Skip to content

Nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga þegar maður mætir á spilamót

Fyrir þá leikmenn sem aldrei hafa mætt á mót er gott að renna yfir þennan einfalda lista og leggja hann vel á minnið. Þetta eru nokkuð algildar reglur eða viðmið um hvernig best sé að haga sér á spilamótum og allir þeir sem geta fylgt þeim eru velkomnir. Þú getur skráð þig á mótið með því að smella hér.

Þið hin hins vegar…

– Ekki slefa á character sheet þeirra sem spila á sama borði og þú.
Það er reyndar ekki vel liðið heldur að slefa á sheet þeirra sem spila á öðrum borðum.

– Ekki glápa!
Ekki láta eins og maður hafi aldrei séð kvenmann áður. Já, stelpur spila líka spunaspil. Já, sumar þeirra eru með sítt hár. So what? Þær eru líka leikmenn, eins og þú.

– Ekki borða rúgbrauð eða annan gaslosandi mat fyrir spilun eða á meðan spilun stendur.
Guð minn góður, ég hef lent á borði með einstaklingi sem rak við allann helv… tímann og ég var að verða geðveikur.

– Ekki grýta teningum í meðspilara þína eða DM þegar eitthvað mistekst hjá þér.
Þarfnast þetta útskýringar?

– Ekki spila persónu sem er sífellt að bjóða hinum persónunum að sofa hjá henni/honum.
Prinsip mál. Ekki gera hlutina vandræðalega.

– Ekki spila kynsvelta persónu.
Enn og aftur, ég hef lent í grúppu á móti þar sem einn spilarinn, sem var frekar ógeðfelldur, spilaði frekar ógeðfelldan kynsveltan munk… ég ætla ekki að fara neitt nánar út þær umræður sem voru á borðinu á meðan hann hvarf á klósett eða út í sjoppu.

– Ekki tala við teningana þína.
Slíkt skilar engu, þú lítur bara heimskulega út.

– Ekki mæta eins og þú hafir sofið í rotþró undanfarnar vikur!
Sturtubað, hrein föt og jafnvel smávegis undir hendur fleytir manni ótrúlega langt. Sérstaklega þar sem það verða einnig stelpur að spila.

– Ekki reyna múta neinum.
Að múta stjórnanda er frekar lame, að múta samspilara er enn meira lame. Að reyna múta teningunum sínum… sjá hér að ofan.

– Ekki fara gráta ef persónan þín deyr.
Einhverra hluta vegna virðast sumir taka það mjög nærri sér þegar persónur þeirra deyja. Ef þú hefur þörf fyrir að grenja yfir því, farðu út eða inn á klósett og taktu það út þar.

– Ekki borða character sheetið þitt.
Það er fátt jafn ömurlega glatað og einstaklingar sem eru sífellt að narta í character sheetið sitt, eða éta það í heilu lagi vegna þess að persónan dó eða gerði einhver heimskupör.

– ALLS EKKI, ekki undir neinum kringumstæðum, mæta á mót ef þú hefur ekki stjórn á hægðum þínum eða þvagláti.
Það vill enginn sitja við hliðina á manni sem skítur í sig eða mígur á sig af spenningi. Sorry, en þannig er það bara!

Flokkar

spilamót

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: