Skip to content

D&D – ævintýrin sem þú verður að þekkja

Í gegnum tíðina hafa komið út alveg gríðarlega mörg ævintýri fyrir D&D og þau eru jafn misjöfn og fjöldi þeirra segir til um. Sum er æðislega skemmtileg á meðan önnur eru fremur misheppnuð og jafnvel bara hreint út sagt hundleiðinleg. Það eru hins vegar nokkur ævintýri sem hafa haft mikil áhrif á sögu hvers heims fyrir sig, ævintýri sem er mjög gott að hafa spilað eða þekkja. Sögur þeirra enduróma í mörgu nýrra efni, ýmist sem mótíf, aukapersónur eða illmenni sem koma fyrir aftur og aftur eða jafnvel galdrahlutir sem eiga sér langa sögu. Hver svo sem ástæðan er, þá eru þetta ævintýrin sem allir sem hafa gaman af D&D ættu að þekkja.

Forgotten Realms
Það hafa verið gefin út gríðarlega mörg ævintýri fyrir Forgotten Realms og mörg þeirra eru löngu orðin klassísk, t.d. Ruins of Adventure, Undermountain serían, Curse of the Azure Bonds og How the Mighty are fallen. Hins vegar hugsa ég að út frá sögu Faerun þá hefur líklega ekkert ævintýri jafn dramatísk áhrif á heiminn og Avatar-serían. Um þrjú ævintýri er að ræða, Shadowdale, Tantras og Waterdeep, en þar segir frá valdabrölti Bane, Myrkul og Bhaal í Times of Troubles. Leikmenn taka að sér hlutverk Midnight, Kelemvor, Cyrics og Adons og fá það hlutverk að finna Tablets of Fate og skila þeim til yfirgoðsins Ao. Ævintýrin eru byggð á samnefndum skáldsögum. Ævintýrin sjálf eru vægast sagt skelfileg afspilunar og óhætt er að mæla leikmönnum frá þeim, en það er engu að síður gott að þekkja söguna. Þá er líka gott að fara í gegnum Tearing of the Weave seríuna (Cormyr, Shadowdale og Anauroch), en þar segir frá endurkomu Shade keisaraveldisins og atburða sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á Faerun.

Mystara
Mystara er kannski ekki vinsælasta settingið í dag, en það var mikið notað í fyrstu útgáfum af D&D. Margt við settingin er mjög skemmtilegt, t.d. er undir einni heimsálfunni hið svokallaða Hollow world en þar var hægt að spila ágæt ævintýri, eða Blood brethren seríuna. Hins vegar gerast ekki mörg ævintýri í Mystara en þó er eitt þeirra sem er gott að þekkja og það heitir Isle of Dread. Í raun er það ekki sagan sem skiptir máli, heldur framsetningin, því í raun er þar um að ræða fyrsta alvöru sandbox-ævintýrið fyrir D&D.

Greyhawk
Greyhawk er hugsmíði Gary Gygax og félaga hans og því ætti kannski ekki að koma neinum á óvart að þar er gríðarlega mikil saga sem tengist D&D, t.d. er varla hægt að njóta Age of Worms til hlítar nema maður þekki bæði söguna á bakvið Rod of Seven Parts og Hand of Vecna. Rod var í raun aldrei eitthvað sérstakt ævintýri, ekki fyrr en TSR gaf út ágætan kassa með heilmiklu ævintýri í kringum sögu þessa mikla galdrahlutar, sem er einn fyrsti artifactinn sem var gefinn út. Fyrir það hafði aðeins verið sögð saga hans í Eldritch Wizardry og eins kom hluturinn fyrir í ævintýrinu The Dwarven Quest for the Rod of Seven parts sem kom út 1982. Hand of Vecna er síðan eiginlega algjört must-read, sérstaklega ef menn ætla að spila Age of Worms. Þá er eins sniðugt að þekkja bæði risa-ævintýrin og drow-ævintýrin. Í Giants seríunni þurfa hetjurnar að takast á við ólíkar tegundir risa í þremur ævintýrum en í Drows seríunni þurfa hetjurnar að finna leið í gegnum 66. lagið í helvíti og takast í lokin á við Lolth sjálfa. Hægt er að spila þessar tvær seríur saman. Þá ber að nefna Temple of Elemental Evil, en ævintýrið varð strax mjög vinsælt á sínum tíma og er m.a. grunnurinn sem nýja ævintýrið Princes of the Apocalypse sem gerir í Forgotten Realms er byggður á.

Dragonlance
Eins undarlega og það hljómar þá er eins og margir telji að aðeins eitt ævintýri hafi verið gefið út fyrir Dragonlance heiminn á sínum tíma, þ.e. Classics. Það er vissulega það ævintýri sem mikilvægt að aðdáendur D&D þekki, enda bæði ævintýrið og sagan sjálf stórgóð. Ævintýrið hafið auk þess mikil áhrif á gerð ævintýra fyrir D&D, því þar var brotið ákveðið blað, þ.e. að sagan í ævintýrinu hætti að hverfast um eina staðsetningu og þurftu hetjurnar að flakka um heiminn endilangan og berjast hatrammlega gegn herliði Takhisis. Hins vegar eru til fjölmörg skemmtileg ævintýri fyrir Dragonlance, t.d. Wild elves og Dragon-serían.

Ravenloft
Eins og með Forgotten Realms þá er til gríðarlegur fjöldi ævintýra fyrir Ravenloft og þau eru æði misjöfn að gæðum, t.d. er Thoughts of Darkness alveg hryllilega ósanngjarnt og illa hannað að mörgu leyti. Að sama skapi eru síðan ævintýri á borð við The Created sem eru hrikalega skemmtileg. Í Ravenloft er hins vegar sería af ævintýrum sem er eiginlega algjört must að spila, þ.e. The Grand Conjunction serían. Þar segir frá illmenni sem ætlar sér að brjótast út úr Ravenloft og þurfa hetjurnar að hindra hann í því, sem að sama skapi mun hafa afdrífaríkar afleiðingar fyrir Ravenloft. Gallinn við seríuna er sá að ekki er boðið upp á að maður spili hana í réttri röð level-lega séð.

Dark Sun
Dark Sun heimurinn er svolítið brenndur (pun intended) af sömu vandamálum og Dragonlance. Það er til skáldsögu sería, sem kallast Prism Pendant serían, stórskemmtilegar sögur eftir Troy Denning, en hún hefur haft mjög afgerandi áhrif á sögu heimsins. Til eru ævintýri sem eru byggð á þessari sögu, þ.e. Freedom, Road to Ulrik, Arcane shadows, Asticlian gambit og Dragon’s Crown, sem er gott að þekkja. Hins vegar eru til fjölmörg skemmtileg ævintýri fyrir Dark Sun, t.d. City by the Silt Sea.

Auk þess eru til fjölmörg fleiri ævintýri og fleiri heimar sem gaman er að þekkja og spila, t.d. Planescape, Kara-Tur, Al-Qadim og svo mætti lengi telja. Þau ævintýri sem hér að ofan eru talin eru fyrst og fremst dregin fram vegna þess að saga þeirra hefur haft mikil áhrif á heimana þar sem þau gerast.

 

Flokkar

D&D

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: