Skip to content

Saga Star Wars spunaspila

Í tilefni Star Wars dagsins, 4. maí, er við hæfi að fjalla örlítið um sögu Star Wars spunaspila. Í ljósi vinsælda þessa söguheims ætti kannski engan að undra að til eru nokkrar útgáfur af Star Wars spunaspilum. 3 útgáfur hafa komið að Star Wars spunaspilum, West End Games (WEG), Wizards of the Coast (WoTC) og nú síðast Fantasy Flight.

Star_Wars_Role-Playing_Game_1987Saga Star Wars spunaspila hefst árið 1987, en þá kom út fyrsta reglubókin í Star Wars the Rolaplaying Game hjá WEG, en sú útgáfa var með leyfi fyrir Star Wars spunaspilum allt til ársins 1999. Og mikið var gefið út. Í heildina komu út 140 bækur fyrir spunaspilið, bæði ævintýri og upplýsingabækur, sem verður að teljast ansi góð frammistaða. Svo virkir voru höfundar WEG að þegar Timothy Zahn fékk það verkefni að skrifa þríleikinn um Grand Admiral Thrawn þá fékk hann kassa frá Lucasfilm sem í voru bækur með spunaspili WEG og honum var sagt að sækja innblástur í það efni. Árið 1992 var spilið uppfært og nokkru síðar á ný, þannig að á þessum árum urðu til 3 útgáfur af þessu spunaspili.

Kerfið sjálft notaðist aðeins við d6 og var byggt á Ghostbuster spunaspilinu sem hafði komið út nokkru áður.  Leikmenn notuðu aðeins d6 og söfnuðu þeim saman í pool, sem innihélt síðan einn exploding die, sem mátti kasta aftur og aftur ef upp kom 6. Hins vegar hafði hann neikvæð áhrif ef upp kom 1. Mátturinn var einnig til staðar og gat haft áhrif á teningaköstin. Jeðar voru afar öflugir en sjaldséðir. Persónusköpun var einföld og sumpart stereótýpísk, fyrirmyndirnar úr myndunum voru svolítið allt umlykjandi, sérstaklega í fyrstu útgáfunni.

Þessi útgáfa var um margt afar skemmtileg og voru mörg þau ævintýri sem komu út á vegum WEG alveg snilldarlega gerð. Mikið var lagt upp úr því að hafa hlutina eins Star Wars-lega og mögulegt var. Í dag þykir þetta kerfi eflaust um margt hægt og ekki jafn straumlínulagað og nýrri kerfi, en ég leyfi mér þó að fullyrða að það sé meira en þess virði að eiga eina eða tvær spilastundir og rifja upp kynning við þessa útgáfu.

Star_Wars_Roleplaying_Game_Saga_Edition_Core_RulebookÞegar WEG missti leyfi á Star Wars voru WoTC fljótir að stökkva til. Bill Slavicsek, Andy Collins og JD Wilker skrifuðu d20 útgáfu af Star Wars og nýttu D&D 3.5 sem eins konar grunn. Sú útgáfa kom út árið 2000 en tveimur árum síðar var kerfið endurskoðað og var kallað Revised edition. Árið 2007 gaf WoTC út Saga Edition, sem var að mínu mati lang besta útgáfa WoTC af Star Wars.

Á þeim árum sem WoTC höfðu leyfi fyrir Star Wars komu Ep. I-III út og í Revised útgáfunni gátu leikmenn spilað á þremur ólíkum tímabilum, þ.e. á tíma Ep. I-III (The Rise of the Empire), Ep. IV-VI (The Galactic Civil War) og loks eftir Ep. VI (The New Jedi Order). Í Saga Edition bættist síðan Legacy tíminn við. Síðasta bókin sem WoTC gaf út var Uknown Regions, sem opnaði á algjörlega nýja spilun í Star Wars, þ.e. að rannsaka og uppgötva nýja heima utan við The Outer Rim.

Útgáfa WoTC var um margt ágætt, sérstaklega Saga Edition, sem mætti segja að hafi innihaldið helstu kosti D&D 3.5 og 4E. Leikmenn höfðu umtalsvert frelsi í persónusköpun og höfðu úr gríðarlega mörgum valkostum að moða. Gallinn var hins vegar sá, að þetta var jú d20 kerfi og skorti nokkuð að mínu mati upp á Star Wars fílinginn.

17ya8no9hlgxmpngNýjasta útgáfa Star Wars spunaspila er útgáfa Fantasy Flight. Útgáfan ákvað að skipta öllu kerfinu í þrennt, þ.e. Edge of the Empire, Age of Rebellion og Force and Destiny.  Edge of the Empire fjallar um smyglara og þess háttar týpur og eru meginþemu spilsins þá fyrst og fremst hvers kyns undirheimadílar, rannsóknir, uppgötvanir og landkönnun. Í Age of Rebellion eru leikmenn í hlutverki hermanna (oftast í liði uppreisnarmanna) og þurfa að taka þátt í stríðinu milli uppreisnarmanna og keisaraveldisins.  Í Force and Destiny taka leikmenn að sér hlutverk Jeða og þurfa að berjast gegn myrku hliðinni og þjónum hennar.

Útgáfa Fantasy Flight styðst við sérgerða teninga, sem menn nota til að meta hversu vel aðgerðir heppnast. Í ljósi þessa er hægt að spila þetta kerfi sem co-op, þ.e. leikmenn geta haft nokkuð frelsi til að túlka niðurstöður teninganna. Persónusköpunin getur orðið flókin en sökum þess hve mikið er hægt að velja af hæfileikum og þess háttar þá er mjög auðvelt að sníða persónur til og gera þær nákvæmlega eftir sínu höfði.

Þessi nýja útgáfa er um margt frábær. Star Wars fílingurinn er til staðar, enda kerfi þar sem auðvelt er að túlka teninga og byggir ekki á stærðfræði þægilegt og alls ekki erfitt að gera hlutina mjög kvikmyndalega.

Í raun mætti segja að Star Wars spunaspil hafi þannig þróast í gegnum tíðina, frá því að sækja mjög til myndanna og vera frekar háð þeim, yfir í mjög reglufast kerfi og loks í kerfi þar sem fetuð er slóð sem sameinar hvoru tveggja. Þannig finnst mér útgáfa Fantasy Flight stórgóð og í raun sú besta hingað til (og sérstaklega Edge of the Empire) enda nái það kerfi bæði fílingnum sem WEG útgáfan bauð upp á og frelsinu sem Saga Edition hefur að geyma.

Nú er bara að stilla byssurnar á stun og fljúga út í geim!

May the 4th be with you!

Flokkar

Star Wars

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: