Skip to content

Að skapa stemningu

Stundum er það ekki bara sagan eða persónurnar sem gera spilastundir eftirminnilegar. Stundum er það einfaldlega stemningin, þegar það sem gerist í spilinu hefur hreinlega bein áhrif á hvernig okkur líður, við gleymum okkur svo í spilinu að okkur finnst næstum eins og við höfum upplifað það sem gerðist. En hvernig sköpum við svona stemningu?

Það er ekki gefið að í hvert sinn sem við setjumst við spilaborðið að allir leikmenn sökkvi sér ofan í persónur sínar frá fyrstu mínútu og gleymi stað og stund. Oftar en ekki getur það tekið dágóða stund að fá leikmenn til að slaka á, segja alla fimm-aura brandarana og skiptast á skoðunum um það sem gerðist í síðasta þætti af Game of Thrones, Flash eða hvaða annarri seríu sem þeir eru að fylgjast með þá stundina. Hér eru nokkur atriði sem geta auðveldað þér að skapa góða spilastemningu, allt atriði sem flestir vanir stjórnendur þekkja og nota óspart.

Dagbók

Það getur flýtt mjög fyrir að halda dagbók um það sem gerist í hverri spilun fyrir sig. Bæði styttir það re-cap sem og auðveldar það leikmönnum að tengjast atburðum hverju sinni. Til eru fjölmargar leiðir til að halda úti svona dagbók, hægt er að styðjast við síður á borð við Facebook group síður eða Obsidian Portal. Ég nota sjálfur þá síðarnefndu og skrifa adventure log fyrir leikmennina (sjá hér). Þeir geta síðan bætt sjálfir við dagbókina. Einnig geta leikmennirnir séð um að skrifa dagbók og skipt því á milli sín. Dagbókin er þannig bæði upplýsingarit sem og skapar ákveðna stemningu því leikmenn vita þá undantekningalítið hvað fór fram síðast, sem auðveldar þeim að koma sér strax að verki.

Símar – tölvur

Símar og tölvur geta verið mjög truflandi og ég veit til þess sumir stjórnendur ýmist banna notkun þeirra eða fara fram á að slík tæki séu aldrei uppi á borðum. Auðvitað þarf að vera hægt að ná í menn og þess háttar, en leikmenn sem sitja með Facebook í símanum fyrir framan sig alla spilunina eru augljóslega ekki með hugann við spilunina, sem getur bæði dregið úr ánægju þinni sem og hinna leikmannanna.

Í og úr persónu

Það getur verið ágætt að vera með skýrar reglur um hvenær leikmenn séu að tala í persónu og hvenær þeir eru úr persónu. Þó getur verið ágætt að hafa í huga að slíkar reglur ná þá líka yfir þig sem stjórnanda, þ.e. þú verður að ávarpa persónurnar, en ekki leikmennina, þegar allir eru í persónu. Eins gildir það að þú verður að gæða hverja aukapersónu lífi, þannig að leikmennirnir muni eftir henni, hvort sem það er með látbragði, með því að breytta röddinni eða gefa með einhverjum hætti til kynna hvaða persónu þú ert að leika hverju sinni. Þegar ég hef verið að stjórna fyrir son minn og vini hans þá er ég með mynd af viðkomandi aukapersónu sem ég hengi á stjórnendaskjáinn minn og ég breyti röddinni. Sonur minn og vinir hans eru reyndar allir í yngri kantinum og þurfa því svo mikla aðstoð en þetta hjálpar þeim.

Tilfinningaleg tenging

Manneskjur tengjast í gegnum tilfinningar, við finnum til með þeim sem minna mega sín og finnum til samkenndar. Bestu spilastundirnar er þegar við finnum þær tilfinningar sem persónur okkar eiga að upplifa, t.d. eftirvæntingu, ótta, spennu eða sorg. Í gegnum þessa upplifun öðlast leikmenn tengingu við söguna og verða þannig enn frekar þátttakendur í henni. Það er því hlutverk okkar sem stjórnenda að skapa aðstæður þar sem leikmenn fá tækifæri til að upplifa þessa hluti. Oft þurfum við að leggja höfuðið í bleyti og þurfum að tryggja að allar persónur hafi fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, að þær skipti máli og geti breytt gangi mála í sögunni, að þær standi frammi fyrir erfiðum verkefnum, upplifi bæði sigra og töp og síðasta en ekki síst, að hættan á að mistakast sé aldrei fjarri undan.

Ef þú ræðir við aðra stjórnendur þá munu eflaust margir tala um bakgrunnstónlist, kveikja á kertum, tryggja næði og svo framvegis, allt atriði sem geta vissulega tryggt góða stemningu. En þegar allt kemur til alls, þá er alveg hægt að spila hryllingsspunaspil um hábjartan dag og Star Wars spunaspil án þess að vera með tónlistina úr kvikmyndunum í gangi. Ef þér tekst að láta leikmenn upplifa hryllinginn eða finnast þeir vera staddir í Jabba’s Palace á Tatooine, þá ertu að ná réttri stemningu.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: