Skip to content

Íslenska eða enska?

Fjölmargir íslenskir spilahópar kjósa að spila á ensku, jafnvel þó að aðeins einstaklingar með íslensku að móðurmáli skipi hópinn. Enn aðrir hópar kjósa að spila á íslensku. Svo eru einnig margir hópar sem spila á báðum tungumálum. En hvaða máli skiptir það á hvaða tungumáli er spilað? Af hverju ættu íslenskir spunaspilarar að láta sig það varða hvort spilað sé á íslensku eða öðrum tungumálum?

Í Facebook-hópnum Roleplayers á Íslandi hefur í nokkurn tíma verið unnið að því að þýða hin ýmsu hugtök sem sem tengjast spunaspilum (sjá hér). Um margt er það gott og gilt framtak og það gleður a.m.k. hjarta mitt að sjá að það eru fleiri spunaspilarar en ég sem finnst mikilvægt að finna góð íslensk orð yfir mörg af þeim hugtökum sem við notum þegar við spilum. Hér á þessari síðu hefur sú stefna verið við lýði að nota t.d. alltaf orðið hetjur yfir PC’s og staða fyrir class. Hins vegar hefur það oft brunnið við, að erfitt er að finna nægilega skýrt og lýsandi orð fyrir enska hugtakið, t.d. er geðslag eða hugmyndafræðileg geðstilling ekki sérlega góðar eða þægilegar þýðingar á hugtakinu alignment.

íslenska

Þegar Askur Yggdrasils kom út fengu íslenskir spunaspilarar í hendur gríðarlegt magn nýrra hugtaka, t.d. hið góða orð spunaspil. Ég tel að höfundar Asks eigi mikinn heiður skilið þó ekki væri nema fyrir alla þá vinnu sem fólst í þýðingum á hugtökum sem voru okkur spunaspilurum aðeins töm á ensku. Gefi maður sér tíma til að lesa í gegnum gömlu Asks bækurnar má þar finna oft á tíðum stórgóðar þýðingar á almennum spunaspilahugtökum, t.d. aðgerðaröð í stað initiative.

Skiptir þetta máli?

Eflaust hafa umræður um stöðu íslenskunnar ekki farið framhjá mörgum. Fræðimenn og þeir sem unna íslensku máli hafa nokkrar áhyggjur af hvernig þróunin hefur verið undanfarna áratugi sem og stöðu íslenskunnar sem örmáls í heimi hraðrar tækniþróunar. Nýverið héldu Samtök Atvinnulífsins málþing um þetta vandamál og kom þar fram að íslenska er í síauknum mæli að gefa eftir fyrir ensku, þá einkum og sérílagi í tæknigeiranum. Á málþinginu kom m.a. fram rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn og sagði hann, að margir þeir sem telja sig tvítyngda eru varla eintyngdir og sumir jafnvel ótyngdir!

Þá hafa rannsóknir á máltöku barna m.a. sýnt að góð tök og sterkur málskilningur í móðurmáli er í raun undirstaða þess að við náum tökum á öðrum tungumálum. Eða með öðrum orðum, ef við eigum auðvelt með að gera okkur skiljanleg á íslensku er líklegra að við munum geta komið hugsun okkar á framfæri við aðra á öðrum tungumálum.

Íslenska, eins og höfundar Asks sýndu fram á, getur þannig að miklu leyti náð yfir og boðið upp á staðgengilsorð fyrir langflest spunaspilahugtök. Sérstaklega ef íslenskir spunaspilarar sameinast um að finna góð orð og nota þau umfram þau ensku.

islenska

En skiptir þetta í rauninni einhverju máli?

Þegar allt kemur til alls þá er markmið spunaspila og spunaspilara að skemmta sér og öðrum. Ef hópurinn kýs að spila á ensku af því að það er skemmtilegra, þá kemur engum öðrum en ykkur það við. Ekkert frekar en öðrum spunaspilurum kemur við hvaða húsreglur gilda í hópnum þínum eða hvort hópurinn þinn spili aldrei útgefin ævintýri. Svo lengi sem spilastundin nái því markmiði að vera skemmtileg, er tilganginum náð.

Hvað viðkemur útgefið efni, s.s. þessa síðu, þá gilda kannski önnur viðmið. Spunaspil.com er hugsuð fyrst og fremst fyrir íslenska spunaspilara og því eðlilegt að hér sé allt efni á íslensku og íslensk orð notuð hvar sem því verður komið við. Hið sama gildir þá um það útgefna efni sem ætlað er á íslenskan markað. Þá getur verið ágætt að spunaspilarar komi sér að mestu saman um t.d. hvort drows séu dökkálfar eða svartálfar.

Þess vegna er það gott framtak að taka saman lista yfir þau hugtök sem gott væri að þýða. Þess vegna er gott að fletta í gegnum Asks bækurnar og sjá hvaða leið höfundar þess spunaspils fóru. Þess vegna er gott að lesa allar íslensku furðusögurnar (t.d. Þriggja heima sögu) og sjá hvaða orð rithöfundar nota til að lýsa svipaðri hugsun og finna má oft í spunaspilum.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: