Skip to content

Ævintýrakrækjur: Panama skjölin

Það getur stundum verið skemmtilegt að nýta viðburði líðandi stundar sem efni í ævintýri. Sumir atburði geta orðið að einnar spilunar skemmtun á meðan aðrir geta umbreyst í campaign sem tekur mörg á að spila. Panama skjölin hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og bjóða upp á ótrúlega margar nálganir sem spunaspilaævintýri. Hér eru nokkrar hugmyndir. 

Candlekeep lekinn – D&D
Candlekeep er þekkt sem eitt allra stærsta og besta bókasafnið í Faerun. Fjölmargir hafa fengið munkum safnsins hin ýmsu skjalasöfn og hafa þeir í gegnum tíðina þannig bæði geymt öflugar og illræmdar galdraskruddur en einnig ýmis önnur viðkvæm skjöl og bókrullur með upplýsingum sem betra væri að litu ekki dagsins ljós. Nýverið komst þó ungur bard yfir skjalasafn eitt og læddist með það út úr safninu, munkunum til mikillar armæðu. Skjölin geyma nöfn margra meðlima Zhentarim sem og heimilisföng þeirra og upplýsingar um hvar fjársjóði þeirra má finna. Bardinn hefur boðið þessi skjöl til sölu í Waterdeep og ætlar sér að selja þau hæstbjóðanda.

Panamanomicon – CoC
Rannsakendurnir komast á snoðir um skelfilega galdraskuddu sem illræmdur sértrúarsöfnuður ríkmenna og aðalsfólks, Cult of the Progressive Mind, hefur notað til að komast í samband við hina ævafornu. Rannsakendurnir þurfa að stöðva söfnuðinn áður en þeim tekst að særa fram Sig’Mnd-D’vid, afar forna óvætt. Rannsakendurnir þurfa að ferðast vítt og breitt um heiminn til að komast að rótum safnaðarins, allt frá Lúxemburg til Seychelles- og Tortóla-eyja.

Cult of the Golden Dawn – Warhammer Fantasy
Eitthvað undarlegt er á seyði í Talabheim! Undanfarið hefur söfnuður hinnar gylltu dögunar gert sig gildandi meðal borgarbúa en enginn veit hverjir eru leiðtogar safnaðarins. Safnaðarmeðlimir þurfa þó að greiða tíund og ríflega það en lítið er vitað hvað verður um það fé. Skattheimtumenn borgarinnar virðast ekki geta leitt slóð féssins. Æðstu prestar Sigmar reglunnar eru að sama skapi uggandi yfir þessum sérstaka söfnuði og bjóða fé fyrir upplýsingar um hverjir leiðtogar safnaðarins séu og hvað vaki fyrir þeim.

Sey’Chel-is fjársjóðurinn – Star Wars
Á ferð sinni um ytri mörkin rekast persónur leikmanna á plánetu sem er á engum stjörnukortum. Þar tekur á móti þeim furðulega þróað samfélag sérkennilegra geimvera og leiðtogi þeirra gerir ráð fyrir að persónurnar séu komnar sem sendiherrar keisaraveldisins að endurheimta fjársjóði sem voru faldir á plánetunni. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að einn grand-moffanna, Grand Moff Biarne Eingyey, fól leiðtogum þessa samfélags að geyma fjársjóðinn þar til hann eða einhver á hans vegum sneri aftur til að sækja féð. Gallinn er bara sá, að hvergi finnst þessi Grand Moff á nokkurri skrá á Holonetinu.

Fonseca Corporation – Shadowrun
Þegar innbrot í skjalasafn Fonseca Corp., lítt þekkst fyrirtækist í fjármálageiranum, uppgötvast verður uppi fótur og fit í fyrirtækinu. Ljóst er að gríðarlega viðkvæmum upplýsingum hefur verið stolið. Yfirmenn Fonseca vilja þó ekki að innbrotið spyrjist út og fá því skuggahlaupara til að rannsaka málið og tryggja að upplýsingarnar komist ekki á kreik. Þegar skuggahlaupararnir sjá hvers eðlis upplýsingarnar eru, þurfa þeir að gera upp við sig hvort sé verðmætara að skila upplýsingunum aftur til Fonseca eða gera þær opinberar.

Flokkar

Spunaspil

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: