Skip to content

Rýni: Night’s Black Agents

nbacover_zpssriqao4m“Kaldastríðinu er lokið. Stríðinu gegn hryðjuverkum er lokið, –  allavega hvað þig varðar. Þú flettir ofan af leyndarmálum, eða myrtir til að halda þeim. Þú þjónaðir landi þínu úr skuggunum, bæði gerðir og stöðvaðir hluti sem hvorki máttu við dagljósi né kvöldfréttum. Svo hættirðu. Kannski varðstu þreytt, varst skilin eftir úti í kuldanum eða kannski komstu þér út meðan enn gafst færi á. En þú ert enn ekki stigin út úr fylgsninu. Þú hélst þig í skuggum og skúmaskotum glæpa og spillingar, en í þetta sinn á eigin forsendum. Þú fórst í nokkrar sendiferðir, spurðir færri spurninga, en nú  fyrir fólk sem þú þekktir ekki. En þetta var ekki fólk. Svo er að skila að Vampírur megi enn síður við dagsljósi og kvöldfréttum en flestir.  Þú veist það núna, og þær vita að þú veist það.
Vampírur eru til. Hvað geta þær gert, hverjum stýra þær? Hvar ertu örugg? Hversu mikið er satt og hversu mikið eru sögusagnir? Þú veist það ekki. Best væri að byrja á því að spyrja þessara spurninga, safna upplýsingum, velja skotmörk. Þú þarft að finna þessar blóðsugur, komast í þeirra innsta hring, elta þær uppi, finna eiku blettina, því ef þú veiðir þær ekki þá munu þær veiða þig; og þær munu drepa þig. Nú er tíminn kominn til að heyja þitt eigið skuggastríð við þennan hulda, óþekkta hrylling. Vertu viðbúin og vakandi…

…þetta á eftir að verða löng nótt.”

Night’s Black Agents (hér eftir: NBA) er spunaspil sem gefið var út 2012 af Pelgrane Press árið 2012. Það var útnefnt til þriggja Ennie verðlauna árið eftir. NBA er í byggt á Gumshoe kerfi Pelgrane Press, en til þeirra telst m.a. Trail of Cthulhu. Aðalmunurinn er að í NBA er hasarinn stilltur á 11. Í raun má segja að NBA fjalli um bardaga ofurnjósnara, með öll sín tæki og tól, gegn vampírum. Kerfið er hugsað sem spennusagnakerfi. Spilararnir spinna söguna áfram með að fletta ofan af samsæri vampíra sem stýra öllum helstu stofnunum heims bak við tjöldin. Njósnararnir standa einir síns liðs, þar sem fyrir einhverja sakir (sem hver spilari velur) þjóna þeir ekki lengur sínum gömlu leyniþjónustum eða njósnahópum.

Reglubókin sjálf gefur engai fasta mynd á hvernig „vampírurnar“ líta út eða hegða sér, svo það er undir hverjum stjórnanda komið að hanna sínar eigin. Gefnir eru valmöguleikar og komið með uppástungur: Vampírurnar geta verið geimverur, afkomendur Dracula, eldgamlar verur frá R’lyeh eða stökkbreytt fórnarlömb farsóttar. Þá býður reglubókin upp á mismunandi möguleika til að setja skrímslin saman. Einnig veitir kerfið stjórnendum möguleika á að gefa spilapersónununum yfirnáttúrulega krafta eða jafnvel að sleppa hinu yfirnáttúrlega alveg.

Kerfið er skrifað af Kenneth Hite, sem byggir á Gumshoe reglunum eftir Robin Laws. Þetta kerfi er mjög einfalt í spilun. Persónurnar hafa enga eiginleika (e. attributes), aðeins hæfileika (e. skills) og hæfileikum er skipt í tvo hópa.
Almennir hæfileikar (general skills): Flest er eitthvað sem spunaspilarar kannast við. Hæfileikar eins og akstur, skotfimi, slagsmál, og þar fram eftir götum er að finna á listanum. Hæfileikarnir eru mældir í punktum og ná frá núlli út í hið óendanlega. Aðalmunurinn á NBA og flestum kerfum er að kerfið notar eingöngu d6 fyrir öll köst og er 4 og hærra iðulega það sem þarf að ná. Hæfni persónunnar kemur málinu ekkert við í flestum köstum. Þegar á að kasta getur spilarinn ákveðið að eyða punktum. Fyrir hvern notaðam punkt fæst +1 á kastið. Ef spilari er tilbúnin að eyða nægilegum punktafjölda geta þeir sjálfkrafa náð köstum. „Hvar er spennan við það?“ spyr fólk sig sjálfsagt, en hún fellst meira í að hafa stjórn á þessari auðlind heldur en hvort kastið tekst. Viltu virkilega nota alla punktana þína til að lemja einhvern gaur eða viltu hanga á þeim ef ske kynni að þið hittuð einhvern hættulegan á eftir? Þitt er valið.

Rannsóknarhæfileikar ólíkt almennum hæfileikum eru eingöngu á bilinu 0 til 3 punktar. Sá sem er með 3 punkta í rannsóknarhæfileika talin einn af fremstu mönnum heims í því fagi. Rannsóknarhæfileikarnir ná yfir allt frá akademískri þekkingu (mannfræði, saga og svo framvegis), yfir í samskiptahæfileika og tækniþekkingua. Það er aldrei kastað upp á rannsóknarhæfileika. Þeir teljast sem virkir ef spilarinn er tilbúinn að eyða þeim punktafjölda sem sögumaður tekur fram. Hins vegar, ólíkt almennum hæfileikum, þá fær spilarinn ekki rannsóknarhæfileikapunktana til baka fyrr en að sögunni/kaflanum er lokið.

Hugmyndafræðin á bakvið punktakerfið er reyndar afar góð. Robin Laws skrifaði að honum þætti fátt leiðinlegra sem stjórnanda en að vera búinn að leggja sig fram við að skrifa svakalega margslungna sögu með flottum vísbendingum, bara til þess að sjá spilaranum misheppnast eitt kast og þar með missa af upplýsingum. Kerfið nýtir sér því óspart punktana sem sögutól. Vísbendingar eru flokkaðar sem annað hvort kjarnavísbendingar (core clues) eða almennar vísbendingar. Kjarnavísbendingar fá spilararnir í hendurnar sjálfkrafa og þurfa ekkert að borga fyrir það, þeim er komið til spilaranna í gegnum þær persónur sem eru á staðnum og eru mest viðeigandi í hvert skipti. Aukaupplýsingar er svo hægt að fá í gegnum spilun með eyðslu á rannsóknarpunktum. Þannig byrja spilararnir hægt og rólega að púsla saman sögunni byggt á þeim upplýsingum sem þeir hafa hverju sinni.

Kerfið er þó afar hasarmiðað, enda tekur það stóran hluta af sínum áhrifum frá James Bond og Jason Bourne kvikmyndunum. Mikið er um eltingaleiki, hvort sem heldur er á bílum, flugvélum eða bara á tveim (eða fleiri) jafnfljótum. Mikið er lagt upp úr að ýta undir þá tilfinningu að persónurnar séu á ystu nöf og tíminn (og punktarnir) að renna út. Hægt og rólega sökkva persónurnar dýpra í vef vampíranna og á endanum er það annað hvort að duga eða drepast.

Kerfið leysir nokkur vel þekkt vandamál mjög vel, s.s vandamál tengd undirbúningi persónanna innan spilunar (spilarar sem hafa spilað Mountains of Madness þekkja þetta vel) eru tækluð á frábæran máta. Hæfileikinn Preparedness (Viðbúnaður?) kemur þar sterkur inn og er eins elskaður af spilurum og hann er hataður af stjórnendum. Nái spilarinn kastinu þá einfaldlega fær hann að koma með “flashback” senu þar sem hann útskýrir hvernig hann náði sér í eða kom fyrir þeim hlut sem hann virkilega þarf á að halda, hvort sem um ræðir að hafa sett upp sprengjur í byggingunni sem spilarar voru að yfirgefa eða að vera með kassa af handsprengjum í skottinu á bílaleigubílnum.
Persónusköpun er ekki svo ólík öðrum kerfum: menn búa til persónu með því að velja bakgrunnspakka sem segir til um hvaða störf viðkomandi stundaði áður en spilun hefst.

Night’s Black Agents er að mínu mati stórkostlega vel heppnað kerfi þar sem það blandar saman klassískri rannsóknarvinnu við æsispennandi hasar. Allt saman í kerfi sem leyfir mönnum að vera þær hetjur sem þeir ímynda sér og lifa sig inn í að hanga á bláþræði allt ævintýrið, bjargandi heiminum frá hræðilegri ógn sem mannkynið veit ekki af. Það aðstoðar, og ýtir í raun undir, spennuna að stjórnendurnir geri sína eigin útgáfu af óvininum. Fyrsta ævintýrið sem gefið var út fyrir kerfið, Zalozhniy Quartet, gefur ekki upp neinar upplýsingar um hvaða hæfileika vampírurnar hafa, heldur er það stjórnandans að ákveða hvers kyns óvætti persónurnar eru að kljást við, sem gerir kerfið einnig sveigjanlegt að áhugasviði og hugmyndum hvers spilahóps út af fyrir sig.

Lokaniðurstöður: Vel unnið, einstaklega sveigjanlegt og auðskiljanlegt kerfi fyrir alla sem fíla stanslausan hasar með hressilegu hryllingsívafi.

Auglýsingar

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: