Skip to content

Uppáhalds D&D ævintýrin

Ég viðurkenni fúslega að ég spila oft fyrir sakir ákveðinnar nostalgíu, í von um að upplifa eitthvað aftur sem upplifði fyrir löngu síðan. Sem kannski útskýrir hvers vegna ég er enn að spila kominn á fertugsaldur! En hvað um það. Ég held reyndar að flestir spilarar eigi einhverjar spilastundir sem eru þeim sérstaklega ofarlega í huga, einhver óútskýrð tilfinning sem vaknar í hvert sinn sem þeir hugsa til þeirra stunda sem fóru í að sitja inni í litlu herbergi, með 4-5 öðrum einstaklingum með tilheyrandi svita- og prumpulykt, óþægilegu rakastigi en jafnframt nagandi blýantsenda og neglur af eftirvæntingu um hvort vondi karlinn myndi ná síðustu hit punktunum af manni. Það eru nokkur ævintýri sem ég á alveg sérstaklega kærar minningar um, hvort sem ég var leikmaður eða stjórnandi. Ævintýri sem eiga ákveðinn stað upp í hillu og ég leyfi mér að blaða í gegnum öðru hvoru.  Þetta eru uppáhalds D&D ævintýrin mín í engri sérstakri röð og NB þetta eru ekki endilega best hönnuðu ævintýrin eða þau best skrifuðu, hvað þá að þau séu sérstaklega vinsælli en önnur ævintýri, heldur eru þetta þau ævintýri sem fyrir einhverjar sakir eiga sér sess í mínum huga. Sess sem tengist því hvernig ég upplifði þau.

TSR1125_Night_Below_An_Underdark_CampaignNight Below

TSR gaf út þetta campaign í flottum kassa skömmu áður en fyrirtækið var keypt af WoTC. Ég hef stjórnað því nokkrum sinnum og þó að þetta sé langt frá því besta ævintýri sem hefur verið gefið út, þá er einhver bjarmi yfir því. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er, kannski hvernig ógnin verður sífellt meiri og meiri, kannski hversu ágætlega svæðið á milli Milborne og Thurmaster er útfært, kannski hvernig hetjurnar þróast úr því að vera hetjur í smábæ að fást við goblins og orka yfir í að vera hetjur sem uppgötva nýja tegund álfa, berjast við shadow dragon, semja við djölfa og takast á við aboleths í neðanjarðarborg þeirra. Hvað svo sem það er, þá er þetta ævintýri að mínu mati hrikalega skemmtilegt og alveg hægt að týna sér yfir sögunni. Campaignið var hannað fyrir AD&D og ég hugsa að það yfirfærist ágætlega í 5. útgáfu. Ég prófaði að setja það upp í 4. útgáfu en hún hentaði að mínu mati Night Below illa.

House_of_Strahd_lrThe House of Strahd

Ég veit ekki hversu oft ég hef spilað í gegnum þetta ævintýri, en sama hve oft við fórum í gegn þá var alltaf eitthvað nýtt sem kom upp. Eins og þessi saga var sett upp fyrir AD&D á sínum tíma þá voru bæði svæði í kastala greifans sem voru aðeins lítillega kynnt og fyrir vikið gaf það stjórnandanum færi á að fylla upp í eyðurnar sjálfur. Ég hef áður fjallað um Strahd (sjá hér) og verð að viðurkenna að ég bíð með óþreyju eftir The Curse of Strahd. Það sem gerði þetta ævintýri líka eftirminnilegt var sú staða sem hetjurnar eru settar í, maður upplifir sig í senn að spila mikla hetju en á sama tíma finnur maður til með greifanum. Manni sem var tilbúinn að fórna öllu fyrir óendurgoldna ást. Grípandi saga og mjög skemmtilegt location-based ævintýri.

51IcFQC4L6L._AC_UL320_SR252,320_Dragonlance Classics

Annað stórt campaign sem ég hef áður fjallað um (sjá hér). Ég hef bæði spilað og stjórnað þessu ævintýri. Ég er reyndar nokkuð viss um að ef höfundar þessa ævintýris væru að skrifa það í dag þá væri eflaust margt sem þeir myndu gera öðruvísi en það samt svo margt sem gerir Classics skemmtilegt. Markmið hetjanna er auk þess í epískari kantinum, þ.e. að vinna Takhisis, hina illu drottningu drekanna, og færa íbúum Krynn aftur þau tíðindi að goðin eru snúin aftur. Sem sagt, ekki lítið hlutverk sem er lagt á herðar þeirra. Auk þess felur sagan í sér mikil átök við dreka og afsprengi þeirra en á sama tíma gefst manni færi á að fremja mikla hetjudáðir. Það kæmi mér á óvart, úr því að WoTC ætlar að gefa út Strahd fyrir 5. útgáfu, að einhver taki sig ekki til og uppfæri Classics fyrir nýju útgáfuna.

51YA4p1OArL._SX258_BO1,204,203,200_City by the Silt Sea

Þegar WoTC gaf út Dark Sun fyrir 4. útgáfu ákvað ég að stjórna þessu campaigni. Sem stjórnandi hef ég sjaldan skemmt mér betur. Hetjurnar þurftu að takast á við eyðimörkina, hvers kyns óvætti og loks seiðkonung sem var langt kominn með að umbreyta sér í dreka. Síðustu spilakvöldin voru mjög spennandi og vart hægt að segja að leikmenn hafi getað setið kyrrir, því í síðasta bardaganum stóðu nær flestir við borðið og hrópuðu hver á annan. Þetta campaign tekur ekki svo langan tíma í spilun, að minnsta kosti ekki jafn langan tíma og Classics eða Night Below. Helsti gallinn er sá að það er aðeins til fyrir AD&D en ég hugsa að það sé mjög einfalt að umbreyta því fyrir 5. útgáfu.

Það eru fjölmörg ævintýri sem eru skemmtileg og vel hönnuð, t.a.m. Age of Worms, Rod of Seven Parts, Tomb of Horrors, Giants serían og svo mætti lengi telja, en eins og áður segir, þá snýst þessi listi ekki um ævintýri sem eru sérstaklega góð, vinsæl eða vönduð, heldur um hvað ævintýrin hafa skilið eftir sig. Það er í mínum huga lokadómurinn á hvort og hversu vel heppnað ævintýri er.

 

 

Flokkar

D&D

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: