Skip to content

Í upphafi skal endinn skoða…

Það líður að því að ég geti haldið upp á kvartaldar afmæli ferils míns sem spunameistari og er því við hæfi að líta um öxl. Í gegnum tíðina hef ég kynnst ýmslum aðferðum margra mjög færra stjórnenda sem ég hef reynt að tileikna mér til að verða betri stjórnandi og mig langar að deila þeirri litlu visku sem ég hef safnað í röð greina hér á Spunaspil til þess að láta gott af mér leiða. Ég vona að ég nái kannski auka ánægju spilara sem og annara stjórnenda af þessu áhugamáli okkar með þessum heilræðum en þau verða ekki í neinni sérstakri röð heldur einungis það sem mér dettur í hug hverju sinni og langar að deila með ykkur.

Gegnum tíðina hafa vitrir menn ekki geta haldið kjafti yfir því að gott sé að horfa fram á veginn og skoða áfangastað áður en haldið er í langferð. Ég hef reynt að temja mér það að vita nokkurn veginn hvert ég vil að ævintýri eða sagnabálkur leiði áður en ég ákveð endanlega hvernig sögunni skal háttað.

Eftir að ég fæ hugmynd að byrjun, oft einhvers konar dularfullir atburðir, reyni ég að ímynda mér hvert þeir myndu leiða ef að hetjurnar kæmu þar ekkert að máli, já eða ef að þeir ná að klúðra sínum málum það svakalega að þeir hafi lítil sem enginn áhrif á framvindu sögunar. Þegar þar er komið við sögu get ég farið að vinna mig aftur á bak með hvar mikilvægir vendipunktar geti verið í sögunni og hvert þeir geta þá leitt sé sett á þá pressa.

Eftir að þær upplýsingar liggja fyrir getur maður unnið sig til baka að byrjun, fleiri endar bætast við þegar þú sérð hvar breytingar á sögunni geta orðið og þú endar með sæmilega vel stætt tré sem tegir sig frá rótum byrjunarinnar upp að fjölmörgum endum sem kvíslast í sundur við hverja mikilvæga ákvörðun. Þessi uppbygging getur líka hjálpað til við að setja inn NPC´s og/eða mikilvæga hluti eða galdra á réttan stað því að þú veist hvenær spilararnir þurfa á þessu að halda.

Dæmi:

Ég fæ hugmynd af ævintýri sem snýst um vofveiflega atburði við vegavinnu snemma á öldinni á Snæfellsnesi. Íbúar hafa hagað sér skringilega og fara spilarar í hlutverk sendiboða fótgeta og kirkjunnar sem sendir eru til að komast að því hvað varð af sóknarprestinum undir Jökli. Byrjunin er frekar sterk, spilarar vita strax hvernig persónur þeim ber að skapa og hvað þeim ber að rannsaka.

Ég horfi fram á enda sögunnar og veit að ástæða atburðanna er að hópur af ómennskum geimverum sem sofið hafa í jöklinum í milljónir ára en hafa vaknað við læti í Vegagerðinni og hafa yfirtekið eitthvað af bæjarbúum með því að klæða sig í hold þeirra. Þær hafa sofið djúpt í jöklinum með hjálp skrítinnar tækni sinnar sem og hræðilegra varðskepna sem mögulega bera ábyrgð á sögum um leiðir að miðju Jarðar sem og aðrar skrítnar sögur sem tengjast jöklinum.  

En hvernig er hægt að stöðva geimverurnar? Á endanum þurfa spilarar að reyna að sigrast á bækistöð geimveranna í jöklinum áður en að þeir vekja eða kalla á fleiri sinnar tegundar. Ég set kort af stöð geimveranna á listann minn og hripa einning hjá mér hugmynd af eiginleikum sem ég vil að geimverurnar búi yfir. En hvernig er aðkoman að stöðinni? Ég held að það væri flott að spilarar þurfi að láta sig síga niður í jökulsprungu sem geimverurnar eru vanar að fljúga upp úr á skrítnu skordýravængjunum sínum. Í sprungunni er varðskepna geimveranna í líki gríðarstórrar amöbu sem heldur sig þó yfirleitt alveg á botninum til að forðast sólarljós og spilarar gætu mögulega alveg sloppið við ef að þeir fara varlega, ég skelli henni á listann og held áfram.

Þegar að eyðileggingu stöðvarinnar er komið þá hefst vandamálið því það krefst mikils sprengikrafts að fella saman jökulsprungur svona djúpt í jöklinum. Þá dettur mér í hug að spilara gætu notað dýnamít frá vegagerðinni, sem er einnig góður staður til að verða sér út um reipi og annað til að klifra niður í sprunguna, og þannig lagt stöðina í rúst svo ég skapa persónur sem tengjast vinnusvæði Vegagerðarinnar. Ég skrifa hjá mér að ég þurfi að finna til kort af vegavinnusvæðinu, myndir af verkstjóranum sem og nöfn á nokkra vinnumenn.

En hvernig komast þeir á snoðir um stöðina? Mjög líklegt er að það sé við að elta einhverja geimveru sem fer þangað úr bænum og klæðir sig úr holdi einhvers merkismanns í bænum, hvort sem það er læknir eða bæjarfógeti. Sá sem kemur spilurum á þá slóð er sennilega bæjarróninn sem er tilfallinn til þess að leka þessum upplýsingum í spilarana þar sem hann er oft á ferð á öllum stundum og er sennilega talinn nógu ótrúverðugur af heimamönnum til að vera einhver hætta við plan geimveranna. Einnig er auðvelt að gera hann illskiljanlegan og því gott tvíeggja sverð í höndum spilara, framtakslaus og gagnslaus til að leysa máið sjálfur en samt með næga sómakennd til að vilja hjálpa. Ég skrái hjá mér þessar persónur svo ég geti unnið betur í þeim og blásið í þær lífi.

Einnig þarf ég að koma á hreint hvað varð um sóknarprestinn sem og negla niður nákvæmlega hvaða bæjarbúar eru kjötbrúður fyrir hræðilegar verur utan úr geimnum og hvað þær eru tilbúnar að gera til að halda þessu öllu saman leyndu. Eftir smá vinnu stend ég uppi með tilbúið ævintýri og er undir það búinn að leiða spilarana í gegnum þessa hættuför. Það er mikið auðveldara þegar maður veit hvert maður er að stefna alveg frá upphafi.

Auðvitað eru mörg fleiri skref en með smá fyrirhyggju er hægt að skrifa svona sögu algerlega aftur á bak þegar maður veit hvar hún byrjar og endar, sagan skrifar sig nokkurn veginn sjálf og auðveldara er að sjá fyrir hegðun spilara og möguleg vandræði eða árekstra. Þessi aðferð ætti að hjálpa nýliðum sem og lengra komnum spunameisturum og vil ég bara hvetja menn við að vera duglegir að líta fram á veginn í ævintýragerð sinni með þessum hætti. Ég vona að þessi pistill komi einhverjum að gagni og vil endilega heyra álit lesenda spunaspil.com hér fyrir neðan.

Auglýsingar

Helgi Már Friðgeirsson Skoða allt

The author has slaved away at storytelling games since the last Ice Age. Ancient monolith´s are adorned with carvings detailing his early campaigns and most of his later work is kept hidden for the safety of all mankind...

You can tap into some of his arcane power at https://www.fiverr.com/helgimar1980/help-you-be-a-better-role-playing-game-master

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: