Skip to content

Kara-Tur

Í kjölfar velgengni Dragonlance heimsins virtist glæðast trú manna innan TSR að það væri hægt að bjóða spunaspilurum upp á eitthvað meira og annað en endalausar dýflissur og dreka. Árið 1985 skrifaði Gary Gygax bókina Oriental Adventures, ári síðar kom ævintýrið Swords of the Daimyo og síðar sama ár heimurinn Kara-Tur sem var byggður á miðaldamenningu Japans, Kína og Kóreu.

Gagnrýnendur tóku Oriental Adventures fagnandi, enda innihélt bókin ekki bara nýja klassa og race. Fyrir utan að vera fyrsta bókin sem fjallaði eingöngu um aðra heimsmynd en miðaldir Evrópu og hefðbundna fantasíuheima, þá innihélt hún nýja viðbót við AD&D sem átti eftir að hafa mikil áhrif, þ.e. non-weapon proficiencies. Þessi viðbót átti síðar eftir að verða tekin alfarið inn í kerfið í 2. útgáfu AD&D og þróaðist loks yfir í skills í 3. útgáfu.

Í bókinni var hins vegar kafli, sem David „Zeb“ Cook, skrifaði og gaf innsýn í þennan heim. Ári síðar kom áðurnefnt ævintýri út, skrifað af Zeb, en það skiptist í raun í tvennt. Annars vegar ítarleg lýsing á héraðinu Miyama og hins vegar þrjú ævintýri sem gerast þar. Það fyrsta fjallaði um hetjur sem ferðast frá hefðbundnu fantasíu settingi yfir til Miyama en seinni tvö gerast alfarið þar. Síðar sama ár er kassi fyrir heiminn gefinn út og innihélt hann tvær bækur með lýsingu á löndum, sögu og aukapersónu, sem og kort af svæðinu. Zeb var ekki höfundur kassans, heldur voru það Mike Pondsmith, Jay Batista, Rick Swan, John Nephew og Deborah Christian sem skrifuðu efnið.

Eins og gefur að skilja þá var Kara-Tur heimur þar sem ninjur, samuræjar og aðrar austurasískar hetjur riðu um héruð í leit að ævintýrum. Ævintýri þessa heims voru þannig um margt ólík því sem hafði áður birst spunaspilurum. Að hluta til var það tilkomið vegna þess munar sem var á hinum hefðbundna D&D heimi annars vegar hins vegar þeim austurasíska. Ævintýrin urðu þannig pólitískari en áður. Þá var einnig önnur viðbót í Oriental Adventures bók Gygax sem hafði áhrif á ævintýrin, þ.e. heiðurskerfið. Þannig gátu nú hetjur ýmislegt unnið til að auka hróður sinn sem og þurftu að gæta að vinna ekkert sem haft gæti neikvæð áhrif á heiður þeirra. Helstu ævintýrin að Swords undanskildu voru Blood of the Yakuza, Night of the Seven Swords og Mad Monkey vs. The Dragon Claw.

Upphafleg var Kara-Tur sérheimur en árið 1987 rann hann saman við Forgotten Realms. Reyndar var ætlunin að Kara-Tur væri hluti af Oerik en í Oriental Adventures kemur í raun ekkert fram sem tengir Kara-Tur við Greyhawk. Kara-Tur varð hins vegar órjúfanlegur hluti af Forgotten Realms, t.a.m. má finna kort af landsvæðinu í Forgotten Realms Atlasinum sem var gefinn út 1990.

Lítið hefur verið gefið út fyrir Kara-Tur síðan í 2. útgáfu af AD&D. WoTC endurútgáfu Oriental Adventures og uppfærðu fyrir 3. útgáfu en þar var miðað að öðrum heimi, þ.e. Rokugan sem á rætur sínar að rekja til Legend of the Five Rings. Í raun mætti segja að svipað hafi þannig farið fyrir Kara-Tur sem og öllum hinum framandi heimunum, þ.e. Al-Qadim, Maztica, Spelljammer og fleiri, þegar WoTC tók yfir TSR. Kara-Tur var ýtt út af borðinu og hefur heimurinn þannig ekki verið uppfærður þó öðru hvoru megi finna tilvísanir í efni sem gefið er út fyrir Forgotten Realms.

Flokkar

D&D

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: