Skip to content

Rýni: Curse of Strahd

Ok, svona áður en þú lest lengra, þá leynast spillar í þessari umfjöllun þannig ef þú átt eftir að spila ævintýrið, í hvaða útgáfu sem er og ætlar þér að gera það, þá hefurðu verið vöruð við…

Curse of Strahd er nýjasta viðbót WoTC í útgáfu fyrirtækisins á 5. útgáfu af D&D. Sagan segir frá vampírunni Strahd von Zarovich og eilífri áþján hans í Baróvíu. Sagan er byggð á gömlu ævintýri, Ravenloft, eftir Tracy og Laura Hickman. Gamla ævintýrið sló í gegn á sínum tíma og hefur verið endurútgefið fyrir nær allar útgáfur af D&D.

Nýja útgáfan, Curse of Strahd, fylgir mjög upprunalega ævintýrinu hvað söguna snertir. Hetjurnar ferðast frá einum heim með hjálp Vistani sígauna til Baróvíu þar sem þær þurfa að takast á við vampíruna og reyna að koma í veg fyrir að greifanum takist ætlunarverk sitt. Auk þess að nýta gamla ævintýrið hafa höfundar Curse of Strahd bætt umtalsvert við Baróvíu þannig að úr verður mikið ævintýri sem hægt er að spila frá 3. leveli og nokkuð upp á mid-level, en auk þess fylgir stutt ævintýri fyrir hetjur sem byrja á 1. leveli.

Bókin er mjög vel fram sett og mér finnst ljóst að aðdáendur upprunalega ævintýrisins hafa verið að verki. Það er t.a.m. gaman að bera saman kastalann í nýju útgáfunni og þeirri elstu. Umbrot, myndir og texti eru vel unnin og það er auðvelt að finna upplýsingar. Aftast í henni er auk þess nýr bakgrunnur fyrir hetjur og ýmis annar hagnýtur fróðleikur.

Curse of Strahd er í raun risastór sandkassi. Sagan sem slík er að miklu leyti bundin við ákvarðanir hetjanna og hvað kemur í ljós í upphaflega tarotspádómi Madame Evu um hvar vopnin sem bíta á vampíruna leynast. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að hetjurnar rannsaki Baróvíu ítarlega áður en þær halda upp í Ravenloft kastala. Með því að stækka Baróvíu og opna á fleiri staði innan landamæra ríkis greifans verður sagan enn meira lifandi og að mínum dómi skemmtilegri.

Um leið og þetta er einn mesti styrkur Curse of Strahd þá er þessi sandkassapæling líka mesti veikleiki ævintýrisins. Að stjórna svona ævintýrum er ekki fyrir hvaða stjórnanda sem er og ég hugsa að yngri stjórnendur eða minna reyndir gætu séð ofsjónum yfir því. Þó er það ekki jafn rosalegt og Out of the Abyss hvað varðar aukapersónur og þess háttar, en þó er af nægu að taka.

Allt ævintýrið gengur út á gotneskan hrylling og ber texti þess glögglega merki. Mikið er lagt upp úr því að draga upp sem ömurlegasta mynd af Baróvíu, svo að á stundum eru klisjurnar kannski full áberandi (þrumur sem druna um leið og eitthvað skelfilegt gerist o.s.frv.) þannig að ég reikna með að reyndir stjórnendur og sér í lagi þeir sem hafa lagt stund á að stjórna hryllingsspunaspilum eigi eftir að ýmist draga úr eða umbreyta hryllingnum. Hann er vissulega allt umlykjandi en þó eru ljós í myrkrinu, eins og hetjurnar eiga möguleika á að kynnast.

Reynsla mín er sú að hryllingur í spunaspilum heppnast best þegar gefinn er gaumur að litlu atriðunum. Ef heildarmyndin er sífellt hrollvekjandi en það smitast ekki inn í smáatriðin, þá eigi hryllingurinn það til að missa marks. Það er hið eina sem ég vil setja út á í þessari útgáfu, þ.e. að af því að heildarmyndin er öll svo hryllileg að þegar maður er loks kominn í kastalann þá virkar hann ekki svo hræðilegur á að líta og verður jafnvel vin í eyðimörkinni.

Heilt yfir er þetta alveg stórgóð útgáfa og algjörlega þess virði að eiga, ef maður er á að annað borð hrifinn af hryllingi í spunaspilum. Ef þú ert að leita þér að hefðbundinni D&D sögu, þá er Curse of Strahd ekkert fyrir þig. En ef þú fílar sandkassa, þar sem gotneskur hryllingur með stórkostlegu illmenni í aðalhlutverki, þá er þetta algjört must have.

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: