Skip to content

Drepum allt sem hreyfist!

Ég hef stundum verið spurður að því af öðrum stjórnendum hvaða leiðir séu færar til að koma leikmönnum úr þeim hugsunarhætti að skjóta fyrst, spyrja síðar. Ég vildi óska þess að til væri eitthvað algilt svar við þeirri spurningu, en stundum er eins og leikmenn og stjórnendur verði hreinlega stilltir inn á það eitt að safna sem flestum reynslustigum eða að líta á allar aukapersónur sem hugsanlega ógn. Gallinn er nefnilega sá, að svarið við þessari spurningu er ekki einfalt.

Mér finnst oft best að horfa til þess hvernig ég hef áður nálgast stjórnunina með viðkomandi spilahóp. Ef sögurnar mínar hafa verið settar upp með þeim hætti að allar aukapersónur eru hættulegar, þá þarf ég jú að breyta því, vandinn liggur þá hjá mér. Spunaspil eru nefnilega samspil leikmanna og stjórnanda, leikmenn bregðast við því sem við sem stjórnendur setjum upp og ef við höfum skilyrt leikmenn og kennt þeim að bestu lausnirnar við vandamálum felast í bardögum, þá er fyrsta skrefið að breyta þessari nálgun hjá manni sjálfum.

Stundum er vandamálið djúpstæðara en svo, að það eitt nægi. Þá er hægt að prófa nokkrar ólíkar leiðir til að fá leikmenn til að breyta hugsunarhætti sínum. Sú fyrsta og líklega eina leiðin sem ég mæli alltaf með að sé farin er sú, að ræða við leikmennina. Sumir leikmenn eru mjög hrifnir af spunaspilum þar sem megináhersla er lögð á bardaga, söfnun reynslustiga og galdrahluta. Það er því kannski engin þörf í þeirra huga á því að breyta leikstílnum. Aðrir leikmenn vilja leggja meiri áherslu á persónusköpun, samskipti þeirra og hvers kyns pólitík. Hlutverk stjórnanda er að finna hið þröngstigið á milli þeirra tveggja andstæðu póla og tryggja að allir við borðið skemmti sér.

Önnur leið sem getur verið sniðug, er að leggja upp með að hver spilastund feli í sér ákveðið magn reynslustiga, óháð því hvaða óvinir hafa verið sigraðir eða með hvaða hætti. Í raun er þetta svipuð aðferð og milestone aðferðin, þ.e. að hetjurnar hækki um lvl eftir að hafa náð ákveðnum árangri. Þessar tvær aðferðir við að gefa reynslustig geta ýtt undir að leikmenn leiti annarra lausna en þeirra sem felast í bardögum við að leysa þau vandamál sem upp koma, þar sem bardagarnir sjálfir fela ekki í sér reynslustigin.

Þriðja leiðin gæti verið sú að útbúa hliðarsögur fyrir hverja persónu sem felur í sér önnur verðlaun en reynslustig, t.d. galdrahluti, lönd eða tignir, hliðarsögur sem fela í sér vandamál sem eru af öðrum toga en þau sem hægt er að leysa með ofbeldi. Það getur hjálpað leikmönnum að horfa til annarra lausna þegar kemur að aðalsögunni.

Að lokum er sú leið að láta söguna sjálfa vera nægilega sterka til þess að leikmenn vilji sjálfir losna við eða komast hjá löngum bardögum sem hægja á frásögninni. Einn af helstu kostunum við 5. útgáfu D&D er sá að bardagar taka ekki langan tíma og það er auðvelt að láta þannig frásögnina vera í forgrunni. En galdurinn er einmitt sá að láta bardagana renna saman við frásögnina, t.d. í stað þess að kubbildin í hellinum bíði þæg og góð (af því að lýsingin á hellinum inniheldur kubbildi) á meðan hetjurnar athafna sig á svæði þeirra, þá bregðast kubbildin við, skipuleggja sig og reisa varnarveggi.

Lokamarkmiðið ætti þó alltaf að vera að tryggja að allir leikmenn skemmti sér og hafi gaman af sögunni.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: