Skip to content

Sword Coast Adventurer’s Guide

Fyrir nokkru gaf WoTC út bókina Sword Coast Adventurer’s Guide, en hún er hugsuð sem stuðningsefni fyrir leikmenn og stjórnendur. Í henni má finna bæði upplýsingar um þekkta staði, trúarbrögð, kynþætti og hinar ýmsu atvinnur (e. classes). Bókin, sem er ríkulega myndskreytt og fagurlega brotin um eins og fyrri bækur fyrir 5. útgáfu D&D, er fáanleg í Nexus.

sword-coast-wideBókinni er skipt í þrjá meginhluta, sá fyrsti er kynning á sögu, göldrum og helstu trúarbrögðum íbúa Faerun og er um margt ágætur. Þar er sagt frá helstu goðum og gyðjum en hugsanlega munu einhverjir sakna þess að aðeins er fjallað um goðafræði manneskja. Þannig er goðafræði dverga, álfa og annarra kynþátta sett til hliðar að undanskildum einföldum töflum. Hins vegar er gaman að sjá að mörg gömlu goðanna eru aftur komin á kreik, t.d. Bhaal. Fyrir þá sem hafa á annað borð gaman af því spila presta ætti þessi hluti að vera hafsjór af fróðleik og geta dýpkað skilning viðkomandi leikmanna á goðafræði þessa heims. Hugsanlega hefði mátt fjalla dýpra um hver trúarbrögð fyrir sig, t.a.m. er lítið sem ekkert sagt frá trúarreglum, kirkjum eða æðstu prestum (kem aðeins að þessu atriði síðar). Fyrir aðdáendur Forgotten Realms geyma kaflarnir um söguna og galdrana kannski ekki mikið af nýjum upplýsingum en ágæt upprifjun engu að síður.

Í öðrum hluta er sagt frá helstu borgum og þorpum við Sverðströnd. Þá er einnig fjallað stuttlega um Underdark en ég reikna nú með, án þess ég hafi lesið bókina, að frekari upplýsingar megi finna í ævintýrinu Out of the Abyss. Í raun er margt áhugavert að finna í þessum hluta bókarinnar, lýsingar á þessum stöðum eru ágætar og gefa manni fína sýn á hvernig þeir eru hugsaðir. Hins vegar mætti gagnrýna þennan hluta með sama hætti og þann fyrri, að mörgu virðist sleppt og ég velti fyrir mér hvort að það kunni að vera af ákveðinni ástæðu.

Í síðasta hlutanum eru líklega þær upplýsingar sem flestir leikmenn eigi eftir að sækja í, þ.e. upplýsingar um kynþætti og atvinnur. Í bókinni eru nokkrar nýjar útfærslur á sub-races, t.d. má finna duergar kynþáttinn sem og 4 útgáfur af hálf-álfum. Þá eru fjölmargar viðbætur við atvinnur, t.d. er að finna Battlerager (Ó, já 😀 ) primal path hjá Barbarians og nýtt sorcerous origin, Storm sorcerer. Í lokin eru síðan nokkur ný cantrips, sem eru nær flest, sýnist mér, mjög nýtileg. Í blálokin er síðan örstutt samantekt á hvernig megi nýta þennan hluta og þessar upplýsingar í öðrum settings.

TSR2106_Forgotten_Realms_AdventuresFyrir þá sem muna eftir gömlu Adventures bókinni fyrir Forgotten Realms þá verð ég að viðurkenna að SCAG minnti um mjög margt á þá bók. Ég notaði hana umtalsvert á sínum tíma, enda stórgóð bók bæði fyrir leikmenn og stjórnendur. Það sem hún hafði þó umfram SCAG var meira magn galdra sem sumir hverjir voru stórskemmtilegir.

Það sem helst má gagnrýna þessa bók fyrir, að mínu mati, er að hugsanlega hefði mátt ganga lengra, dýpka umfjöllunarkaflana enn frekar. Á móti kemur að hugsanlega er það ætlun höfunda, þ.e. að skilja eftir nægilega mikið rými fyrir stjórnendur til að fylla í eyður, skapa sín eigin ævintýri. Það helst fullkomlega í hendur við það sem WoTC er að gera núna með Dungeon Masters Guild. Þá má líka benda á að ævintýrin sem hafa komið út hingað til innihalda töluvert magn af upplýsingum um þetta svæði og líklega er óþarfi að endurtaka sama efnið á milli bóka.

Fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af því að spila hetjur í Faerun þá er sniðugt að eiga þessa bók. Hún er styttri og ódýrari en aðrar bækur sem hafa komið hingað til út fyrir 5. útgáfu (hún kostar um 6.000 kr. hjá Nexus). Hún er flott og textinn vel fram settur. Maður er nær alveg laus við innskot frá Elminster eða Drizzt og ég er því feginn. Ég hugsa að ég eigi eftir að nota þessa bók nokkuð, þó ekki væri fyrir nokkuð annað en Battlerager pathið!

 

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: