Skip to content

Rýni: Out of the Abyss

51LOlkLFtVL._SX258_BO1,204,203,200_Out of the Abyss er með sönnu stórt campaign. Um er að ræða fjórða stóra ævintýrið sem WoTC gefur út fyrir 5. útgáfu af D&D en ævintýrið er eftir höfunda WoTC undir ritstjórn Chris Perkins í samvinnu við Green Ronin útgáfuna. Hetjurnar þurfa að finna leiðir til að komast í hinu lífshættulega og grimma Underdark, þar sem eina reglan er Éttu eða vertu étinn! Sagan segir frá því hvernig helstu áraprinsar Dýpisins brjótast fram í Underdarkinu og þurfa hetjurnar að finna bæði leið upp á yfirborðið sem og koma í veg fyrir árarnir taki yfir heiminn. Sem er ekkert lítið verkefni, hvernig sem á það er litið.

Out of the Abyss er mega-campaign, rétt eins og fyrri þrjár ævintýrabækurnar, þ.e. Tyranny of Dragons bækurnar tvær, Hoard og Rise, og Princes of the Apocalypse. Þau ævintýri voru ef til vill meira í anda eldri útgáfna, þ.e. Tyranny of Dragons er dæmi um mjög sögudrifið ævintýri á meðan Princes of the Apocalypse er stórgott dæmi um bitið-og-barist dýflissurölt. Yfir Out of the Abyss svífur annar andi. Í raun er um risastóran sandkassa að ræða, hetjurnar hafa býsna frjálar hendur með hvert þær fara, hvernig þær haga sínum málum og gefast fjölmörg tækifæri til spuna, rannsókna, vinna aðra á sitt band sem og að berjast, rembast við að halda lífi og rata um hið endalausa völdunarhús myrkurs og óhugnaðar, þarna langt undir yfirborði Faerun.

Það leikur hins vegar enginn vafi á að þetta er ekki auðvelt ævintýri. Hvorki fyrir leikmenn né stjórnendur. Ég tel að þetta sé þannig aðeins fyrir vana stjórnendur og kallar ævintýrið á mikla skipulagningu, bæði vegna þess umhverfis sem Underdarkið er sem og fjölda aukapersóna og ýmissa annarra þátta sem spila inn í söguna. Fyrir leikmenn sem hafa aldrei spilað ævintýri þarna neðanjarðar getur orðið mikil áskorun að þurfa að halda utan um fjölda vatnsskammta, muna hverju var logið að hverjum og viðhalda góðum samböndum ásamt því að takast við ára, djöfla og hinar ólíku neðanjarðaróvættir.

Helstu kostir þessa campaigns eru fyrst og fremst þeir, að þarna eru WoTC kannski komnir hvað næst því að teikna upp ævintýraseríu sem líkist einna mest of-hugsuðu heimaskrifuðu ævintýri. Það eru gríðarlega margir þræðir í því, aukapersónurnar eru margar stórskemmtilegar og bjóða upp frábæran spuna og glæða ævintýrið lífi. Þá er Underdarkið í senn framandi og heillandi heimur en lífshættulegur og óvinir geta leynst hvar sem er. Það er ekki nein bein sögulína og því geta hetjurnar leitt söguna áfram, þannig er þetta einhver besta nálgun á sandkassa opnum í báða enda sem ég hef lesið í langan tíma.

Gallarnir eru þeir, að ævintýrið krefst þess að bæði stjórnendur og leikmenn séu vanir, eins og áður segir. Þá hallast ég að því að til að ævintýrið gangi upp þá þarf að vera hvati fyrir hetjurnar að leita upp á yfirborðið en hann er ekki nægilega sterkur í ævintýrinu sjálfu, eflaust hefur það verið hugsað sem svo að ef nægilega margir leikmenn velji sér kynþátt af yfirborðinu þá sé það nóg. Þá myndi ég leggja það til við mína leikmenn að valkostirnir sem leikmönnum standi til boða og eru aftast í bókinni séu ekki valkvæmir, enda geta þeir skert verulega þann hluta ævintýrisins sem tengist söfnun matar og dregið þannig úr upplifuninni sem fylgir því að vera á framandi stað og hafa ekki hugmynd um hvað er ætt og hvað ekki. Þá hefði mátt merkja kaflana betur þannig að maður hefði betri sýn á hvaða styrkleikastigi þeir henta. Þetta eru þó algjörlega minniháttar gallar og auðvelt að komast í kringum þá.

Niðurstaðan er þó þessi, að þetta ævintýri er ekki bara stórgott heldur í raun algjört möst-hef og ég hugsa að allir, hvort sem menn eru ungir eða gamlir, hvort sem menn fíli 5. útgáfu eða ekki, geti haft gaman af þessari sögu.

173593PS. Ég mæli með því, að þeir sem vilja gera þessu ævintýri enn hærra undir höfði og dýpka söguna enn fremur skoði þær viðbætur sem fást á dmsguild.com. Þær eru margar hverjar meira en vel nothæfar og skemmtilegar.

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: