Skip to content

Rýni: Degenesis

Degenesis er þýskt spunaspil, gefið út af útgáfunni Sixmorevodka, og gerist á Jörðinni nokkur hundruð ár í framtíðinni. Loftsteinar skullu á Jörðinni í lok 21. aldar og hafa eftirlifandi jarðarbúar þurft að komast af, enda plánetan mikið breytt sem og samfélögin. Degenesis sver sig þannig fullkomlega inn í eftir-heimsendasögur nútímans en er að mörgu leyti frumlegt og áhugavert.

Eins og áður hefur komið fram (sjá hér), þá eru bækur og útgáfa þessa spunaspils algjörlega á öðru leveli, jafnvel mætti segja að þetta verið epic level útgáfa! Gæði umbrots og myndvinnslu er af því tagi að bækurnar eru að mínu mati meira en þess virði að eiga, þó ekki væri nema fyrir þær sakir. Nálgun í textaskrifum fyrir „flöffið“ er líka mjög skemmtileg, það er ákveðin frásagnarrödd í textanum og í stað langdreginna staðreyndaupptalninga er notast við skáldlegri frásagnarstílbrögð. Hið eina sem hugsanlega má finna að útgáfunni er að enska þýðingin er á köflum örlítið stirð, en það er auðvelt að horfa framhjá því.

scrappers_busting_out_final_by_marko_djurdjevic-d82xiri

Heimsmynd

Eins og áður segir þá er hér um eftir-heimsendasöguheim að ræða. Loftsteinarnir sem skullu á Jörðinni færðu ekki aðeins með sér algjört hrun hefðbundinnar heimsmyndar, samfélaga og endalok þjóðríkja eins og við þekkjum þau, heldur komu einnig sérkennileg gró með þeim, gró sem hafa haft afdrífarík áhrif á bæði menn, dýr og gróður.

Sögusviðið er Evrópa og N-Afríka. Hlutverk þessara tveggja heimsálfa hafa um margt snúist við, Evrópa er illa haldin, þjáð og illa haldin eftir hamfarirnar og hefur átt erfitt með að reisa sig við. Afríka hins vegar blómstrar og átök sem áður pláguðu álfuna eru að miklu leyti liðin undir lok.

Í kjölfar hamfaranna hefur siðferði og ráðvendni látið undan, sérstaklega með tilkomu nýrra fíkniefna sem og gróanna frá loftsteinunum. Þannig snúa sögurnar margar að því að tryggja afkomu sína og sinna í siðspilltum heimi, þar sem sögupersónur leikmanna eru jafnvel aðeins daufar ljóstýrur í dimmum helli, þar umbreytlingar, óvættir og illmenni eru sífelld ógn.

Sögusviðið er mjög áhugavert og um margt frumlegt. Það er nægilegt aðgengilegt fyrir langflesta spunaspilara en um leið nógu nýstárlegt til að vekja áhuga og kveikja hugmyndir.

kw1wykppgna

Persónusköpun

Í raun er persónusköpunin ekki svo flókin. Hún byggir á þremur S; Samfélag, Samtök og Staðalmynd (e. Culture, Cult & Concept). Leikmenn geta valið á milli 8 afar ólíkra samfélaga, sem hvert um sig hefur áhrif á eiginleika og hæfileika. Samfélögin eru þannig allt frá Norður-Evrópumönnum á borð við Borca til Mið-Afríkumanna.

Næst velja leikmenn samtök sem persónan þeirra tilheyrir. Samtökin eru 13 talsins og fjölbreytt. Öll samtökin eru með sína eigin uppbyggingu og geta persónur öðlast tign og titla innan þeirra. Hver samtök fylgja síðan sinni eigin hugmyndafræði, t.d. Chroniclers safna upplýsingum og helgigripum frá því fyrir hamfarirnar og hagnýta hvoru tveggja, Anubians rannsaka hið yfirskilvitlega og Judges reyna að endurreisa siðferði og reisn mannkynsins.

Loks velja leikmenn staðalmynd, en þær eru 21 talsins og hafa ólík áhrif á persónur. Þannig geta leikmenn valið að vera lærisveinar, trúarofstækismenn, ferðalangar eða hugsjónamenn, svo fátt eitt sé nefnt.

Þegar þessu er lokið hafa leikmenn úr nokkrum punktum að moða til að gera persónur sínar enn sérhæfðari. Persónusköpunin er þannig afar opin og býður upp á mjög ólíkar persónur, jafnvel þó að allir leikmenn velji sömu þrjú S.

decoy_5_by_marko_djurdjevic-d9czh23

Kerfið

Katharsys, grunnkerfi Degenesis, er hæfileikakerfi, á borð við World of Darkness. Persónur eru með 6 eiginleika og eru 6 hæfileikar undir hverjum eiginleika. Til að framkvæma aðgerðir geta persónur þá sett saman eiginleika og hæfileika og myndað þannig teningatjörn. Af eiginleikum eru síðan ákveðnir sér eiginleikar dregnir, t.d. Ego. Þeir spunaspilarar sem þekkja hæfileikakerfi, eins og WoD, sjá eflaust fátt í þessu kerfi sem kemur á óvart.

Kerfið byggir á d6. Hvert kast hefur fasta success-tölu, 4, en allir teningar í kasti sem eru +4 teljast sem success. Til að aðgerð heppnist þarf síðan að safna ákveðnum fjölda success. Ef leikmaður kastar nægilega mörgum success svo að aðgerð heppnast, má skoða hve margar 6 komu upp. Þær kallast Triggers og geta opnað á ákveðin aukagæði heppnaðrar aðgerðar, nokkuð sem minnir svolítið á Advantages í Star Wars kerfum Fantasy Flight (t.d. Edge of the Empire).

Niðurstaða

Fyrir þá sem voru að vonast eftir álíka frumlegu kerfi og sögusviðið er, verða líklega fyrir vonbrigðum. En fyrir þá sem hafa jafnvel ekki áhuga á að setja sig inn í enn eitt kerfið, en vilja eitthvað frumlegt sögusvið, er Degensis fullkomið val.

Flokkar

Post-Ap, Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: