Skip to content

Ef stjórnmálamenn væru D&D persónur

Það er gaman að setja helstu leikmenn á hinu íslenska stjórnmálasviði upp sem persónur í D&D. Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig margir þeirra gætu komið út. Það skal þó skýrt tekið fram að þetta er fyrst og fremst til gamans gert og er ekki ætlunin að særa einn eða neinn. 

andriAndri Snær Magnason
LG Aasimar Ranger of Silvanur með Folk Hero Background
Andri Snær á augljóslega ættir sínar að rekja til engla og annarra upphafinna vera, enda vel talandi, vel meinandi og með réttar skoðanir. Hann er verndari náttúrunnar, berst fyrir að hún fái að vera sem mest ósnert og njóti vafans. Allt góða fólkið lítur á hann sem hetju þrátt fyrir að hann hafi enn ekki háð neinar orrustur svo að heiti geti og það er tilbúið að greiða götu hans í hvívetna.

árniÁrni Páll Árnason
LN Dwarf Warlock með Guild Artisan background
Hinn skeggjaði Árni Páll er auðvitað dvergur, enda þrár og þver þó að skegg hans mætti vera öllu síðara og er af því kallaður hálfskeggjungur meðal dverga. Hann hefur í gegnum tíðina lært að leggja álög á hluti, en því miður hafa þau oft bitið hann í skottið.

birgittaBirgitta Jónsdóttir
CN Halfling Rogue/Cleric of Myrkul með Criminal background
Birgitta, eins og allir píratar, er að sjáfsögðu rogue. Færri vita þó að hún er einnig prestur Myrkul enda reynir hún ítrekað að vekja upp gamla drauga í þinginu og sögur herma að hún sé ávallt með öll tiltæk hráefni til slíkrar galdraiðkunar við höndina. Hún hefur auk þess tengsl við undirheimana í gegnum Nafnlausu samtökin og fleiri álíka gengi.

bjarniBjarni Benediktsson
CN Tiefling Barbarian með Noble background
Bjarni er vel ættaður og borinn til tigna. Hins vegar er ekki á allra vitorði að ættin á sér dekkri forsögu, mun dekkri forsögu en eðlilegt þykir. Oftast nær kemur Bjarni vel fyrir og er hvers manns hugljúfi, en þegar sverfur til stáls kemur fljótlega í ljós að Bjarni getur á örskammri stundu orðið hamrammur og froðufellandi bardagamaður.

helgiHelgi Hrafn Gunnarsson
LN Halfelf Rogue/Bard með Urban Bounty Hunter background
Píratinn Helgi á ættir að rekja til álfa. Hann er, eins og Birgitta, með ákveðna reynslu sem rogue en hefur þó einkum lagt rækt við að syngja þá söngva sem fólk vill heyra og heillar þannig. Hann hefur lagt sig fram um að elta uppi illmenni og fauta og reynt að koma böndum yfir þá.

katrinKatrín Jakobsdóttir
CG Gnome Favored Soul Sorcerer með Cloistered Scholar Background
Hin smávaxna Katrín er af kyni Gnomes. Fyrri hluta ævinnar eyddi hún í klaustrum og öðrum fræðistofnunum, þar sem hún nam stund á hin ýmsu fræði og þá einkum þau er tengjast krimmum og undirheimunum. Hún uppgötvaði snemma á lífsleiðinni að hún gat beislað orku og umbreytt henni í hvers kyns galdra og seiði. Hún fer þó hljóðlega með þá hæfileika sína en nýtir þá einkum til að heilla og sjarmera fólk í kringum sig.

olafurÓlafur Ragnar Grímsson
CE Human Wereboar Fighter með Entertainer Background
Jæja, hér fara hlutirnar að verða áhugaverðir. Ólafur Ragnar lítur út eins og venjuleg manneskja en er í raun wereboar, nokkuð sem nær enginn veit. Ólafur er auk þess aldinn bardagamaður og hefur marga hildi háð. Hann hefur hins vegar bakgrunn úr fjölmiðlum og kann því að tala og skemmta fólki, og fyrir vikið líkar afar mörgum við hann.

óttarÓttar Proppé
LN Elf Cleric of Eldath með Far Traveller Background
Óttar er kominn af huldufólki og álfum og á heima í fjarlægu og framandi landi. Hann vekur furðu hvar sem hann kemur sökum framandlegs útlits. Hann er talsmaður friðar og sátta, hann leggur áherslu á að allir fái notið þeirra gæða sem við höfum yfir að búa og að allir séu vinir.

SDGSigmundur Davíð Gunnlaugsson
NE Incubus Cleric of Waukeen með Inheritor Background
Hinn fagurmælti Sigmundur er einn erfingja Kögunar fjársjóðsins. Enginn veit þó að Sigmundur er ekki mennskur, heldur í raun og veru djöfull, þ.e. Incubus. Hann getur með fagurgala sínum heillað heila þjóð upp úr skónum og aðeins andasæringar af öflugust sort geta hrundið þeim álögum.

sigurdurSigurður Ingi Jóhannsson
N Human Druid með Hermit Background 
Hvað er hægt að segja um dýralækninn Sigurð, sem bætir við lýsinguna hér að ofan? Ekkert. Nákvæmlega ekkert.

Finnst þér einhvern vanta? Ekki hika við að bæta við listann.

 

Flokkar

Spunaspil

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

5 thoughts on “Ef stjórnmálamenn væru D&D persónur Færðu inn athugasemd

 1. Bjarni Ben er ekki CN hann er alveg typical LE, og óttar proppe er of mikill rokkari til að vera LN, hann er NG alveg útí gegn 🙂 ég er reyndar ekki búinn að lesa 5th edition, kannsi hafa alignments breyst þar :p annars bara flott

  Líkar við

  • Lawful Barbarians? Nei, það gengur erfiðlega upp. 😀

   Mér finnst lítið rokk vera í Óttari þingmanni, þar finnst mér hann vera meira í hlutverki bangsapabba í Dýrunum i Hálsaskógi. Reynir að sjá sjónarmið allra og vera mannasættir. Ef við værum hins vegar að tala um Óttar Hamliða….

   Líkar við

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: