Skip to content

Earthdawn

Það þekkja kannski ekki allir spunaspilarar fantasíukerfið Earthdawn, en það er svo sannarlega þess virði að skoða. Kerfið, sem kom fyrst út árið 1993 hjá FASA útgáfunni, er um margt frumlegt og heimurinn skemmtilegur, en upphaflega tengdist hann Shadowrun heiminum. Gefnar hafa verið út fjórar mismunandi útgáfur af kerfinu, sú nýjasta kom út eftir vel heppnaða fjáröflunarherferð á Kickstarter árið 2014. 

earthdawn-logo-mediumÞó að út hafi komið fjórar mismunandi útgáfur af Earthdawn, þá er saga kerfisins ekki eins og svo margra annarra, að aðeins ein útgáfa hafi komið að þeim öllum. Upphaflega útgáfan, sem kom út 1993 eins og áður segir, var gefin út af FASA en önnur útgáfa kom út á vegum Living Room Games. Þriðja útgáfa, sem og svokölluð Classic útgáfa, var gefin út af Redbrick. Fyrir nokkrum árum komst FASA aftur yfir útgáfuleyfið og fór, eins og kemur fram hér að ofan, í afar vel heppnaða herferð á Kickstarter, þar sem markmiðið var að ná í 10.000 dollara en herferðin endaði á að ná í um 110.000 dollara, sem kannski sýnir hve vinsælt spunaspil Earthdawn var.

Earthdawn heimurinn er um margt klassískur fantasíu spunaspilaheimur, þ.e. leikmenn geta spilað hetjur af kynþáttum álfa, dverga, manna og orka, en einnig trölla, hrafntinnufólks, Vindlinga og T’Skrangs. Hrafntinnufólk (e. Obsidimen) voru eins konar steinfólk, vindlingar (e. Windlings) voru litlar vængjaðar verur og T’Skrangs voru eins konar eðluverur. Seinni útgáfur kynntu síðan fleiri kynþætti, en þeir átta sem komu fram í fyrstu reglubókinni voru þó í meginhlutverki í öllum útgáfum.

Heimurinn er afar tengdur göldrum og hafa galdramenn uppgötvað að galdraorkan fylgir ákveðnu formi, nær hámarki á ákveðnum tímabilum og þá eru mærin milli vídda hvað þynnst. Löngu áður en sá tími hefst þegar ævintýrin gerast var eitt slíkt tímabil, kallað The Scourge og streymdu þá ófagnaðarverur og árar inn í heiminn. Sem betur fer höfðu galdramenn tekið sig saman og stofnað Elífa bókasafnið og fundið leið til að komast lífs af í gegnum þessar hamfarir. Með því að byggja borgir neðanjarðar og í hellum, ásamt því að verja þær með álögum, þá lifðu kynþættirnir af, uns þessar hörmungar liðu hjá. Fjögur hundruð árum síðar er kominn tími til að rannsaka og kanna heiminn að nýju og hefja uppbyggingu, tími hetjanna er upp runninn.

Upprunalega var gert ráð fyrir að ævintýri gerðust á landsvæði í kringum borgríkin í léninu Barsaive, sem hefur þá sagt sig úr ríkjasamband Theran ríkjanna, hvar sem Eilífa bókasafnið er að finna. Af nægu er að taka í Barsaive, hetjur þurfa bæði að fást við hryllingsára sem og rannsaka rústir borga sem stóðu uppi á yfirborðinu áður en hamfarirnar dundu yfir.

Kerfið er nokkuð frumlegt og einstakt. Það er í raun þrepaskipt og nær skiptingin út frá hverjum og einum hæfileika. Þannig getur hetja vera mjög góð að sveifla sverði og þá á ofarlegu þrepi, en á sama tíma á lágu þrepi í þekkingu á sögu. Hvert þrep leyfir síðan hetjum að kasta ákveðnum teningum, t.d. er eitt þrep sem leyfir hetjum að kasta 1d6 en annað þrep sem leyfir hetjum að kasta 2d12. Ef upp kemur hæsta gildi tenings, þá má kasta teningnum aftur, sem þýðir að jafnvel þó að erfiðleikastigið sé hátt, þá getur hetja á lægri þrepum átt möguleika á að ná kastinu með sérlega mikilli heppni.

Hver hetja er síðan með ákveðna eiginleika og kunnáttu (e. attributes & skills) en einnig ákveðna hæfileika (e. talents). Hver hetja fær hæfileika út frá discipline, sem mætti útfæra sem starfstétt eða fag, en hæfileikar eru í raun leið hverrar hetju til að magna upp með galdraorku þær hetjudáðir sem þær fremja. Hetjur fá síðan Legend Points (nokkurs konar reynslustig) sem er hægt að nota til að hækka hæfileika um þrep. Þá eru galdrar og galdravopn sett fram með öðrum hætti en D&D leikmenn eiga að venjast, t.d. geta hetjur fundið vopn og verið lengi að uppgötva alla þá eiginleika sem það hefur í Earthdawn.

Earthdawn er bráðfjörugt og skemmtilegt fantasíuspunaspil, þar sem mætast háfantasíu element og áhugaverðar rannsóknir. Leikmenn setja sig þannig í senn í sport klassískra miðaldahetja og fornleifafræðinga á borð við Indiana Jones um leið og þeir þurfa að takast á við allar þær hörmungar sem post-apocalyptic heimur hefur upp á að bjóða.

Flokkar

Fantasy

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: