Skip to content

Bestu CoC ævintýrin

Call of Cthulhu frá Chaosium er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ekki bara vegna tengingarinnar við H. P. Lovecraft, heldur einnig vegna þess að þetta í raun afar gott spunaspil og kerfið býður upp mjög skemmtilegar spilanir. Eitt sem Chaosium hefur gert í gegnum tíðina og gert vel, er að gefa út framúrskarandi góð ævintýri og campaigns. Sum eru byggð á sögum Lovecrafts en í mörgum þeirra eru aðeins nýttir eðlisþættir úr söguheimi þessa stórundarlega höfundar og þeirra sem komu í kjölfar hans. Hér eru þau þrjú ævintýri sem ég tel vera þau bestu sem Chaosium hefur gefið út fyrir Call of Cthulhu. Öll eru þau campaigns og kalla mörg spilasession en sögur þeirra eru frábærar og auðvelt að gleyma sér í þeim.

Beyond the Mountains of Madness

Í BtMoM taka leikmenn að sér hlutverk rannsakenda árið 1929 sem ferðast til Antarktíku til að endurgera ferð Miskatonic háskólans, sem var farin nokkrum árum fyrr og fékk ansi sviplegan endi. Ævintýrið er mjög langt (bókin er um og yfir 400 bls. að lengd) en sagan er grípandi og spennandi, en er pínu lengi í gang. Eins og í öllum góðum Call of Cthulhu ævintýrum þá hafa hetjurnar nokkuð frjálsar hendur með hvernig leiðangrinum vindur fram en þurfa engu að síður að fást við framandlega óvætti, geðsjúklinga og hvers kyns óvænta atburði.

Eins og áður segir er ævintýrið langt. Það tekur á bæði stjórnanda og leikmenn en er sannarlega þess virði. Leikmenn standa margoft frammi fyrir því að velja milli þess að rannsaka það sem þeir mæta frekar eða snúa aftur til siðmenningarinnar. Auk þess þurfa hetjurnar að standa frammi fyrir uppgötvunum sem geta ýtt þeim svo langt inn í geðveikina að flestum þætti nóg um.

Þar sem ævintýrið gerist að stórum hluta á Suðurpólnum getur hins vegar verið snúið að kynna nýjar persónur til sögunnar, t.d. ef einhver rannsakandi missir vitið eða lætur lífið, og stjórnandi er svolítið bundinn af þeim hópi leiðangursmanna sem koma fram í ævintýrinu. Hins vegar er þetta ævintýri að mínu mati svo sannarlega þess virði að spila og enn skemmtilegra þekki maður söguna sem ævintýrið er byggt á, Við hugarfársins fjöll (e. At the Mountains of Madness).

Masks of Nyarlatothep

MoN er í raun samansafn ævintýra sem eru með sama þema eða undirtón og hefur af mjög mörgum sem skrifa um spunaspil verið kallað besta eða mesta spunaspilsævintýri sem skrifað hefur verið. Þar þurfa hetjurnar að ferðast heimshorna á milli, allt frá New York til Englands, Egyptalands, Keníu og Suðaustur-Asíu. Upphaflega er þeim fengin rannsókn á dularfullum morðum í New York en rannsókn þeirra leiðir þá á slóðir stórfurðulegs sértrúarsafnaðar sem virðist hafa það markmið að endurreisa veldi hina ævafornu og flýta fyrir endurkomu þeirra.

Það sem gerir þetta ævintýri svo gott er sú staðreynd að eftir New York rannsókninni lýkur er engin ein „rétt leið“ til að klára það. Hetjurnar geta farið hvaða þá leið sem hentar þeim og þetta frelsi gerir það að verkum að leikmenn upplifa að þeir stjórni atburðarásinni en eru ekki á lestarteinum. Þrátt fyrir það er samt ákveðinn tímarammi sem þarf að vinna með sem gerir ævintýrið enn meira spennandi.

Þetta er hins vegar ekki ævintýri fyrir nýja stjórnendur. Þar sem þetta er svona opið þá verður stjórnandinn að vera á tánum. Um er að ræða 5 stærri senur auk fjölda hliðarsena auk þess sem tryggja þarf að leikmenn missi ekki sjónar af meginsöguþræðinum og tengingum á milli senanna. Auk þess er gríðarlegur fjöldi aukapersóna, bæði vina og óvina og margir þeirra hafa ýmislegt að fela sem hetjurnar þurfa að rannsaka.

Að því sögðu þá er þetta engu að síður eitt allra besta CoC ævintýri sem hefur verið skrifað og algjört möst að spila hafi maður á annað borð gaman af Call of Cthulhu.

Horror on the Orient Express

HotOE er eitt af þessum gömlu Chaosium ævintýrum, en á 9. áratugnum gaf útgáfan út mikið af stórgóðum sögum. Ég hef fjallað áður um þetta ævintýri (sjá hér) en vil þó aðeins segja þetta: HotOE er epitome railroad ævintýri! Það gerist um borð í lest og þá Á að gerast um borð í lestinni! Ef leikmenn eru tilbúnir að gangast á hendur við þessi einföldu skilyrði þá bíður þeirra hrikalega skemmtilegt ferðalag um Evrópu.

Þá hafa verið gefin út fjölmörg önnur góð ævintýri fyrir Call of Cthulhu, t.d. Shadows of Yog-Sothtoh, Mansions of Madness, Escape from Innsmouth, Shadows of Azatoth, Tales of the Miskatonic Valley og svo mætti lengi telja. Þessi þrjú finnst mér hins vegar standa upp úr og vera svona þau ævintýri sem ég mæli með að aðdáendur CoC spili. Þá eru einnig margar af setting bókunum góðar og mæli ég sérstaklega með Secrets of New York, bæði inniheldur bókin mikið af upplýsingum sem nýtast við spilun á öðrum ævintýrum og einnig eru flottar senur í henni.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: