Skip to content

Rýni: Rise of Tiamat

tiamatRise of Tiamat er framhald Hoard of the Dragon Queen og seinni helmingur Tyranny of Dragons seríunnar. Ævintýrin komu bæði út í kjölfar 5. útgáfu D&D. Í ævintýrinu er hetjunum ætlað að stöðva komu Tiamats til Faerun og þurfa að beita til þess öllum hugsanlegum ráðum og meðulum. 

Ég verð að koma einu frá mér svona til að byrja með. Ég ætlaði mér ekki að skrifa um þetta ævintýri. Ég er búinn að lesa það tvisvar og sama hvernig ég reyni þá fæ ég mig ekki til að líta það nógu jákvæðum augum til að fjalla almennilega um það. Því miður er að mínu mati svo stórkostlegur galli á sögunni að ég tel að hugsanlega hefði verið betra að sleppa því að gefa þennan hluta út, en ég kem að því síðar.

Sagan heldur áfram þar sem Hoard lýkur. Hetjurnar hafa vonandi komist í gegnum Skyreach kastala og þurfa nú að sannfæra hin ýmsu samtök til þess að aðstoða sig og taka þátt í orrustunni gegn Reglu drekans. Þeir þurfa að fara víða, t.d. til Waterdeep og notast höfundar við bæði þekktar persónur og staði, sem kemur oft vel út. Sögunni er skipt upp í níu kafla, sem þó spilast ekki alveg í réttri röð. Hetjurnar þurfa oft að snúa aftur í 1. kafla sem og þurfa þær að fara nokkrum sinnum í gegnum atburðina sem lýst er í 5. kafla. Ekki misskilja mig, ég hef ekkert á móti því þar sem stór hluti þessa felst í skemmtilegu og pólitísku spunaspili, en sem framhald af Hoard þar sem nýir stjórnendur eru leiddir í gegnum hvert skref, þá er þetta býsna hátt stökk og ég held að það gæti virkað framandlegt en töff fyrir þeim. Þannig þurfa óvanir stjórnendur (jafnvel leikmenn líka) að kasta sér út í (eflaust) mun dýpri laug en Hoard er og það án kút og korks.

Mér finnst einnig mikill munur á nálgun höfunda í þessum tveimur bókum. Í fyrri bókinni var meiri gaumur gefinn að öðrum lausnum en þeim sem sverð, bogi og galdrar bjóða upp á, hetjurnar þurftu að beita klókindum, dulbúast o.s.frv. en í Rise er meira um hreint og beint Hack n’ Slash, að 1. kafla undanskildum. Í Hoard voru hetjurnar í re-active hlutverki, þ.e. þær voru alltaf tveimur skrefum á eftir Reglunni og þurftu að rannsaka hvað hún ætlaði sér, en í Rise eru hetjurnar komnar í pro-active hlutverk og er Reglan farin að bregðast við hættunni sem stafar af hetjunum. Þessi umbreyting hefði að mínu mati getað verið skrifuð svo miklu betur og ekki er laust við að ég upplifi stundum að höfundar hafi reiknað með full miklum lestarteinum.

Af hverju? [Spoiler alert, leikmenn lesi ekki lengra!]

Jú, í Hoard er gert ráð fyrir að leikmenn fari óvenjulegar leiðir og því er ævintýrið sett upp með það í huga, þ.e. að meiru er lýst en sagan sjálf krefst. Í Rise er það ekki svo. Mér finnst vanta töluvert upp á að hetjurnar geti farið þá leið sem þær telja henta þeim best. Auk þess (og hér kem ég að stærsta galla ævintýrisins að mínu mati) er lögð mikil rækt við að hetjurnar standi í pólitísku plotti og tali eins marga á sitt band og mögulegt er, en í lokin skiptir það allt einhvern veginn engu máli. Og sorrý, en mér finnst það glatað!

Ég er kannski full neikvæður. Bókin er hrikalega flott, eins og allt efni frá WoTC þessa dagana og fyrir vana stjórnendur er lítið mál að vinna með þessa galla. Margir kaflanna eru virkilega skemmtilegir og auðvelt að finna tækifæri fyrir hetjur af öllum gerðum til að láta ljós sitt skína. Ég gæti alveg ímyndað mér að stjórna einhverjum þessara kafla sem stand-alone, t.d. Mission to Thay.

Hins vegar verður maður að horfa á þessa sögu sem framhald af Hoard og rýna hana með fyrri hlutann til hliðsjónar. Og Rise fellur, því miður, á því prófi. Hoard er frábært ævintýri fyrir óvana stjórnendur, virkilega flott kynning á 5. útgáfu D&D en Rise er hugsað fyrir vana stjórnendur sem eiga auðvelt með að byggja ofan á svona grunna og gera þá að sínum.

 

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: