Skip to content

Daginn eftir…

Það er ekki laust við að það örli á þreytu þegar 3 ára gutti vekur mann daginn eftir spunaspilamót. Maður dröslast á fætur, ennþá með hausinn fastan einhvers staðar á Grænlandsjökli og reynir að sannfæra drenginn um að hætta að hoppa í sófanum, setjast og horfa á Hvolpasveit. Eftir nokkur misheppnuð Persuasion köst tekst manni loks að ná erfiðu Intimidate og barnið gefur eftir, róast og maður fær tækifæri til að takast á við spunaspilaþynnkuna…

Mér finnst alltaf gaman að mæta á mót. Ég hlakka til að hitta alla spunaspilarana, heyra sögur frá ólíkum hópum og kynnast nýjum spunaspilurum. Haustmótið var um margt skemmtilegt. Það var gott úrval spunaspila í boði, bæði ný og minna þekkt spunaspil í bland við eldri og þekktari. Margir af bestu stjórnendum landsins buðu leikmönnum upp á spennandi ævintýri og þeir leikmenn sem ég ræddi við voru almennt mjög ánægðir. Umgengni var til algjörar fyrirmyndar og það er bæði létt og löðurmannlegt verk að halda mót þegar allir leggjast á eitt að tryggja að það heppnist sem best.

Við gerðum þá breytingu þetta skiptið að borga stjórnendum fyrir að stjórna og fengu þeir inneignabréf í Nexus. Stór hluti mótsgjaldsins rann þannig beint til stjórnenda og Nexus styrkti þá mótið einnig með rausnarlegum hætti. Þau mót sem ég hef haldið hingað til höfum við borgað stjórnendum með því að bjóða þeim upp á pizzu og vona ég að þetta hafi lagst vel í stjórnendur.

Stelpur!

Það var gaman að sjá hve margar stelpur mættu á mótið. Svo skemmtilega vildi til að af sjö stelpum voru þrjár sem hétu Ásta! Ein stelpnanna, Arnfríður, mætti til að stjórna. Mig langar þó til að sjá enn meiri vöxt meðal kvenna á mótum og eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort það gæti lagst vel í hóp kvenkyns leikmanna að vera með sérstakt stelpumót. Hlutfall kvenkynsleikmanna er almennt hærra en hefur sýnt sig á mótum og ég held að þetta sé amk. tilraunarinnar virði. Auglýsi ég hér því eftir áhugasömum stelpum sem væru til í að taka að sér mótsstjórn. Ég er reiðubúinn að leggja mitt af mörkum og aðstoða eftir fremsta megni, sé þess óskað.

Nýliðar

Undanfarin mót hafa haft þann galla að þar eru ekki margir nýliðar, því miður. Á Haustmótið mætti einn nýliði, sem ég vona að hafi upplifað frábæra eldskírn, en magur vill meira. Kannski eru ekki nógu mörg borð þar sem boðið er upp á nýliðakennslu og kannski þarf að fara sömu leið og með stelpurnar, að vera með sérstakt nýliðamót. Það er eflaust ekki svo slæm hugmynd, að bjóða nýliðum að koma og spila hjá framúrskarandi stjórnendum. Ég ætla að skoða þetta betur og væri þakklátur að heyra skoðanir annarra á því.

Að lokum langar mig að þakka öllum þeim sem mættu, spiluðu eða stjórnuðu, og gerðu mótið skemmtilegt. Reynsla mín er sú, að það eru ekki ævintýrin, góð teningaköst eða kerfin sem slík, sem gera gott mót. Heldur er það stemningin og andinn á mótinu. Mér fannst frábær stemning og ljóst að allir mættu með góða skapið. Þá er ekki annað hægt en að skemmta sér.

Takk fyrir mig.

Flokkar

spilamót

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: