Skip to content

Aðrar aðferðir við spunaspil

Flestir spunaspilarar spila eftir gömlu, góðu Pen&Paper aðferðinni, þ.e. eftir hinni upprunalegu spunaspilaaðferð. Með tilkomu internetsins og aukinnar tækni þá standa spunaspilurum til boða aðrar aðferðir við að spila, aðferðir sem henta jafnvel mörgum betur en að skuldbinda sig til að mæta viku- eða hálfs mánaðarlega í spilanir.

PBEM

Ein fyrsta alternative aðferðin sem kom fram var PBEM eða Play-by-eMail. Þar skiptast leikmenn og stjórnendur á tölvupóstum þar sem spuninn fer fram. Yfirleitt er það í höndum stjórnanda að kasta öllum teningum og túlka niðurstöður þeirra fyrir leikmenn. PBEM treystir á, líkt og flestar aðferðanna sem styðjast við netið, að þátttakendur séu sæmilega ritfærir og eigi auðvelt með að koma hugsunum sínum frá sér í texta. Kostir PBEM eru þeir að leikmenn og stjórnendur geta stýrt hvenær þeir koma að spilinu og oft bjóða slíkir leikir upp á mikla persónusköpun. Gallarnir eru hins vegar helstir þeir að slíkir leikir geta við hægir og stundum erfitt að hafa góða yfirsýn. Hægt er að finna PBEM leiki víða á netinu, m.a. á http://www.pbemplayers.com/.

PBF

Play-by-Forum er svipað PBEM, nema að þar fer spilunin frá á spjallborðum. Oft bjóða slík spjallborð upp á sérsvæði fyrir persónublöð, rafræna teningakastara og ýmis önnur þægindi sem PBEM hefur ekki upp á að bjóða. Þessi aðferð hefur notið ágætra vinsælda, enda getur maður losnað við helstu ókosti PBEM. Sá galli er þó að svona spilun að hún er algjörlega háð því hve leikmenn eru duglegir að pósta og mikilvægt að skorður séu settar strax í byrjun þannig að allir leikmenn viti að hverju þeir ganga. Hægt er að finna PBF leiki á síðum á borð við http://rpol.net.

PBC

Play-by-Chat er sífellt að verða vinsælla. Þá fer spunaspilið í raun fram í gegnum einhvers konar spjallforrit og getur bæði verið þá í gegnum vefmyndavélar eða byggt á texta. Margir hafa notast við Skype eða annan svipaðan hugbúnað en einnig eru til sértækari forrit sem eru sniðin að spunaspilum, t.d. https://roll20.net/. Kostirnir við slíka spilun eru þeir að þetta líkist einna helst Pen&Paper spilun en helsti gallinn er sá að þá ertu í raun aftur í því fari að helga þig föstum spilastundum.

Til eru ýmsar fleiri leiðir til að spila í gegnum netið en þessar eru þó helstar. WoTC hefur auk þess gefið út tölvuleik sem heitir Sword Coast Legends en þar er í raun hægt að spila spunaspil í gegnum leikinn, þ.e. einn stjórnandi setur upp ævintýri sem leikmenn spila. Auk þess eru til fjölmörg hjálpartæki sem auðvelda stjórnendum að spila með þessum aðferðum, sem og við borðið heima, en það er efni í aðra grein.

 

Flokkar

leikmenn

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: