Skip to content

Hvað getum við lært af Svíum?

Þegar spunaspil koma upp í hugann eru eflaust ekki margir sem tengja þau við Svíþjóð. Ætli þeir séu ekki fleiri sem hugsa til Bandaríkjanna, enda engin furða, þaðan eiga þau uppruna sinn að rekja og þaðan eru stærstu spunaspilin, á borð við Dungeons & Dragons, Call of Cthulhu, World of Darkness og svo mætti lengi telja. En nýverið var gefinn út listi yfir þau spunaspil sem beðið er með mestri eftirvæntingu og koma út á þessu ári og af tíu efstu spunaspilunum voru fjögur þeirra sænsk. Enn fremur, þau þrjú efstu koma öll frá frændum okkar Svíum!

kult_-_standardHvert þessara fjögurra spunaspila er einstakt. Coriolis er vísindasöguspunaspil, þar sem leikmenn taka að sér hlutverk áhafnar á geimskipi. Mætti segja að spilið sé eins konar blanda af Firefly (sem eflaust fleiri en ég hafa gaman af) og 1001 nóttu. Mjög áhugavert spunaspil. Í þriðja sæti varð endurútgáfan af spunaspilinu Kult, sem mig grunar að margir hérna heima eiga eftir að taka fagnandi. Spilið, sem flokkast sem nútímahrollvekja, er frekar sérstakt og eflaust ekki fyrir viðkvæma, en þar þurfa aðalpersónur að takast á við þá staðreynd að veruleikinn er aðeins tálsýn – tálsýn fyrir mun hryllilegri veruleika. Í öðru sæti varð nútímaspunaspilið Tales from the Loop, sem í stuttu máli er spunaspil sem sækir mjög í brunn sjónvarpsþáttanna Stranger things. Að lokum og í efsta sæti er fantasíuspunaspilið Trudvang Chronicles, sem er byggt á eldra spunaspili, Drakar och Demoner, og er gríðarlega vinsælt í Svíþjóð.

En hvernig stendur á því að Svíþjóð tekst að ná svona góðum árangri í útgáfu spunaspila?

Fyrir það fyrsta, þá hefur verið nær samfelld útgáfa á spunaspilum í Svíþjóð frá því snemma á 9. áratuginum. Drakar och Demoner var gefið fyrst út, sýnist mér, 1984 og byggt þá á BRP grunni. Kerfið hefur vissulega þróast býsna mikið síðan þá, en engu að síður er áhugavert að þarna er um að ræða skandinavískt kerfi sem hefur lifað litlu skemur en mörg af stærstu spunaspilunum í dag.

Í öðru lagi þá er mjög öflug spunaspilamenning í Svíþjóð. Mót eru haldin víða og almennt er litið frekar jákvæðum augum, eftir því sem ég kemst næst, til spunaspila.

Í þriðja lagi þá hafa Svíar náð undraverðum árangri í markaðssetningu þessara spunaspila í gegnum Kickstarter. Þannig tekst þeim að gefa út glæsileg spunaspil og hafa oftar en ekki bara náð grunnmarkmiðum, heldur einnig opnað fleiri, fleiri aukamarkmið og jafnvel öll. Til að mynda er sama útgáfa og gefur út Trudvang, Riotminds, með herferð í gangi á Kickstarter fyrir nýju spunaspili, Lexoccultum, og náði markmiðinu strax á fyrsta degi!

Hvað getum við lært af Svíum?

Það hefur komið út eitt íslenskt spunaspil, Askur Yggdrasils, og eiga þeir Rúnar Þór og Jón Helgi mikinn heiður skilið. Ekki nóg með að þeir færðu okkur skemmtilegt spunaspil, heldur fengum við loksins mörg hugtök og heiti þýdd, t.d. orðið spunaspil.

Þó að Askur hafi rutt veginn, þá fylgdi því miður enginn þar til að Pedro Ziviani fékk Mythic Iceland gefið út hjá Chaosium. Ég veit til þess að víða hafa íslenskir spunaspilarar gert sín eigin spunaspil, en ekkert þeirra orðið að einhverju meiru en eign viðkomandi spilahóps.

Það eru hins vegar margir að gera mjög skemmtilega hluti hérna heima, t.d. hópurinn sem stendur að Role-It spunaspilasamfélaginu, en þau taka upp og sýna í beinni útsendingu spilastundirnar sínar. Þannig er hægt að nýta tæknina til að gera margt mjög skemmtilegt.

Með tilkomu deilihagkerfisins og síðna á borð við Kickstarter og Karolina fund, þá eru tækifæri til að koma öllu þessu efni, allri þessari sköpun, á framfæri. Af hverju ættu íslensk spunaspil ekki allt eins möguleika á að ná góðri fjármögnun á þessum síðum eins og sænsk?

Þá er líka lítið mál að gefa út spunaspilabækur eingöngu í rafrænu formi og komast þannig hjá stærsta útgjaldaliðnum, sem er prentun. Eins gefst þeim sem skrifa ævintýri fyrir D&D að selja eða gefa þau hjá DM’s Guild.

Ég held að framtakssemi og árangur Svía sýni okkar að það eina sem heldur aftur af okkur erum við sjálf. Við þurfum bara að þora að taka af skarið.

Flokkar

Spunaspil

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: