Skip to content

Dragonlance

Heimurinn Dragonlance er líklega með vinsælustu heimum D&D en eflaust kannast flestir spunaspilarar við skáldsögu Tracy Hickman og Margaret Wise, Chronicles. Heimurinn var upphaflega útbúinn af Tracy og Laura Hickman, þau hin sömu og skrifuðu upphaflega Ravenloft ævintýrið. Dragonlance hefur alla tíð notið mikilla vinsælda og þá sérstaklega þær skáldsögur sem gerast í þeim heimi.

Í byrjun 9. áratugarins var TSR smátt og smátt að uppgötva að sú þunga áhersla sem hvílt hafði á dýflissum í útgefnum ævintýrum var að missa hylli leikmanna og stjórnenda. Tracy Hickman var því ráðinn og á leið þeirra Laura frá Utah til Wisconsin, ræddu þau saman og lögðu grunninn að Dragonlance, þ.e. heimi þar sem drekar væru fyrirferðamiklir og ráðandi afl. Hickman fékk það verkefni að skrifa 12 ævintýri byggð á þessum hugmyndum og hann fékk til liðs við sig fleiri starfsmenn TSR, aðila á borð við Doug Niles, Larry Elmore, Jeff Grubb og Roger Moore, svo einhverjir séu nefndir. Hickmann og hópur hans lagði það til við TSR að útbúið yrði heilsteypt skáldsaga í kringum þessi ævintýri og þrátt fyrir andstöðu innan TSR gaf fyrirtækið eftir. Tracy var einn af verkefnastjórum Project Overlord, sem var vinnuheiti þess sem síðar varð að Dragonlance sögunni.

Dragonlance gerist á plánetunni Krynn, hvar sem tímatalinu er skipt upp í 5 aldir. Þegar Chronicles hefst þá er langt liðið á 4. öld. Þá eru hvergi nokkrir prestar sem tilbiðja hinna sönnu guði og hvergi divine galdrar, þal. engir lækningagaldrar eða nokkuð slíkt. Íbúar Krynn telja að guðirnir hafi yfirgefið heiminn í kjölfar Harðindanna (Cataclysm). Galdrar tengjast gangi þriggja tungla sem ganga um plánetuna og drekar hafa ekki sést svo áratugum skiptir og eru af flestum taldir vera lítið annað en goðsögur.

Dragons of Despair er fyrsta ævintýrið sem kom út í þessari seríu, en Dragons-ævintýrin urðu í heildina 16 talsins. Skáldsagan Dragons of Autumn Twilight kom út sama ár (1984) og var báðum bókum vel tekið. Dragons of Despair kynnti þannig fyrir leikmönnum og stjórnendum svolítið öðruvísi sögu, sem fól í sér bæði uppskrúfaðri texta sem og annars konar ævintýraleið en áður, þe. textinn var ljóðrænni og ævintýrið fól í sér svo miklu dýpri sögu en bara illmenni í kastala eða skrímsli í dýflissu. Þannig urðu tengslin við fantasíur á borð við Hringadróttinsögu enn áþreifanlegri en áður. Dragons of Despair er enn þann dag í dag að birtast á mörgum listum yfir bestu D&D ævintýri allra tíma. Þá var einnig gerð teiknimynd eftir Dragons of Autumn Twilight sem má sjá hér að neðan.

Margar persónur þessara sagna urðu þannig ódauðlegar og eftirminnilegar, bæði í meðförum Weis og Hickman í skáldsögum og eins í teikningum Elmore, Jeff Easley og Clyde Caldwell. Eflaust hugsa margir eldri spunaspilarar með hlýhug til Sturm Brightblades, Tanis Half-Elven, Tasselhoffs, Flints, Caramons og Raistlins. Sá galli fylgir hins vegar heimum þar sem jafn sterkar sögur og ævintýri eru fyrir, að oft er lítið pláss fyrir nýjar eða aðrar hetjur. Chronicles var mjög ráðandi í Dragonlance, sérstaklega fyrir þá sem vildu spila á 4. öldinni, þegar þeir atburðir sem segir frá í sögunum gerast.  TSR gaf hins vegar út fleiri ævintýri en Dragons seríuna fyrir Dragonlance sem mörg hver voru góð, t.d. Wild Elves og Dragonlance Adventure þríleikurinn.

Um miðbik 10. áratugarins ákvað TSR að gefa út nýtt kerfi fyrir næstu öld í Dragonlance, SAGA system, sem gerist á 5. öld og um 30 árum eftir seinni Harðindin. Miklar breytingar voru gerðar á heiminum og þó að gagnrýnendur hafi almennt verið hrifnir af kerfinu þá féllu breytingarnar í grýttan jarðveg meðal leikmanna og aðdáenda Dragonlance. Saga kerfið studdist ekki við tenginga heldur spilastokka og var þannig nokkuð mikil breyting frá því sem áður var, t.a.m. innihélt galdrakerfið ekki neina sérstaka galdra heldur fól leikmönnum að lýsa göldrunum og leikstjórnanda að skera úr um hversu vel til tókst. Saga kerfið náði ekki miklu flugi og var ýtt út af borðinu af WoTC þegar þeir tóku TSR yfir.

Útgáfufyrirtækið Sovereign Press (ásamt Margaret Weis) fékk leyfi hjá WoTC til að gefa út Dragonlance fyrir 3. útgáfu D&D. Þá voru Classics, eða svo voru öll Dragons ævintýrin kölluð, endurútgefin sem og 5. öld uppfærð og gerð almennilega og betur skil en í Saga kerfinu. Eins gaf Sovereign Press út ævintýra þríleikinn Key of Destiny og gerist eftir War of Souls á 5. öld, sem fékk ágætar viðtökur og dóma, þá einkum að sú saga gerist ekki í skugga Heores of the Lance.

Dragonlance er í raun frekar Tolkienískur fantasíuheimur en um margt afar skemmtilegur og fyrir löngu skipað sér sess sem einn vinsælasti D&D heimurinn ásamt Forgotten Realms. Dragonlance á sér auk þess gríðarlega marga aðdáendur, sem eflaust bíða spenntir eftir því að sjá hvort WoTC muni gefa út efni fyrir 5. útgáfu eða eftirláta öðrum það.

Flokkar

D&D

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: