Skip to content

Að loknu móti

Í gær fór fram fyrsta spunaspilamótið sem haldið hefur verið í einhver þrjú eða fjögur ár. Mætingin var framúrskarandi góð, í það heila skráðu sig 15 stjórnendur til leiks og yfir 40 leikmenn. Í boði voru fjölmörg kerfi, allt frá Aski Yggdrasils til Star Wars og er ekki að hægt að segja að eitt kerfi hafi verið ríkjandi á mótinu. Almennt var umgengni og hegðun leikmanna til fyrirmyndar og góð stemning í hópnum. 

Mótið gekk heilt yfir mjög vel. Við þurftum þegar allt kom til alls að fella niður tvö borð af sextán, og sem betur fer bæði tvö áður en mótið hófst. Því kom ekki til þess að kalla til varastjórnanda. Langflest borð voru full og gott betur en það. Margir stjórnendur voru með fleiri leikmenn en gengur og gerist, jafnvel sjö leikmenn, sem sýnir það helst hve heppin við erum með stjórnendur hérlendis. Það nefndu það einmitt þó nokkrir leikmenn við mig á mótinu, að þeir hefðu verið til í að spila á hvaða borði sem var, þar sem allar lýsingarnar og stjórnendur virkuðu vel á þá. Fyrra tímabil var meira að segja svo stappfullt að undirritaður komst hvergi að!

Ég verð þó að viðurkenna að ég saknaði þess að sjá fleiri stelpur á mótinu. Við nutum þess að hafa 3 frábæra kvenkyns leikmenn á mótinu, sem var einkar gaman, en við höfum oft séð fleiri. Sérstaklega hefði verið gaman að sjá kvenkyns stjórnanda, ég veit um þó nokkrar stelpur sem eru góðir stjórnendur. Við þurfum kannski að hnippa í viðkomandi aðila fyrir næsta mót og hvetja þær áfram, bæði við sem stóðum í mótsstjórninni sem og spunaspilasamfélagið í heild.

Það verður ekki haldið mót nema með aðkomu margra. Ég er afar þakklátur öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. Stjórnendur stóðu sig frábærlega og ég heyrði ekki einn leikmann kvarta yfir stjórnanda eða ævintýri og það er í raun alveg stórmerkilegt. Stundum hættir manni sem leikmanni að vera gagnrýninn og vilja meira, en ég held að ég geti fullyrt að ánægja leikmanna hafi almennt verið mjög mikil. Mig langar þá sérstaklega til að nefna Óskar Frey, aðstoð hans var ómetanleg við hússtjórn og sjoppuvakt. Án aðkomu Óskars hefðum við lent erfiðari málum með húsnæði. Að lokum vil ég þakka leikmönnum fyrir góða umgengni og hjálp við frágang.

Mér finnst eins og spunaspil séu í sókn hérlendis. Mig langar því til að hvetja alla þá sem mættu á mótið til að nýta tækifærið og segja fólkinu í kringum sig frá ævintýrunum sem við tókum þátt í, segja öðrum spunaspilurum frá því að það er gaman að mæta á mót, prófa að spila eitthvað sem maður hefur ekki spilað áður og með leikmönnum sem maður þekkir ekki. Það er nefnilega önnur upplifun en að vera með hópnum heima. Mig langar sérstaklega til að hvetja spunaspilara til að styðja við nýliðun, bjóða nýja spilara velkomna og hræðast ekki leikmenn af betra kyninu. Þannig að næsta mót sem við höldum verður enn stærra.

Takk fyrir mig,
Þorsteinn Mar

Flokkar

spilamót

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

4 thoughts on “Að loknu móti Færðu inn athugasemd

  1. Algjör snilld. Það heppnaðist betur en ég þorði að vona að stýra 7 manna hóp. Mér hefur fundist 3-4 manna hópar vera bestir. En menn voru í stuði og við héldum bardögum í lágmarki. Svo var einstaklega gaman að spila CoC, þar sem spilarar fóru á kostum í hlutverkum sínum. Hefði viljað eiga upptöku af því sessioni.

    Líkar við

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: