Skip to content

Mystara

Mystara er einn af elstu heimunum í D&D, álíka gamall og Greyhawk, en við fjölluðum um þann heim fyrir ekki svo löngu. Hann kom fyrst fram í ævintýrinu Isle of Dread, sem gefið var út árið 1981, og kom nokkuð mikið af efni út fyrir heiminn á 9. áratuginum og framan af þeim tíunda. Upphaflega kallaðist Mystara The Known World og er yfirleitt talinn af þeim D&D heimum sem til er vera hvað líkastur Miðgarði Tolkiens. 

Mystara var fjölbreyttur heimu að mörgu leyti. Landfræðilega skiptist hann í þrjár heimsálfur, Brun, Skothar og Davanía, auk eyjaálfunnar Alphatia. Þar mátti finna alla hefðbundna kynþætti D&D og áttu t.a.m. álfar heima í Alfheim, dvergar í Rockhome og halflings í Five Shires. Auk þess var einnig hægt að komast ofan í jörðina, þar sem var einnig búið, en þar var eins konar hliðarveröld sem var kölluð Hollow World. Ástæða þessa var sú að plánetan Mystara var hol að innan og var Hollow World lýst upp með rauðri sól sem var í miðju plánetunnar. Hægt var að fara á milli þessa tveggja landsvæða í gegnum pólsvæðin, en þar voru risastórar holur sem tengdu saman heimana. Yfir plánetunni svifu síðan tvö tungl, á öðru þeirra, Pandius, bjuggu Immortals, sem voru eins konar guðir Mystara, hins vegar var það Matera, sem líktist tungli Jarðar og stjórnaði m.a. hamskiptingum og sjávarföllum.

pic528339Nokkuð mikið af efni var gefið út fyrir Mystara síðara hluta 9. áratugarins og fram á þann 10. Höfundar á borð við David Cook, Ed Greenwood, Jeff Grubb, Carl Sargent og Douglas Niles lögðu allir til efni sem var ýmist skrifað með Mystara í huga eða lagað að þeim heimi. Þekktust eru hin svokölluðu Dungeons & Dragons Gazetteer, þar sem fjallað var um hvert svæði heimsins fyrir sig, sem og Savage Coast. Á þessum tíma var Advanced útgáfan enn ekki komin út.

Upphaflega kom Savage Coast út í kassa og merkt Red Steel, en þar var svæðið kynnt sem og hin undarlega bölvun sem hvíldi á því, Rauða bölvunin. Savage Coast var í raun nokkuð frumleg útfærsla, því þarna voru byssur fyrst kynntar til sögunnar sem vopn og líktist sögusviðið mun frekar Pirates of the Caribean mynd en hinum tolkíeníska heimi Mystara. Savage Coast var þó endurútgefið fyrir AD&D og naut nokkurra vinsælda.

Þegar D&D var uppfært í AD&D hélt útgáfan áfram. Karameikos kassinn innihélt upplýsingar um konungsríki Stefans Karameikos og viðbótin Glantri, Kingdom of Magic og ævintýrin Hail the Heroes og Night of the Vampire fylgdu í kjölfarið. TSR fór nokkuð nýstárlega leið við útgáfu þessa efnis því geisladiskar fylgdu með kössunum og á þeim mátti finna m.a. leiklestur á því efni sem stjórnandi hefði annars lesið, t.d. það sem aukapersónur segja við hetjurnar, bakgrunnshljóð o.s.frv. Þetta var áhugaverð tilraun og sýndi að TSR var tilbúið að gera tilraunir með form ævintýra og efnis fyrir spunaspil, jafnvel meira svo en WoTC hefur gert hingað til. Gallinn við þetta var hins vegar sá, að það var erfitt að spila í gegnum ævintýrin án þess að nota diskanna, því margt af því sem fram kom þar var ekki að finna í textum bókanna.

Þá var einnig gefið út eitthvað af skáldsögum sem byggðu á þessum heimi. Ekki er hægt að segja að nokkur þeirra hafi náð álíka vinsældum og sögurnar sem tengjast Dragonlance eða Forgotten Realms. Hins vegar er gaman að benda á þríleikinn Dragonlord, sem er eftir Thorarinn Gunnarsson. Sá höfundur hélt því lengi vel fram að hann væri af íslensku bergi brotinn en viðurkenndi síðar að það hefði ekki verið satt, en hægt er að lesa meira um þennan áhugaverða höfund hér.

Eftir að WoTC taka yfir TSR er hætt að gefa út efni fyrir Mystara. Það var stefna Wizards að fækka heimum og reyna frekar að viðhalda þeim sem gengu vel og voru hvað vinsælastir. Hins vegar hafa aðdáendur Mystara haldið heiminum á lofti víða á internetinu, m.a. á síðunni pandius.com.

Að lokum má geta þess að gömlu D&D spilakassaleikirnir gerðust einmitt í Mystara, þ.e. Tower of Doom og Shadow over Mystara. Ef minni mitt bregst mér ekki, þá var hægt að spila seinni leikinn á sínum tíma í spilakassasalnum sem var í Kringlunni.

Flokkar

D&D

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: