Skip to content

Rýni: Cyberpunk 2020

Eflaust þekkja margir spunaspilarar af eldri skólanum Cyberpunk og þá sérstaklega Cyberpunk 2020, sem var 2. útgáfa spunaspilsins. Að minnsta kosti mátti undantekningalítið finna allnokkur slík borð á spilamótum hér í den og ábyggilega einhverjir sem eiga afar kærar spilaminningar frá kvöldum þar sem magnaðir bílaeltingaleikir, skotbardagar og undirheimabrask voru alls ráðandi. 

Cypberpunk kom fyrst út 1988, gefið af R. Talsorian Games en höfundur var Mike Pondsmith. Spunaspilið átti að gerast í náinni framtíð, eða árið 2013, í Bandaríkjunum og í skáldaðri borg sem nefndist Night City. Tveimur árum síðar kom uppfærð útgáfa út, Cyberpunk 2020, og var hin nána framtíð nú litlu fjarlægari. Sögusviðið var mjög svo breytt landslag Bandaríkjanna, en í kjölfar efnahags- og samfélagslegra hörmunga þá höfðu tök ríkissins og umsvif minnkað verulega en að sama skapi völd ofur-fyrirtækja margfaldast.  Sögusviðið sækir þannig mjög í skrif sci-fi höfunda á borð við Bruce Sterling og William Gibson, sem skrifuðu eins konar film noir sci-fi, ekki ósvipað kvikmyndinni Blade Runner, en þessi stefna vísindaskáldskapar var einmitt nefnd Cyberpunk.

Cyberpunk var skill-based kerfi, í stað level-based. Hægt að var að velja á milli nokkurra hlutverka eða „roles“ en ólíkt því sem oft er í level-based kerfum, þá gátu persónur sem voru með sama hlutverk verið afar ólíkar. Teningakerfið var um margt líkt d20 kerfum, þ.e. leikmenn köstuðu d10 og lögðu útkomuna saman við viðeigandi eiginleika og þurftu að ná yfir ákveðna viðmiðunartölu. Persónusköpunin var þannig tiltölulega einföld og fljótleg, enda var í spilinu meira lagt upp úr upplifun og að hafa þetta töff en að kerfið væri eitthvað að þvælast fyrir.

Bardagar voru engu að síður sál og hjarta Cyberpunk, en bardagakerfið var kallað „Friday Night Firefight“. Þeir voru gritty og mjög hættulegir, sama hversu reynd persónan þín var, ein kúla gat hæglega verið banvæn.  Það þýddi að oft eyddu leikmenn drjúgum tíma í að skipuleggja hvernig best væri að bera sig að í bardögum og reyna að sjá fyrir eins mikið af komandi bardögum og þeir mögulega gátu.

Eins og gefur að skilja þá er sú heimsmynd sem dregin var upp í Cyberpunk 2020 líklega í óraunverulegri kantinum, að minnsta kosti eins og staðan er núna, t.d. hefur Internetið þróast mun meira en gert er ráð fyrir í reglubókinni. Það þýðir þó ekki að ómögulegt sé að hafa gaman af þessu spunaspili, því það stendur vel fyrir sínu og gott betur en það. Það er mjög auðvelt að ýmis færa tímalínuna lengra inn í framtíðina sem og gera örlitlar breytingar á sögusviðinu, þannig að það falli betur að því sem við vitum og þekkjum í dag. Og þrátt fyrir að meira en aldarfjórðungur sé síðan Cyberpunk 2020 kom út, þá stendur það fyllilega fyrir sínu.

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: