Skip to content

10 leiðir til að gera alla við borðið brjálaða

Viltu slá í gegn í næstu spilastund? Viltu tryggja að allir við borðið eigi eftir að muna eftir þér? Viltu ganga úr skugga um að persóna þín sé miðdepill athyglinnar? Ef þú hefur aldrei spunaspilað áður þá er hér ágætur leiðarvísir að því hvernig þú getur tryggt strax frá fyrstu mínútu að þér verði aldrei boðið aftur.

 1. Mættu seint
  Það er fátt jafn sem gleður stjórnanda og aðra leikmenn jafn mikið og að þurfa að bíða í jafnvel klukkutíma eftir þér. Og þegar þú loks mætir er mjög mikilvægt að vera með góða afsökun á reiðum höndum, t.d. Ég þurfti að klára að byggja húsið mitt í Minecraft.
 2. Mættu með smjattvænt sælgæti
  Vertu með alltaf munninn fullan af fílakarmellum, bingókúlum eða öðru álíka sælgæti, þannig að þegar stjórnandinn spyr þig hvað persóna þín gerir eða aðrar persónur eiga í samskiptum við þig þá er ekki nokkur leið að skilja hvað þú segir, t.d. Ji tla fia mi.
 3. Vertu með hugann við annað
  Eru bækur við borðið? Tókstu tölvuna þína ekki örugglega með þér? Það er af nægu að taka. Facebook er frábær leið til að losna undan því að fylgjast með hundleiðinlegum monologue’um vondu karlanna eða einhverjum lýsingum sem stjórnandinn er að reyna koma frá sér. Ef það er síðan yrt á þig er best að svara með: Humm, ha? Hvað varstu að segja?
 4. Leggðu þig
  Að taka góða kríu í spilastund er eitthvað sem allir skilja. Ef maður er þreyttur þá á maður bara að halla sér aftur og loka augunum. Það setur hina leikmennina bara meira í karakter ef þeir eru með einn leikmann hrjótandi við borðið.
 5. Ekki vera í karakter. Aldrei.
  Þegar hinir leikmennirnir eru eitthvað að rembast við að ræða við aukapersónurnar eða sín á milli er afar mikilvægt, nei, algjörlega nauðsynlegt að þú sért aldrei í karakter. Ef hinar persónurnar yrða á persónuna þína er líka gott ráð að hunsa þær alfarið, ef ekki allar, þá að minnsta kosti eina. En þá gildir að hunsa viðkomandi allt kvöldið.
 6. Metagaming er skylda.
  Ekki falla í sömu gryfju og margir spunaspilarar og sleppa metagaming. Af hverju ættir þú ekki að deila með öllum við borðið hver HP staða þín er eða notfæra þér þekkingu sem persóna þín hefur ekki? Lúserar sleppa því að metagame’a.
 7. Powerplay’aðu.
  Þar sem þú ætlar að metagame’a af hverju ekki að powerplay’a líka? Þetta er spil og öll spil ganga út á að vinna og þú vilt ekki tapa? Þá er mjög mikilvægt að búa til persónu sem er gjörsamlega ósigrandi. Ef ævintýrið gengur út á að finna og gera við vélmenni í Star Wars er fullkomlega eðlilegt að þú spilir Jawa bounty hunter… sem ólst upp á Mon Cala og er Force Sensitive. Fullkomlega eðlilegt!
 8. Taktu tíma í að rífast reglulega við stjórnandann
  Það vita allir sannir spunaspilarar að hlutverk stjórnandans er að vera meginandstæðingur leikmanna og leikmenn þurfa að sigra stjórnandann. Þess vegna skaltu rífast og nöldra yfir hverri regluákvörðun stjórnandans. Það tryggir að allir séu á tánum og þá veit stjórnandinn að hann/hún getur ekki látið hvað sem er yfir ykkur ganga. Hinir leikmennirnir munu líka þakka þér síðar.
 9. Mættu með þín eigin props
  Á persóna þín flottan hníf? Mættu þá með veiðihnífinn þinn. Vertu alltaf með hnífinn uppi og otaðu honum reglulega að hinum leikmönnunum. Það er líka gott að vera pínu ógnandi, sérstaklega ef persónan þín er með gott intimidate. Mundu samt reglu #5.
 10. Mættu í bleiu.
  Þú vilt varla missa af einhverju? Þú vilt varla að hinir leikmennirnir fái tækifæri til að baktala þig á meðan þú skellir þér á klósettið? Þá er lausnin einföld, þú mætir bara í bleiu og lætur allt gossa í hana. Það tryggir þér virðingu og aðdáun hinna við borðið, þar sem það sýnir ekki bara áhuga heldur líka tryggð og trúfestu.

Kannastu við eitthvað af þessu? Veistu jafnvel um fleiri aðferðir? Deildu þeim með okkur.

Flokkar

leikmenn

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: