Skip to content

Rýni: Beyond the Mountains of Madness – CoC campaign

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi H.P. Lovecrafts og Call of Cthulhu spunaspilsins. Útgáfan Chaosium hefur í gegnum tíðina gefið út mörg ágæt ævintýri og campaign fyrir þetta skemmtilega hollvekjuspunaspil, m.a. Horror on the Orient Express. Eitt allra stærsta campaign þeirra er Beyond the Mountains of Madness og er byggt á einni allra lengstu sögu Lovecrafts, Við hugarfársins fjöll. Campaignið er gríðarlega metnaðarfullt og er ekki á færi byrjenda, svo ekki sé dýpra í árina tekið. 

Sagan gerist 1933, nokkrum árum eftir Dyer-Lake leiðangurinn, og hefst í New York. Landkönnuðurinn James Starkweather og William Moore, prófessor í jarðfræði, setja saman leiðangur sem er ætlað að ná þeim markmiðum sem fyrri leiðangurinn náði ekki. Rannsakendunum er boðið að slást í lið með leiðangrinum og ferðast til Suðurheimsskautsins. Þá er einnig leiðangur á vegum milljónamæringsins Acacia Lexington á leið þangað sem og leiðangur á vegum Þjóðverja. Óhætt er að segja að ýmislegt sérkennilegt, framandi og hræðilegt verði á vegi persónanna og líklega munu fæstar þeirra snúa aftur, að minnsta kosti ekki í heilu lagi.

Campaignið er gríðarlega langt og alls ekki auðvelt, hvorki fyrir leikmenn eða stjórnendur. Það getur tekið mjög á leikmenn að fara í gegnum vandlega í gegnum lista yfir það sem leiðangurinn þarf að taka með sér, gæta að því að allt sé komið um borð og fara reglulega yfir birgðir. Stjórnandi þarf að vera afar skipulagður og leikmenn líka, því mýmargar úthendur og ofgnótt upplýsinga getur orðið yfirþyrmandi. Upphafskaflarnir færast þannig áfram á hraða snigilsins en eftir því sem leiðangurinn kemst nær Hugarfársins fjöllum og uppgötvar hryllinginn þar, því meira spennandi verður sagan.

Það er óhugsandi að stjórna þessu ævintýri án þess að þekkja nóvellu Lovecrafts, Við hugarfársins fjöll. Í sögunni segir einn leiðangursmanna frá atburðunum sem hentu Dyer-Lake leiðangurinn og er frásögninni ætlað að sannfæra Starkweather-Moore leiðangurinn til að halda ekki suður á bóginn. Ég hef rekist á fá ævintýri frá Chaosium sem eru jafn rækilega samofin sögum Lovecrafts og þetta ævintýri og án þess að þekkja söguna held ég að upplifun bæði stjórnenda og leikmanna verði alltaf skert.

Handan við hugarfársins fjöll er gríðarlega metnaðarfullt campaign en að sama skapi líklega með því besta sem Chaosium hefur gefið út. Ég hef stjórnað því einu sinni og það var svo margt sem ég uppgötvaði að ég hefði getað gert betur eða útfært með öðrum hætti. Þannig mætti segja að eini galli campaignsins sé skortur á leiðbeiningum til stjórnenda. Sagan er mjög góð og upplýsingarnar í bókinni ættu að vera meira en nóg fyrir hvaða stjórnanda sem er. Sú vinna sem lögð er í að teikna upp skip, andstæðinga, aukapersónur eða skýra út útbúnað skilar sér í að auðvelt er að koma tilfinningunni sem það hlýtur að hafa fylgt því að fara á heimskautið á þessum tíma til leikmanna.

Þetta er þó hvorki fyrir óvana stjórnendur eða óvana leikmenn. Það kallar á mikla skipulagningu af hálfu stjórnanda, þolinmæði og tryggð af hálfu leikmanna og hópurinn þarf í heild að vera reiðubúinn að fórna miklum tíma í söguna. Eftir á að hyggja tel ég að ef einhvern tíma er nauðsynlegt að leikmenn haldi spiladagbækur þá er það í þessu campaigni. Og ekki bara leikmenn, heldur líka stjórnandi, því það er svo margt, svo mörg smáatriði, sem geta gert leiðangurinn enn erfiðari og jafnvel lífshættulegan og mikilvægt í jafn langri sögu og hér er um að ræða að punkta niður hjá sér allt.

Ef þú ert reiðubúin í þessa skuldbindingu, þá er þetta líklega besta CoC campaign, ef ekki besta spunaspilacampaign, sem þú átt nokkurn tíma eftir að spila.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: