Skip to content

Ólíkar gerðir leikmanna

Við þekkjum öll ákveðnar stereótýpur við borðið. Týpur sem geta bæði gert spilakvöldið enn skemmtilegra en á sama tíma gert okkur algjörlega gráhærð í fyrirsjáanleika (jú, það er víst orð, ég var að búa það til!) sínum. Týpur sem fyrir einhverra hluta sakir eru í nær öllum spilahópum.

Lögfræðingurinn
Það er lögfræðingur í öllum hópum. Þeir eru misskemmtilegir, sumir þeirra átta sig á því að þeir eru lögfræðingar og bera harm sinn í hljóði þegar stjórnandinn sveigir, beygir og brýtur reglurnar eftir því sem hentar. Svo eru það þeir sem draga fram Player’s Compendium frá 1987 til að sýna fram á hversu rétt þeir hafa fyrir sér og eyða að minnsta kosti klukkutíma í hverju sessioni í að ræða hvort illusion galdrar gerir alvöru skaða eða subdual skaða.

Alter-egó man
Þessi týpa er einnig algeng. Þú veist, gaurinn sem er í ræktinni og finnst hann sjúklega sterkur – og spilar þess vegna bara persónur með hátt í Strength. Eða þarna einstaklingurinn sem er að læra einhverjar bardagalistir og spilar þar af leiðandi bara persónur sem kunna þá bardagalist. Leikmaðurinn sem hefur sjúklega þörf fyrir að spila enn svalari útgáfu af sjálfum sér. En þú veist, einhvern veginn virkar það ekki almennilega þannig… eða hvað?

Geimveran
OK, sko, þessi týpa er kannski ekki beint geimvera en hún gæti allt eins verið að spila geimveru. Þetta er týpan sem mætir með LG Illithid cleric of Bhaal sem heitir Hannes. Eða týpan sem finnst það frábær hugmynd að vera grænlenskur róni sem talar aðeins grænlensku í Call of Cthulhu spili. Þ.e. týpan sem þarf alltaf að vera spila eitthvað svo framandi og undarlegt að það virkar einhvern veginn aldrei.

Stærðfræðingurinn
Svo eru það leikmennirnir sem virðast fyrst og fremst spila til að geta búið til einhver statblock skrímsli. Þú veist, gellan sem mætir með persónu á 1. leveli en er með +14 í grapple. Eða týpan sem á 4. leveli í bardaga við hóp af kobolds … Hmmm, 2 á teninginn plús 4 í BAB plús 4 í Strength plús… (Og svo heldur upptalningin áfram en upptalningin er mjög mikilvæg svo hinir leikmennirnir viti hve sniðug þessi týpa er að finna leiðir til að brjóta kerfið) … sem þýðir að ég hitti AC 27. Hittir það? Já, það hittir, þú þarna #%&$#)/$)#$“!

Brandarakarlinn
Svo eru það þeir leikmenn sem nýta hvert tækifæri til að snúa öllu upp í grín. Þeir kunna endalaust marga 5 aura brandara og virðast ekkert skammast sín fyrir að segja þá í tíma og ótíma. DM: Þið sjáið að handan við trén er grænn dreki! Brandarakarlinn: Er hann drekinn? Svo lítur hann í kringum sig í von um að hinir leikmennirnir fatti tenginguna.

Andvarparinn
Andvarparinn er skyldur brandarakarlinum og gæti í raun ekki án hans verið. Því í hvert skipti sem brandarakarlinn segir brandara, þá andvarpar andvarparinn og ranghvolfir í sér augum, kvartar sáran og hótar viðkomandi brandarakarli líkamsmeiðingum, morði og þaðan af verri örlögum.

Ofleikarinn
Maður veit eiginlega ekki alltaf hvar maður hefur þessar týpur. Þetta eru leikmennirnir sem finnst þeir þurfa alltaf vera í persónu. Líka þegar þeir leika dverga farandssöngvara sem nýta hvert tækifæri til að bresta í söng. Og það er bara svo og svo oft sem hinir leikmennirnir nenna að hlusta á frekar dapran flutning viðkomandi á Völuspá, sem hljómar eins og ef Bubbi Morthens hefði flutt fornkvæðið. Á trommur. Úr Pringlesdósum.

Kíkjarinn
Það er alltaf einn spilari sem sest alveg við hlið stjórnandans og er sífellt að gjóa augum yfir skjáinn. Svo missir hann út úr sér svona smáatriði eins og: Shit, hann fékk bara 7 á teninginn en hitti samt í AC 19! Þú veist, týpan sem er svo forvitin að hún getur ekki séð í friði það sem gerist hinum megin við skjáinn.

Já…hann!
Loks er það þessi týpa. Þú veist, þegar einhver stingur upp á því að honum sé að boðið að spila með og þú svarar: Já…hann! Og það er ekki meint sem hrós. Af því síðast þegar hann fékk að spila með ykkur dó persónan hans svo hann sat og starði grimmilega á þig það sem eftir lifði kvölds á meðan hann reif litla bita af persónublaðinu og át það. Allt. Upp til agna.

 

 

Flokkar

leikmenn

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: