Skip to content

Shadowrun 5. útgáfa rýnd

shadowrun5thbookShadowrun er framtíðar-fantasíu spunaspil og var fyrst gefið út fyrir meira en 27 árum. Fyrir nokkrum árum kom 5. útgáfa spilsins út og hefur henni verið tekið ágætlega. Hið sama var ekki uppi á teningnum þegar 4. útgáfa var gefin út og lagðist hún afar illa í marga aðdáendur Shadowrun. Ef þú þekkir ekki út á hvað Shadowrun gengur, þá taka leikmenn að sér hetjur í heimi sem er framtíðarútgáfa af jörðinni, þar sem ofurstórfyrirtæki eru alls ráðandi og Matrixið (einskonar virtual reality útgáfa af internetinu) er allt umlykjandi. Ekki nóg með það, heldur varð The Awakening árið 2011, þar sem galdraorka flæddi á ný inn í heiminn sem og drekar. Manneskjan tók næsta þróunarskref og komu fram ýmsar undirtegundir, svo sem dvergar, álfar og orkar. Hetjurnar taka að sér hlutverk Shadowrunners, manna og kvenna sem starfa á mörkum þess löglega og taka að sér ýmis verkefni fyrir bæði ofurstórfyrirtækin og önnur veldi, mafíur, stjórnmálamenn og þess háttar. 

Áður en lengra er haldið þá er best að það komi fram að ég hef enn ekki fengið tækifæri til að spila nýja kerfið. Þessi rýni byggir því aðeins á lestri reglubókarinnar.

Nýja bókin er 400 blaðsíður að lengd og lítur mjög vel út. Hún er ágætlega sett upp, þetta er spunaspil sem inniheldur margar töflur og hefur alltaf gert. Myndirnar og umbrotið eru fagmannlega unnin og gefa tóninn fyrir spilið. Eitt sem er gott að hafa í huga við lesturinn, ekki sleppa því að lesa textann sem er settur inn í hiðarkassa (sidebar). Þar er oft að finna góðar útskýringar á reglum.

Persónusköpunin er styðst aftur við Priority kerfið, sem mér finnst jákvætt. Það sem er þó nýtt í þessari útgáfu er að leikmenn geta nú sett ákveðið magn af punktum í Edge, Magic og Resonance um leið og þeir hafa aðgengi að ýmsum metatypes. Þannig virðist 5. útgáfa leggja meiri áherslu á Attributes en áður, t.d. ef leikmenn gefa attributes lágt priority þá hefur það stórkostleg áhrif á getu þeirra.

Galdrar virka sýnist mér mjög svipað og þeir gerðu í 4. útgáfu. Reyndar eitt af því fáa sem ég hef séð lítið kvartað yfir hvað þá útgáfu varðar var einmitt galdrakerfið, sem var einfaldað töluvert.

Hacking hefur hins vegar breyst svo um munar, t.d. eru cyberdecks komin aftur inn í spilið. Þeir sem hafa spilað Shadowrun vita að stundum gat farið ansi langur tími í hacking og hackerar fengu oft mikinn tíma hjá stjórnandanum. Mér sýnist að þær breytingar sem gerðar hafa verið geta flýtt fyrir og jafnað betur tímann sem fer í allt slíkt.

Technomancer er nýtt class og fellur ágætlega að hacking reglunum. Technomancerar eru einhvers staðar á milli hackera og galdramanna, og virka ágætlega svalir. Ég væri amk. alveg til í að spila einn slíkan.

Þar sem ég hef ekki spilað kerfið þá ætla ég ekki að fjalla um bardagakerfið. Það hafa verið gerðar breytingar en ég veit ekki hvernig þær koma út.

Í það heila lítur bókin vel út og kerfið virðist ágætlega hugsað. Spurning hvort að heitustu aðdáendur 3. útgáfu taki þessa útgáfu í sátt en ég hlakka til að prófa kerfið og sjá hvernig það kemur út.

 

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: