Skip to content

Rýni: Storm King’s Thunder

Wizards halda áfram að gefa út ævintýri fyrir Forgotten Realms heiminn og er nýjasta viðbótin ævintýrið Storm King’s Thunder. Áður hafa komið út ævintýri þar sem drekar voru í aðalhlutverki, þá djöflar og aðrir árar og nú risar. Ævintýrið er fyrir hetjur frá 5.-11. levels og gerist allt í norðurhluta Faerun. 

Storm King’s Thunder er um margt stórbrotið og glæsilegt ævintýri. Sagan segir frá því hvernig samfélagsskipan risanna (the Ordning) fer úr skorðum og leiðtogar ólíku kynþátta risa keppast um að verða efstir í virðingarkeðjunni. Það bitnar mjög á byggðunum í norðurhluta Faerun, þ.e. allt frá Icewind Dale og allt suður til Waterdeep, og eðli málsins samkvæmt er það aðeins á færi allra mestu og hugrökkustu kappa og hetja að takast á við þetta vandamál.

Sagan er afar áhugaverð og gaman að sjá hvernig stjórnmál innan ólíkra hreyfinga risa virka og hvernig hetjurnar geta haft áhrif á gang sögunnar. Sagan er að miklu leyti samblanda af sandkassa og sögudrifnu ævintýri og mér finnst þessi samsetning heppnast vel hjá þeim. Leikmenn hafa býsna frjálsar hendur um hvernig þeir tækla þau vandamál sem koma upp í sögunni og þó að ákveðin atriði séu sett í fastar skorður, þá held ég að leikmenn eigi ekki eftir að upplifa það sem galla. Ævintýrinu er skipt í 12 kafla, fyrsti hlutinn er svona forsaga, svipað og finna má í öðrum nýlegum ævintýrum, sem er ætlað að koma hetjunum upp á rétt level. Sagan rennur nokkuð beint af augum en mig langar þó að nefna og draga út 3. kafla. Hann er nær eingöngu „fluff“ um þetta landsvæði sem gerir það að verkum að möguleikarnir á því að setja þessa sögu upp sem einn heljarinnar sandkassa eru miklu meiri en ella. Þá er líka gaman að sjá að oft er vísað til hinna ævintýranna sem hafa komið út fyrir 5. útgáfu og fyrir leikmenn sem hafa leikið í gegnum þær sögur, er eflaust ýmislegt sem gleður í sögunni.

Uppsetning ævintýrisins er algjörlega til fyrirmyndar. Fremst listi yfir helstu persónur, þá er einnig að finna flæðirit yfir framgang sögunnar og loks eru aftast persónublöð fyrir aukapersónur sem er auðvelt að ljósrita eða klippa út. Öll kort eru hin glæsilegustu og umbrot gott. Það sem stendur þó upp úr eru hinar fjölmörgu og glæsilegu myndir. Þær eru að mínum dómi hrikalega flottar og ef þær kveikja ekki í manni, þá þarf eflaust ansi mikið til. Það er gaman að sjá Wizards virðast vera hlusta eftir þeirri gagnrýni sem kemur fram og læra af henni. Það er auðvelt að fletta fram og aftur og allar upplýsingar eru settar skilmerkilega fram.

Ævintýrið er þó ekki með öllu gallalaust. Hvað söguna varðar þá finnst mér oft notaðar frekar ódýrar lausnir hvað viðkemur ferðalag á milli staða, ferðalög sem væri svo sannarlega hægt að gera skemmtileg og spennandi. Þá, fyrir sakir þess hve miklu val leikmanna ræður, þá er mikill hluti bókarinnar sem fer til einskis og kemur í raun aldrei við sögu. Þá hefði ég viljað sjá textann betur prófarkarlesinn.

Heilt yfir er þetta alveg frábært ævintýri og svo sannarlega þess virði að kaupa, þó ekki væri nema fyrir upplýsingarnar í 3. kafla. Flott saga, stórkostlegt artwork og gagnlegt fluff gera þessa bók mjög eigulega.

Flokkar

D&D, Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: