Skip to content

Spunaspil frá Skandinavíu

Stundum þegar ég er að skoða spunaspil þá hættir mér svolítið til að horfa aðallega til bandarískra eða enskra útgáfna. Hins vegar eru spunaspil gefin út á fjölmörgum tungumálum og eru frændur okkar á Norðurlöndunum engin undantekning. Þar er lífleg spunaspilasena og hafa frændþjóðir okkar verið nokkuð duglegri en við Íslendingar í að gefa út spunaspil. Hér eru nokkur spil sem eru áhugaverð.

Fusion spunaspil er danskt og kom fyrst út árið 2000. Fusion gerist í Danmörku árið 2012 og er heimsmyndin nokkuð breytt. Landamærin eru opin, einkavæðingin algjör, dulspeki er ráðandi og siðferðisleg hnignun og glæpir marka hið daglega líf. Leikmenn taka að sér hlutverk rannsakenda, einkaspæjara, sem þurfa að fást við stórfyrirtæki, njósnir, siðferðisbresti og ýmislegt tengt dulspeki, sértrúarsöfnuðum og þess háttar. Kerfið byggir á sex-hliða teningum og líkist uppsetning persóna World of Darkness kerfinu.

Kult er eflaust mörgum Íslendingum að góðu kunnugt, en upphaflega kom þetta spunaspil út árið 1991 í Svíþjóð en var tveimur árum síðar gefið út á ensku af Metropolis útgáfunni. Hér er um að ræða nútímaspunaspil þar sem leikmenn taka að sér hlutverk ólíkra einstaklinga, t.d. lista- eða leyniþjónustumanna, en hugmyndin er sú að hið venjulega hversdagslega líf er í raun tálsýn og er raunveruleikinn mun óhugnanlegri, skapaður af Demiurge. Hér er um að ræða D20 kerfi, þar sem allir hæfileikar persóna eru mældir á skalanum 3-20 og til að aðgerð persónu heppnist þarf að jafnt eða lægra en gildi viðkomandi hæfileika. Endurbætt útgáfa af Kult er væntanleg en kerfið var fjármagnað á Kickstarter og munu eflaust margir af eldri spunaspilurum bíða spenntir að fá það í hendur.

Thrudvang Chronicles er ný og endurbætt útgáfa af sænska kerfinu Drakar & Demoner. Hér er um að ræða fantasíukerfi sem hefur komið út allt frá árinu 1982. Fyrsta útgáfa var byggð á BRP en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er nú kerfið komið í 7. útgáfu. Heimurinn byggir á norrænum og keltneskum sögum og goðafræði og er um margt spennandi. Núverandi útgefandi Thrudvang Chronicles er Riotminds og nýverið stóðu þeir fyrir herferð á Kickstarter þar sem ætlunin er að gefa kerfið út á ensku.

Draug er norskt spunaspil sem gerist í Noregið árið 1801 og gerast sögurnar á mörkum hins raunverulega heims og þess sem tengist þjóðsögum og ævintýrum. Kerfið er lauslega byggt á FUDGE kerfinu en áhersla er lögð á þróun persóna og samvinnu hóps, fremur en að vandamál séu leyst með bardögum. Það er margt í þessu kerfi sem mætti heimfæra á Ísland og íslenskar þjóðsögur.

Itras City er einnig norskt spunaspil sem gerist í borginni Itras, sem minnir um margt á evrópskar borgir í byrjun 3. áratugar síðustu aldar. Hér er um að ræða surreal spunaspil, þar sem miðja borgarinnar er tiltölulega stöðug en eftir því sem fjær dregur verður hið framandlega ríkjandi og hið raunverulega bara orð á prenti. Kerfið styðst við spil en mikið er lagt upp úr freeform og spuna, eins eru leikmenn og stjórnendur hvattir til að bæta við og byggja ofan á útgefna efnið.

Við Íslendingar eigum einnig okkar eigin spunaspil. Margir hafa spilað Ask Yggdrasils og eiga hugljúfar minningar frá slíkum spilakvöldum. Spennandi verður að sjá hvort Rúnari og félögum takist að koma 2. útgáfu af Askinum á prent. Þá gaf Chaosium út Mythic Iceland fyrir nokkrum árum en Pedro Ziviani er höfundur þess. Margir kannast vel við Pedro enda hefur hann oft stjórnað á spunaspilamótum. Þá höfum við einnig haft spurnir af því íslenskt sci-fi spunaspil sé í smíðum og verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Þá hefur furðusagnaútgáfu vaxið fiskur um hrygg hérlendis á undanförnum árum og aðeins spurning hvenær einhver tekur sig til og útbýr spunaspilakerfi byggt á t.d. Þriggja heima sögu eftir Kjartan Yngva og Snæbjörn eða Sögu Eftirlifenda eftir Emil Hjörvar. Mikið væri það gaman.

Flokkar

indie

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: