Skip to content

Besta útgáfan

„Allir alvöru spunaspilarar vita að AD&D var og er besta útgáfan af Drekum og Dýflissum! Enda eina útgáfan þar sem leikmenn eru ekki alvaldar, goðum-líkar hetjur. 3.X er í raun lítið annað en verulega leiðinleg stærðfræðiæfing, 4. útgáfa tölvuleikjavædd forheimskuð útgáfa fyrir börn og 5. útgáfa algjört flopp, svo ekki sé nú meira sagt!“

Ég á erfitt með ímynda mér leiðinlegri leið til að hefja eða drepa samtal um spunaspil. Það er í raun með ólíkindum hversu oft ég hef orðið vitni að, bæði í raunheimum og á netinu, samtölum sem fela í sér fullyrðingar á borð við ofangreint (þó að, íslenskum spunaspilurum til hróss, við höfum verði sérlega löt við það í Facebook hópnum okkar). Þar sem spunaspilarar fara mikinn í að upphefja þá útgáfu kerfis sem fellur best að þeirra spilasmekk á kostnað annarra útgáfna. Jú, vissulega er hægt að bera saman útgáfur og gæði þeirra, en mat á því hver er besta útgáfan hverju sinni hlýtur alltaf að vera huglægt.

Það er gott sem hægt að kalla það náttúrulögmál að spunaspilakerfi þróist. Call of Cthulhu er komið á 7. útgáfu, D&D á 5. útgáfu, Shadowrun á 5. útgáfu og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessu er í raun tvíþætt. Í fyrsta lagi er það vilji útgefenda og höfunda spunaspila að gera lagfæringar og betrumbætur á kerfunum og spunaspilaheimum. Líklega er það bara hollt og gott, enda fæst kerfi svo fullkomin frá fyrsta kasti að ekki sé hægt að finna í þeim galla eða glufur og koma fyrst í ljós þegar þúsundir spunaspilara spila með viðkomandi kerfi. Í öðru lagi er sala á bókum lifibrauð þessara útgáfna (og stundum líka höfunda) og því gott að geta gefið út endurbætt kerfi og endurbættar reglubókaviðbætur með reglulegu millibili.

Það er ekki skylda að spila nýjustu útgáfuna

Ef þér líkar ekki við þær breytingar sem gerðar hafa verið á því spunaspilakerfi sem þú ert að spila á þeirri stundu, þá getur enginn neytt þig til að spila nýjustu útgáfuna. Þannig eru fjölmargir spunaspilarar sem halda enn tryggð við 3.X útgáfuna af D&D (þá 3.5 eða Pathfinder), enn aðrir spunaspilarar sem kjósa heldur að spila Vampire the Masquerade um fram Vampire the Requiem og loks þeir sem vilja heldur 5. útgáfu af CoC fremur en 7. útgáfu. Allt er það gott blessað enda er markmið spunaspila að vera skemmtileg.

En hvaða útgáfa er best?

Engin. Allar. Sú sem hentar þér og þínum hópi þá og þegar. Sú útgáfa þarf ekki endilega henta öllum hópum og tilgangur þess að rífast yfir þessu þannig enginn og þetta er í besta falli afar leiðinlegar umræður. Ef hópnum þínum líkar við save or die, THAC0 eða -8 í AC þá veljið þið auðvitað AD&D og teljið þá útgáfu besta umfram nýrri útgáfur af D&D. Ef hópnum þínum líkar við fljótandi target tölu, margar ólíkar blóðættir umfram fáar, þá kjósið þið VtM umfram VtR. Og það er frábært! Það er alveg frábært að við skulum hafa tækifæri til að velja úr ólíkum útgáfum og í raun forréttindi.

Viltu taka þátt?

Gæði spunaspilakerfi, eins og rædd hafa verið í hinum ýmsu rýnum sem hér hafa birst á síðunni, eru þannig metin út frá huglægum forsendum, byggðum á reynslu rýnenda hverju sinni sem og þekkingu þeirra á spunaspilum, sögu þeirra og þróun, þar sem markmiðið er að fræða og vekja áhuga á spunaspilum hérlendis – spunaspilum til framdráttar.

Hafir þú áhuga á að skrifa um spunaspil, út frá eins víðum forsendum og hugsast má, ekki hika við að hafa samband. Við viljum gjarna auka veg spunaspila og höfða til sem flestra spunaspilara. Hvort sem þú vilt segja frá nýju spunaspili, LARP’i eða bara skemmtilegri spilastund, þá höfum við áhuga á að birta slíkar greinar.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: