Skip to content

Stjórnmálahreyfingar í Faerun

Eflaust eru allir orðnir hundleiðir á endalausu argaþrasi og málefnasnauðu skítkasti ólíkra stjórnmálahreyfinga. Samfélagsmiðlarnir loga þar sem fjöldi sjálfskipaðra alfræðinga, sem hver telur sitt heygarðshorn það besta og öðrum heygarðshornum æðra, hefur margfaldast svo að margir eru hreinlega farnir að forðast að kíkja inn á miðla á borð við Facebook. Í Forgotten Realms heiminum eru hins vegar nokkur stjórnmálaöfl sem eiga ótrúlega margt sameiginlegt með íslensku stjórnmálaflokkunum, sé vel að gáð. 

emld_bannerEmerald Enclave er hreyfing náttúruunnenda sem vilja uppræta illviljaðar og ónáttúrulegar ógnir, hún vill viðhalda hinum náttúrulega stöðugleika og berjast gegn framgangi þéttbýlisins, sem sölsar sífellt meira land undir sig. Meðlimir hreyfingarinnar keppast þannig við að ná hinu fullkomna jafnvægi, hvort sem það er í náttúrunni, samfélaginu eða í samspili þessa beggja. Innan hreyfingarinnar eru margir erki-drúíðar, m.a. einn forn og vís, ættaður úr Norðrinu, sköllóttur og þykir harður í horn að taka, að nafni Stonegrim. Einnig eru margir rekkar sem eru á mála hjá hreyfingunni, m.a. hálf-álfurinn Catherina Yacobi frá Waterdeep, en henni hefur tekist að fylkja mörgum undir gunnfána hreyfingarinnar.

ootg_bannerOrder of the Gauntlet er samfylking presta og paladína sem berjast fyrir bjartri framtíð og verja þá sem minna mega sín gegn yfirgangi illra afla. Eitt af meginmarkmiðum fylkingarinnar er að sameina lönd Norðursins og Sverðastrandarinnar og binda þau í stjórnmálasamband við álfaríkið Evermeet, sambandið ESN. Leiðtogar fylkingarinnar eru annars vegar Od’Neu, mennskur æðsti prestur frá Neverwinter, sem og paladíninn Fearar Brighthair, en hann var áður bard. Þrátt fyrir sameiginleg markmið þá er fylkingin klofin og hefur átt undir högg að sækja undanfarið og erfiðlega gengið að fá fleiri til liðs hana.

lrds_bannerLord’s Alliance er hópur aðalborinna leiðtoga margra borga Sverðastrandarinnar og er markmið þeirra það helst að bindast varnarbandalagi. Hér er um að ræða frekar árásargjarnan hóp, sem virðist mörgum einna helst berjast fyrir því að tryggja þeim sjálfum völd. Heiður og sæmd skiptir þá miklu máli og þeim svíður mjög að láta völd af hendi. Leiðtogi þeirra er hinn vel ættaði Lord Bearne di’Engey. Hann er bardagamaður og ríður ávallt til orrustu í skreyttri brynju, sem hann ku hafa smíðað sjálfur.

zhnt_bannerZhentarim eru í raun neðanjarðarsamtök, með það að markmiði að komast yfir eins mikil völd og auð og mögulegt er á kostnað annarra. Samtökin eru afar metnaðargjörn og víla fátt fyrir sér. Vitað er til þess að þau hafi sölsað undir sig ótrúlega fjársjóði og fært í hendur meðlima samtakanna, án þess að nokkur fái rönd við reist. Ekki er neinn áberandi leiðtogi þessara samtaka þjófa og leigumorðingja og virðast þeir vera allnokkrir. Til að mynda er drúíði í Amn að nafni Sig-Ourd sem hefur á sér það orð að tengjast samtökunum en í Baldur’s Gate er sagt að hinn dulúðlegi þjófur The Lilie sé tengdur samtökunum.

harp_bannerHarpers er hópur barda, rekka, sjóræningja og galdramanna sem hafa það markmið helst að berjast gegn illum og valdasjúkum einstaklingum. Hópurinn, sem fátt virðist binda saman nema draumurinn um sameiginlega samfélagssáttmála fyrir lönd Sverðastrandarinnar, hefur náð góðum árangri og barist gegn uppgangi Zhentarim, Reglu Drekans og Kraken samfélaginu. Helstu leiðtogar Harpers eru seiðskrattinn og tieflinginn Bi’R-Gitta, sem og bardinn Clover, en hann hefur verið sakaður um að skreyta fjólubláa hattinn sinn með stolnum fjöðrum.

Regla drekans er samansafn geðsjúklinga og vitleysinga, sem reyndu nýlega að vekja upp drekagyðjuna Tiamat. Markmið þeirra er að vekja hana eða svokallaðar Dracoliches til lífsins, svo að reglan geti lokað landamærum Sverðastrandarinnar og upphafið menn, enda eru meðlimir reglunnar sannfærðir um að drekar og menn séu æðstu lífsformin. Leiðtogar Reglunnar eru margir og karpa sífellt sín á milli.

Kraken samfélagið er leynifélag. Lítið er vitað um það annað en að það virðist eiga sinn þátt í uppgangi risa í Norðrinu. Leynifélagið hefur þó gefið út bækur undir dulnöfnum þar sem fjallað er fjálglega um slæm áhrif álfa á menningu manna og hve mikilvægt er að berjast gegn þeim. Þá hefur félagið reynt að ná til og fá í lið með sér þá sem minna mega sín sem og gamalmenni sem mega muna fífil sinn fegurri. Leiðtogi félagsins er Ing’a von Seeland.

Að lokum er vert að taka fram að þessi grein er algjörlega til gamans gerð og ber ekki að taka alvarlega.

Flokkar

Íslenskt

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: