Skip to content

Að mæta á mót er góð skemmtun

Helgina 1. október blásum við spunaspilamóts í félagsmiðstöðinni Öskju í Safamýri. Þar verður hægt að finna fjölmörg frábær kerfi og ættu allir spunaspilarar að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um ræðir fantasíur, hrollvekjur eða vísindaskáldskap.

Það getur verið mjög gaman að mæta á mót og prófa ný spunaspil, kynnast öðrum spunaspilurum og stjórnendum. Á síðasta mót var þétt setið við öll borð og komust færri að sumum borðum en vildu. Úrval borð er síst síðra núna og bjóðum við upp á mun fleiri borð en á síðasta móti. Stjórnendurnir eru heldur ekki af verri endanum og er óhætt að lofa framúrskarandi góðri skemmtun. Spiluð verða tvö tímabil og hefst það fyrra kl. 13 en hið síðara kl. 21.

Stelpur líka velkomnar

Í gegnum tíðina hefur það loðað við spunaspil að vera heldur karllæg skemmtun en þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og bæði spunaspilaútgefendur og mótshaldarar hafa lagt ríkari áherslu á að fjölga stelpum í áhugamálinu. Sé gaumur gefinn að t.d. myndefni nýrra spunaspilabóka þá má t.d. sjá að myndefni spunaspilabóka hefur breyst frá því að sýna konur ýmist sem fórnarlömb eða fáklæddar hetjur (chain mail bikiní er víst ekki lengur selt jafn víða og áður), yfir í að konur eru nú jafn miklir gerendur, jafn eðlilegar í hlutverki hetjunnar, og karlmenn. Við viljum því hvetja stelpur til að taka fram teningana og mæta glaðvaskar á mót.

Kanntu ekkert en langar að prófa?

Það er í fínu lagi. Stjórnendur á mótum taka vel á móti nýliðum og eiga auðvelt með að kenna bæði á hin ólíku kerfi sem og hvernig spunaspil fara fram. Á mótum mæta þá einnig oft fjölmargir þrælvanir leikmenn sem geta leiðbeint og aðstoðað nýja leikmenn. Ef þig langar til að prófa spunaspil getur verið gráupplagt að mæta á mót.

Eina sem þú þarft er góða skapið!

Hvað er í boði?

Hægt er að sjá hér á síðunni hvaða borð standa til boða á hvoru tímabili fyrir sig. Þar geta spunaspilarar spilað fantasíur á borð við D&D, Pathfinder, 7th sea og Shadow of the Demon World, vísindaskáldsögukerfi á borð við Star Wars og The Sprawl eða hrollvekjur á borð við Call of Cthulhu og World of Darkness. Flestir spunaspilarar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og miðað við úrval stjórnenda þá megum við eiga von á frábæru móti.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Sjá fyrra tímabil.

Sjá síðara tímabil.

Flokkar

spilamót

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: