Skip to content

Total party kill!!!

Hlutverk stjórnanda í spunaspilum er ólíkt milli hópa, allt frá því að vera hlutlaus sögumaður yfir í að vera svarinn andstæðingur leikmannanna og reyna að leggja stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Það hver staða stjórnanda gagnvart leikmönnum er hverju sinni getur haft mikil áhrif á hvernig við upplifun spilið og sérstaklega þegar upp koma tilfelli þar sem allar persónurnar deyja.

Fyrir ekki svo löngu síðan vorum við að spila og sagði þá stjórnandinn okkur frá spjalli sem hann hafði átt við aðra stjórnendur á spjallborði einu. Þar sagði hann að einn viðmælandinn hafi verið heitur talsmaður þess að stjórnendur leggi sig í hvívetna fram við að vera andstæðingur leikmanna.

Vissulega hefur hver stjórnandi sinn stíl og hver hópur fyrir sig kemur sér upp þeim viðmiðum og gildum sem miða skal við hverju sinni. Þannig hef ég stjórnað hópum sem hafa lagt meira upp úr persónum og skemmtilegum baksögum en endilega háu power-leveli. Eins hef ég stjórnað hópum þar sem eru fleiri stærðfræðingar en góðu hófi gegnir og fyrir vikið oft mjög hátt power level. Gildir þá einu um hvaða kerfi er að ræða.

Hvaða stíl svo sem maður aðhyllist þá skiptir miklu máli að það víki aldrei úr huga manns að leikmenn koma til að skemmta sér. Þeir koma til að eiga skemmtilega kvöldstund og þá langar til að láta reyna á persónurnar sínar. Að þær lendi í hættu, í hverju svo sem sú hætta kann að felast, og í lok kvölds upplifi leikmenn að þeir hafi náð árangri eða einhverju markmiði. Ef þetta er haft að leiðarljósi þá eru meiri líkur en minni á að allir standi upp frá borðinu sáttir, jafnvel þó að öll grúppa hafi verið þurrkuð út.

Þó nokkur ævintýri hafa verið gefin út þar sem líkur á TPK eru mjög miklar, ævintýri sem eru í senn hættuleg, hrikalega ósanngjörn og virðast hreinlega hugsuð sem player killerar. Það þýðir þó ekki að ekki megi hafa gaman af þeim og ég veit til að sum þessara ævintýra voru spiluð reglulega af sumum hópum, með það að markmiði að komast sífellt lengra. Ef þú vilt láta reyna á hópinn þinn, etja þeim út á dýpra vað en þeir ráða endilega við, þá gætirðu skoðað eitthvert þessara ævintýra. Sem betur fer þá hefur nú þeim fækkað umtalsvert í seinni tíð, þ.e. útgefnu ævintýrunum, sem virðast skrifuð með það eitt að markmiði að vera lífshættuleg fyrir persónur leikmanna. Vissulega má finna eitt og eitt ævintýri sem er mjög erfitt, en mér finnst ekki vera samasem merki milli þess að ævintýri sé erfitt og það sé hugsað fyrir TPK, t.d. er fyrsta ævintýrið í Age of Worms seríunni ágætlega erfitt og Sofia kaflinn í CoC: Horror on the Orient Express.

Svo geta náttúrulega komið upp aðstæður þar sem þú, sem stjórnandi, hefur fengið þig fullsadda af bullinu í leikmönnum…

200px-S1ModuleCoverThe Tomb of Horrors
Þetta ævintýri ættu flestir D&D unnendur að kannast við.  Gary Gygax skrifaði þetta ævintýri sérstaklega til að lækka rostann í leikmönnunum sínum sem voru farnir að vera full öryggir með sig. Það ætti í raun að vera næg lýsingin á ævintýrinu, sem inniheldur ekki bara stórhættulegar gildrur heldur einnig skrímsli og óvættir sem eru öflugri en gengur og gerist. Ef þú vilt vera sérstaklega illgjörn þá leyfirðu hetjunum að hafa aðeins með sér 1 potion of healing. Fylgist síðan með þeim rífast um það þegar clericinn er dauður.

Nightmare_Keep_(D&D_module)Nightmare Keep
Þetta ævintýri birtist afar sjaldan á listum yfir bestu ævintýri TSR enda er það ekki bara ótrúlega erfitt heldur eru líkurnar á því að hetjunum takist að komast í gegnum það hverfandi. Nægir kannski að nefna ótrúlega flókin dungeon sem á hvílir myrkur sem ekki er hægt að dispella eða sjá í gegnum og elder black puddings við hvert horn. Til að gera hlutina enn meira spennandi gætirðu látið slímverurnar vera jafn ömurlegar og í AD&D, þar sem þær átu sig í gegnum galdrahluti og eyðilögðu þá.

downloadThoughts of Darkness
Ravenloft var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Bluetspur, domainið þar sem þetta ævintýri gerist, var þannig frumlegt og framandi. Ævintýrið var hins vegar ekki bara erfitt heldur ósigrandi. Svo einfalt var það. Hetjurnar dóu alltaf. Jafnvel þó þeim tækist að sigra vampíru Mind Flayerana og dökk álfana og risana og jafnvel þó þeim tækist að stöðva og koma í veg fyrir áform vonda karlsins.

$_35Labyrinth of Madness
TSR ákvað á 20 ára afmæli sínu að gefa út ævintýri þar sem talan 20 var meginþemað. Þetta ævintýri sem er einmitt hugsað fyrir hetjur á 20. leveli bar nafn með rentu, því ekki olli það aðeins geðveiki meðal hetjanna heldur einnig leikmanna og stjórnenda. Það var kannski ekki erfiðasta ævintýrið af þeim sem eru hér nefnd, en þurftu hetjurnar sífellt að vera baktracka og fara aftur og aftur í gegnum sömu herbergi. Ef einhvern tíma hefur verið skrifað grinder-ævintýri, þá er þetta það.

61g-K+cY2DL._SX258_BO1,204,203,200_Madness of the Ancestors
Þetta Call of Cthulhu ævintýri birtist í Secrets of Kenya og er vægast sagt fremur erfitt. Leikmenn þurfa að fást við náætur og ef þeim tekst að komast lifandi og með fullu ráði í gegnum þær bíður þeirra enn meiri hætta. Þetta er þannig ekki svona klassískt „þið-sjáið-Cthulu-rísa. Hvað-gerið-þið…ANNAÐ-EN-AÐ-DEYJA?“ ævintýri. Leikmenn eiga alveg möguleika. Eða þú veist…. 1/1000 er alveg möguleiki!

PZO9043_500Carrion Crown adventure path
Nú, ef þú ert Pathfinder megin í lífinu og hefur ekki farið í gegnum Carrion Crown ævintýrið og þér er meinilla við hetjur leikmanna, þá er þetta fullkomið ævintýri fyrir þig. Það þykir ekki óeðlilegt að nokkur TPK hafi átt sér stað áður en 2. ævintýri er lokið. Maður þarf ekkert að fletta lengi í gegnum internetið til að finna harmakvein og grátstafi leikmanna sem þurftu að sjá á eftir uppáhaldshetjunni sinni, nokkuð sem nístir alveg inn að beini. ALVEG!

pic508643_mdLure of the Liche lord
Ef þú vilt vera sérstaklega kvikindisleg við leikmenn þá sendirðu þá í gegnum Tomb of the Liche Lord. Það er stútfullt af hræðilegum gildrum og öðrum viðbjóði þar sem jafnvel hörðustu hetjur lenda í vandræðum.

Kær kveðja,
Neutral Evil Dungeon Master

PS. Notist á eigin ábyrgð!

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: