Skip to content

Degenesis – Rebirth Edition

Degensis – Rebirth edition er þýskt spunaspil og gefið út af útgáfunni Sixmorevodka. Degenesis er byggt á eldra kerfi en ég hef ekki neinar sérstakar upplýsingar um það aðrar  en að kerfið hafi verið barn síns tíma. Hér er um að ræða Post-Apocalyptic spunaspil, sem er um margt frumlegt og einstakt.

Ég stóðst ekki mátið þegar ég uppgötvaði þetta kerfi fyrir nokkru og pantaði mér bæði grunnbækurnar og ævintýrið In Thy Blood. Það var eitthvað við þessa heimsenda-framtíðarmynd sem heillaði mig. Eitthvað ferskt, eitthvað öðruvísi og ekki bara klassísk cyber-/steampunk pæling. Ég átti því von á einhverju flottu.

rebirth_english_edition_render04

Fyrstu áhrifin voru afar einföld, ég var eiginlega orðlaus. Gæðin á umbroti og myndverkum eru á allt öðru stigi en maður á að venjast í spunaspilabókum. Hver og ein blaðsíða er með sínu eigin sniðmáti, ekki bara flestar, heldur allar. Myndirnar eru ekki bara góðar, heldur ótrúlega flottar og auðga lestrarupplifunina svo um munar. Mér skilst að útgáfufyrirtækið, Sixmorevodka, starfi líka við það að gera concept teikningar fyrir tölvuleiki og þess háttar og eflaust munu margir sjá ýmis tengsl við tölvuleiki sem sækja í sama brunn og Degenesis.

dushani_kraken_final_by_marko_djurdjevic-d7zj0d6

Textinn er einnig ekki eins og hefðbundinn texti í spunaspilabókum. Mun meira er lagt upp úr því koma stemningu heimsins á framfæri fremur en að miðla staðreyndum um staði og sögu. Frásögnin er oft í fyrstu persónu og þannig er áhugavert að lesa bækurnar og maður upplifir kannski frekar heiminn. Ég er þó ekki viss um að þessi framsetning heilli alla spunaspilara, þeir sem vilja hefðbundnara fluff ættu að snúa sér annað. Mér finnst reyndar, svo ég dragi nú fram eitthvað sem er ekki glimrandi æðislegt, að textinn sé á stundum pínu stirður og verður maður stundum var við að hér er um þýðingu að ræða.

Heimsmyndin er áhugaverð. Degenesis gerist í Evrópu og Norður-Afríku tæpum 5 öldum eftir að loftsteinaregn skellur á Jörðinni síðari hluta 21. aldar. Loftsteinar skullu víðar á þessu landsvæði og ollu m.a. því að póljökullinn ruddist fram suður á bóginn og landsvæði breyttust. Þá bárust framandleg gró með loftsteinunum sem höfðu nokkur áhrif á þróun mannsins og hafa komið fram einstaklingar sem hafa undraverða hæfileika. Mannkynið býr að mestu í víggirtum borgum og berst bæði við óblíða náttúru, framandi og framþróaðar mannverur sem og sína eigin siðbresti. Þannig má bæði finna tengsl við heimsendasögur á borð við Mad Max og Fallout, en einnig við hinar myrku miðaldir uppfærðar með byssublæti, eiturlyfjum, hinu gróteska og því hryllilega að ógleymdu og nauðsynlegu tæknirúnki. Kerfið, sem er hæfileikateningatjarnarkerfi (eins og World of Darkness), leggur áherslu á spuna, leysa ráðgátur og vandamál, rannsóknir og fyrirhyggju, en býður á sama tíma upp á fjölmörg tækifæri til að takast á við ofbeldi og beita því einnig.

dHpuNB2.png

Á næstunni mun ég fjalla um grunnkerfið sem og pælingarnar sem eru lagðar til grundvallar Degenesis. Þá ætla ég einnig að fjalla um ævintýrið sem fylgir grunnbókunum og ævintýrabókina In Thy Blood.

Flokkar

indie, Post-Ap, Rýni

Efnisorð

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: