Skip to content

Call of Cthulhu, 7. útgáfa rýnd

Allt frá því ég komst fyrst í kynni við spunaspilið Call of Cthulhu hefur það verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er auk þess forfallinn aðdáandi H.P. Lovecraft og hef notið þess að bregða mér í hlutverk rannsakanda og fást við hina illu ævafornu eða framandlegar vættir þessa skemmtilega spunaspils. Chaosium útgáfan hefur í gegnum tíðina verið dugleg að gefa út ævintýri og annað aukaefni fyrir stjórnendur, sem gerir stjórnendum auðvelt fyrir. Nýverið kom út 7. útgáfa spunaspilsins og óhætt er að segja að miklar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu. 

Það virðist sem verið sé að uppfæra öll kerfi og ömmur þeirra um þessar mundir. Í kjölfar afar vel heppnaðar Kickstarter herferðar var þessi ný útgáfa af Call of Cthulhu gefin út, en í gegnum tíðina hafa breytingar á þessu merka spunaspili oftast nær verið litlar og aðgengilegar. Líklega er það ein ástæða þess að spunaspilið hefur alltaf notið mikilla vinsælda og fyrir löngu skipað sér sess meðal merkustu spunaspila allra tíma, m.a. hlotið mörg verðlaun og er í Academy of Adventure Game Design Hall of Fame auk þess að hafa verið valið besta Gothic/Horror spunaspil allra tíma af GamingReport.com.

download-2Hin nýja útgáfa kemur út í tveimur bókum, annars vegar Keeper’s Rulebook og hins vegar Investigator’s Handbook. Hér verður aðeins fjallað um þá fyrri, en hún hefur að geyma allar reglur kerfisins, auk upplýsinga um óvætti, skrímsli, hin ýmsu goð og framandlegar verur. Þá er þar að finna lýsingar á göldrum og tvö ævintýri. Bókin inniheldur þannig allar upplýsingar sem stjórnendur þurfa á að halda til að stjórna ævintýrum. Bókin er sérlega vel brotin um, mikið er lagt upp úr því að auðvelt sé að fletta henni og upplýsingar eru vel settar fram. Ég hef ekki áður flett í gegnum CoC reglubók frá Chaosium sem hefur verið öll í lit, breyting sem er vissulega til batnaðar og meiri rækt hefur verið lögð við myndir í bókinni.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á kerfinu. Eflaust stærri og meiri breytingar en nokkurn tíma áður, að minnsta kosti svo ég þekki til. Til að mynda eru eiginleika (e. Attributes) tölur ekki á skalanum 3-18, heldur eru nú á prósentuskalanum, eins og hæfileikar (e. skills) og eru allar tölur þrískiptar, þ.e. fullar, hálfar og fimmtungur. Eiginleikarnir eru enn þeir sömu, geðheila rannsakenda er enn mæld sem og heppni en Know og Idea hafa verið felldir inn í Int og Edu. Þó hafa verið gerðar miklar breytingar á hvernig heppni kemur við sögu og er nú mæld með sama hætti og geðheilsa. Búið er að fjarlægja og henda út gömlu Resistance töflunni og bardagar eru orðnir að mörgu leyti straumlínulagaðri en áður. Eins hefur því verið breytt hvernig hæfileikar eru notaður, þ.e. nú kasta leikmenn ýmist upp á venjulegt, erfitt eða afar erfitt kast og þar kemur þrískipting talanna til sögu. Þá var heilum kafla sem fjallar um eltingaleiki bætt við.

Ég tel þó að mesta breyting sé fólgin í breyttri nálgun höfunda á heim Lovecrafts. Ég upplifi þessa bók, framsetninguna í textanum sem og hin nýju ævintýri, eins og búið sé að breyta ákveðinni grunnhugsun í spilinu. Í stað þess að rannsakendur séu í svipuðu hlutverki og Francis Wayland Thurston, sögumaður smásögunnar Kall Cthulhu, þá eru rannsakendur orðnir líkari Indiana Jones. Mér finnst þannig vera kominn meiri pulp fílingur í spunaspilið. Eflaust mun það leggjast með misjöfnum hætti í aðdáendur þessa spunaspils. Mig grunar að þetta eigi eftir að heilla yngri spunaspilara en líklega munu þeir eldri og sérstaklega harðkjarna aðdáendur ekki taka þessari breytingu fagnandi.

Heilt yfir þá líkar mér við sumar breytinganna en aðrar heilla mig ekki. Ég tel að Call of Cthulhu sé enn og muni áfram vera eitt af grunnkerfum spunaspila og eitt þeirra kerfa sem allir aðdáendur spunaspila ættu að þekkja. Hins vegar held ég að þær breytingar sem gerðar hafa verið núna á kerfinu eigi eftir að verða í huga margra svipaðar og þegar D&D 3.5 varð að 4E. Sumir eigi eftir að elska þær, á meðan aðrir eiga eftir að halda sig áfram við 5. og 6. útgáfu af CoC.

Er þess virði að kaupa nýju útgáfuna?
Já, ef þig langar til að prófa nýtt hrollvekjuspunaspil eða þig vantar nokkuð ítarlegar reglulýsingar fyrir þann heim sem birtist í skáldskap Lovecrafts.
Nei, ef þú ert algjörlega sátt við 5. eða 6. útgáfu og nennir ekki að setja þig inn í enn einar kerfisbreytingarnar.

 

 

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: