun. Ekki bara vegna þess að þetta er svona eftir-heimsenda heimur, heldur líka vegna þess að hann er svo innilega öðruvísi en hinir hefðbundnu D&D heimar. Dark Sun hefur hins vegar, líkt og Dragonlance, liðið að mínu mati fyrir hve ein saga (The Prism Pendant serían) er sterk og mótandi fyrir heiminn, t.d. eru mörg ævintýri byggð í kringum söguna (Freedom og hin flip-book ævintýrin). City by the Silt Sea tengist hins vegar ekki þessari sögu og þurfa hetjurnar að rannsaka rústir borgar sem var áður undir hæl öflugs seiðkonungs. Þar er ekki allt með felldu og líður ekki á löngu þar til hetjurnar þurfa að takast á við afar öfluga andstæðinga og uppgötva ýmislegt sem var á huldu um fortíð borgarinnar.

A Restoration of Evil – CoC
aevilOft fylgja ævintýri með stjórnendaskjám og í 5. eða 6. útgáfu af CoC fylgdi ævintýrið A Restoration of Evil með stjórnendaskjánum. Það gerist í New York og er hugsað sem eins konar framhald smásögunni The Horror at Red Hook. Í ævintýrinu þurfa rannsakendur að fást við sérkennilegan söfnuð í Red Hook hverfinu í New York og er óhætt að segja að ævintýrið eigi eftir að reyna á geðheilsu og styrk þeirra. Hér er um að ræða virkilega skemmtilegt Call of Cthulhu ævintýri og væri jafnvel ekki svo flókið að umskrifa það fyrir önnur kerfi, á borð við World of Darkness.

Fall of the Camarilla – VtR
FotccoverEf þú hefur gaman af ævintýrum sem ná yfir lengri tíma og kalla á útsjónarsemi, stjórnklæki og baktjaldamakk, en þó í skugga hræðilegra og ógnvekjandi óvætta, þá mæli ég með þessu Vampire the Requiem ævintýri. Sagan gerist í Róm, þegar keisaraveldið er hvað spilltast. Vampírur leikmanna byrja ungar en þar sem ævintýrið teygir sig yfir lengri tíma þá gefst þeim færi á að brugga launráð eins og enginn sé morgundagurinn og vampírum sæmir. En þær þurfa ekki bara að berjast um völd, heldur einnig um að halda lífi, því eitthvað er á ferli sem getur drepið vampírur með auðveldum hætti.

Night below – D&D
TSR1125_Night_Below_An_Underdark_CampaignÆvintýri þar sem Aboleths eru illmennin? Ævintýri þar sem hetjurnar þurfa að fást við Illithids, Derro og Kua-Toas? Já, takk! Night Below var með síðustu stóru ævintýrunum sem voru gefin út fyrir AD&D en það er svo margt í því sem er skemmtilegt. Það felur í sér í senn þó nokkra rannsóknarvinnu, bardaga og pólitík. Hetjurnar fara úr því að fást við, að því er virðist, ómerkilega og óreiðukennda atburði í kringum tvo smáþorp en uppgötva smátt og smátt að eitthvað stórvægilegt og illt er að baki öllu saman. Þetta ævintýri fellur að mínu mati mjög vel að þeirri stefnu WoTC sem kemur fram í DMG, að hetjurnar byrji local en endi sem global hetjur. Auk þess ætti ekki að vera flókið að umskrifa það fyrir 5. útgáfu.

Tatooine Manhunt – Star Wars WEG
WEG40005_-_Star_Wars_-_Tatooine_Manhunt-INDEXED-300dpi_(by_KriTTÉg hygg að fá Star Wars ævintýri hafi náð jafnvel að fanga anda Star Wars myndanna og Tatooine Manhunt. Þar þurfa hetjurnar að bjarga hetju úr Klóna-stríðunum, sem er í felum á Tatooine, en eru þó ekki þeir einu á eftir þessari persónu því bæði Keisaraveldið og fjölmargir hausaveiðarar eru komnir á slóðina. WEG gaf á sínum tíma út fjölmörg afar góð ævintýri fyrir þetta kerfi og eflaust þekkja margir eldri spunaspilarar þetta ævintýri sem og Starfall, Black Ice og svo mætti lengi telja. Tatooine Manhunt mætti umskrifa fyrir Star Wars: Age of Rebellion.

Dead Gods – D&D 
250px-TSR2631_-_Dead_GodsFyrir skemmstu vorum við í spilahópnum mínum að ræða Monte Cook og framlag hans til spunaspila. Sitt sýndist hverjum en við vorum þó sammála um að ævintýrið Dead Gods væri með þeim betri. Ævintýrið er í raun tvískipt. Í fyrri hlutanum þurfa hetjurnar að rannsaka ráðabrugg sérkennilegs áss og þegar þær hafa uppgötvað um hvern ræðir, þurfa þær að koma í veg fyrir að viðkomandi takist ætlunarverk sitt. Í seinni hlutanum þurfa hetjurnar að koma í veg fyrir að hefnigjörnum bardagamanni takist að vekja upp fornt goð inni í borginin Sigil. Í heildina er þetta hrikalega skemmtilegt ævintýri og fyrir aðdáendur Planescape eiginlega must-play!

 

 

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: