Skip to content

Alignment í D&D

Eitt af því sem gerir D&D sérstakt er alignment-kerfið. Einhver kerfi hafa apað þetta eftir D&D. Alignment er hins vegar eitthvað sem hefur fylgt D&D í gegnum allar útgáfur og er jafnvel í 5. útgáfu, þó að búið sé að draga verulega úr vægi þess. Og þó að unnendur D&D hafi rifist um gæði útgáfna, hvort THAC0 eigi að koma aftur eða hvort save or die eigi að vera í kerfinu, þá hefur ekki farið mikið fyrir umræðum um alignment. 

Ég held að flestir leikmenn og stjórnendur D&D hafi samt skoðun á aligment. Margir spila frekar ákveðin alignment en önnur. Í öðrum hópum eru sum alignment bönnuð á meðan í sumum hópum eru þau bara ekki notuð í einni eða neinni mynd. Sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar, sama við hvern ég ræði eða sama hvaða greinar ég les, alignment er eitthvað sem spunaspilarar hafa skoðun á.

Gallinn við alignment sem virkniþáttur í spunaspilaskerfi er sá, að þetta er okkur framandi. Í raunveruleikanum eru svo mörg grá svæði að þeir einstaklingar eru afar fáir sem teljast geta verið með aðeins eitt alignment og breyta alltaf í samræmi við það. Og í D&D er alignment áþreifanlegt, endanlegt fyrirbæri, hér er ekki um að ræða leiðbeiningar, heldur raunverulegur hluti af lífi hetjanna. Galdrar, yfirnáttúrulegir eiginleikar og helgigripir taka mið af alignmenti, svo ekki sé nú minnst á goðafræði hvers heims fyrir sig.

dd-alignment-4-flat.png

Alignment pólar

Eins og flestir vita, þá er alignment kerfið sett upp sem tveggja átaka kerfi, þ.e. Law vs. Chaos og Good vs. Evil. Neutral er síðan þar sem línurnar milli þessara póla skarast. Kerfið leggur upp með að hver hetja taki afstöðu til þessarra póla, velji hvar hún stendur gagnvart reglu og óreiðu annars vegar og hins vegar góðs og ills.

Hver þessarra póla hefur síðan kerfislæg áhrif, t.d. hvort ákveðnir galdrar geti haft áhrif á viðkomandi hetju, s.s. Protection from Evil/Good. Með því að taka afstöðu erum við þannig að hafa umtalsverð áhrif á hvernig kerfið getur haft áhrif, til góðs eða ills, á persónuna okkar.

Þessir pólar eru þó ekki í beinni andstöðu hvor við annan og mega aldrei verða að óskilyrtum og endanlegum þáttum. Ef við göngum út frá því að þjófnaður sé ALLTAF ill gjörð, hvernig eigum við túlka það þegar fátækur lítill drengur hnuplar eplum af vellauðugum kaupmanni til að fæða sig og systur sína? Er það ill aðgerð? Það er vissulega ólögleg aðgerð en tilgangurinn var góður, ekki satt?

Þannig getur verið sniðugt að horfa á þessa póla sem eins og konar hitamæla og þeir hitamælar eru afstæðir. Það sem telst heitt á einum stað telst fremur kalt á öðrum. Þannig getur litli drengurinn lent í að vera brennimerktur, húðstrýktur eða misst hönd á einhverjum stöðum, á meðan á öðrum stöðum sloppið með skammir og jafnvel verið rétt hjálparhönd þegar neyð þeirra systkina kemst upp.

Að spila alignment

Flestir stjórnendur eru tiltölulega lítið að skipta sér af því hvernig leikmenn spila og túlka alignment hetjanna sinna, nema þegar um augljósa umpólun er að ræða, t.d. þegar góð hetja fremur illt verk, s.s. morð.

En eins og áður segir, þá alignment áþreifanlegur fasti í heimi D&D. Oftar en ekki hefur maður orðið vitni að því að LG persónur samþykkja t.d. að brjótast inn hjá meintum illmennum eða fara í aðrar aðgerðir sem fela í sér augljóst brot á reglum og lögum, þó að tilgangurinn sé góður. Vandamálið við það er, að í heimi þar sem alignment og hugmyndafræðin sem kerfið byggir er raunverulegur fasti og endanleg stærð, gengur það illa upp. Ættu paladínar einhvern tíma að samþykkja að notast við annað en löglegar (hvort sem það er út frá veraldlegum eða hugmyndafræðilegum forsendum) aðferðir við að ná markmiðum sínum?

Þetta vandamál getur leitt til mjög áhugaverðs spuna, enda þurfa hetjur þá að vinna saman við að finna leið til að leysa vandann sem sagan hefur stillt upp, leið sem allar hetjurnar geta fellt sig við.

Eins og áður segir þá horfa flestir stjórnendur í gegnum fingur sína með hvernig leikmenn spila alignment. Staðreyndin er nefnilega sú, að þetta kerfi getur verið mjög hamlandi og þó að það geti verið gaman að takast stundum á um hugmyndafræði og hvaða nálgun sé best, út frá alignmentum persóna, til þess fallin að tækla vandamálin, þá getur það líka hægt mjög á og fyrir hópa sem leggja mikið upp úr bardögum, þá geta slíkar umræður bara orðið til trafala.

Alignment eða ekki alignment?

Margir stjórnendur banna ákveðin alignment, t.d. þau illu. Þau geta verið afar vandmeðfarin og oft ferst leikmönnum illa úr hendi að spila þau. Þá getur verið mjög erfitt að reka hóp þar sem mjög langt er á milli manna hvað alignment snertir, t.d. er afar ólíklegt að LG hetja og CE hetja eigi auðvelt með að vinna saman og finna lausnir á vandamálum sem báðar geti fellt sig við.

Enn aðrir stjórnendur hafa fellt alignment alfarið út spilunum hjá sér. Þeir galdrar og annað sem tekur tillit til alignments miðast þá kannski að fyrirætlunum eða hugarfari hetja á hverjum tímapunkti fyrir sig, og er þá háð mati stjórnanda hverju sinni. Þannig gæti rauður dreki notast við Protection from Evil á móti hetjum, sem hafa ráðist inn í bæli hans, þar sem frá sjónarhorni drekans eru aðgerðir hetjanna illar.

Alignment og alignment

Þegar allt kemur til alls, þá þarf hver leikmaður í D&D enn að taka afstöðu til þessarar spurningar og alignment hefur enn kerfislæg áhrif, þó það hafi dregið umtalsvert úr þeim. Alignment er hins vegar enn þessi pólaði fasti og það getur verið ágætis æfing að spila algjörlega eftir alignmenti – til góðs og ills fyrir hetjuna manns.

Alignment er jú eitt af því sem gerir D&D einstakt og er raunverulegt í heimi hetjanna, ólíkt því sem við þekkjum úr hversdagsleika okkar – svo raunverulegt að til eru einstaklingar, galdraverur og óvættir sem geta numið alignment (t.d. Detect Evil).

En aligment má aldrei verða að algildum, endanlegum og óskilyrtum þætti. Þá er hættan sú að við missum sjónar á því sem skiptir mestu máli, að hafa gaman og að persónurnar fái tækifæri til að vera hetjur.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: