Skip to content

Rýni: Dark Heresy 2. útgáfa

Eflaust þekkja margir spunaspilarar Warhammer 40k heiminn, ef ekki í gegnum herkænskuleikinn þá hugsanlega í gegnum tölvuleiki. Dark Heresy er spunaspil sem gerist í þessum heimi þar sem leikmenn geta tekið að sér að spila persónur sem tengjast með einum eða öðrum hætti Rannsóknarrétti Keisaraveldisins. Til eru tvær útgáfur af spilinu og í eldri útgáfunni stendur leikmönnum einnig til boða að spila allt frá Geimgönguliðum til Rogue Traders, svo lengi sem persónurnar eru meira eða minna mennskar. Fyrir nokkrum árum gaf Fantasy Flight út 2. útgáfu af Dark Heresy. 

Ég er mikill aðdáandi WH40k heimsins, mér finnst þessi dökka, gotneska framtíðarsýn skemmtileg og saga heimsins skemmtileg. Ég var því spenntur fyrir Dark Heresy á sínum tíma og spilaði það þó nokkuð. Fyrri útgáfan var þó langt frá því gallalaus og tóku bardagar til að mynda oft úr hófi mikinn tíma. Dark Heresy kerfið var þá byggt á Warhammer Fantasy Roleplaying game og innihélt að miklu leyti sömu mekaník. Það sem gerði hins vegar kerfið skemmtilegt var einmitt þessi dökka, gritty sýn, heimurinn var stórhættulegur og það þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum. Ég var því nokkuð spenntur að sjá að FFG hafði tekið kerfið til endurútgáfu og hlakkaði til að sjá hvort sú útgáfa myndi laga það sem mér fannst vera að fyrstu útgáfu.

Óhætt er að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Nýja útgáfan er í raun flóknari og um margt einstaklega gamaldags og illa útfærð. Kannski er það ágætur mælikvarði á gæði kerfi hversu oft stjórnandi þarf að kasta upp á einhverjum töflum og því miður er búið að flækja hlutina úr hófi fram!

Í persónusköpun er lagt upp með að kerfið sé eiginlega classless. Ekkert nema gott um það að segja, ef það byði ekki upp á svona hræðilega min-möxun. Gallinn við þessa útfærslu er að mínu mati sá að uppsetning og kaup á talents og advances gerir það að verkum að þér er þröngvað í eitt hlutverk (So much for classless system). Þá þurfa persónur núna að kasta upp á Influence til að geta keypt eitthvað. Sama hvað. Þarftu að kaupa byssu, brynju, mat, far milli sólkerfa og sjö aðra hluti? Já, þá eru það 11 köst, takk fyrir mig. Og fyrir acolytes þýðir það að þú fékkst fæst af þessu.

Í fyrstu útgáfu voru acolytes mjög veikir en það var auðvelt að stilla ævintýrum upp þannig að þeir áttu séns, það voru bæði til skrímsli og andstæðingar sem acolytes réðu við. Í þessari nýju útgáfu eru hlutirnir orðnir umtalsvert hættulegri og jafnvel ævintýrið sem fylgir bókinni er ekki bara hættulegt heldur um margt bara hreinlega ósanngjarnt. Svona til að spoila sem minnstu, þá fannst mér nóg að acolytes var att gegn djöfli með 14 í damage reduction.

Ég verð þó að viðurkenna að ég hef ekki spilað þetta kerfi, en ég hugsa að ég myndi ekki snerta það með 10 feta langri spýtu. Því þessi útfærsla af Dark Heresy er að mínu mati í besta falli slæm en ég held að best sé að kalla hana sínu rétta nafni: DRASL! Vissulega stórt tekið til orða en ég mæli frekar með því að fyrsta útgáfa sé notuð. Þó má segja þessari útgáfu til hróss (svo við endum á jákvæðum nótum) er að bókin er mjög flott og mikið lagt í að gera hana aðlaðandi með frábærum myndum og umbroti.

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: