Skip to content

Strahd snýr aftur

Ravenloft_I6Árið 1983 kom út ævintýrið Ravenloft fyrir fyrstu útgáfu af AD&D en höfundar voru þau Tracy og Laura Hickman. Ævintýrið, sem er í anda gothic horror bókmennta og sækir sérstaklega mikið til skáldsverks Bram Stokers Drakúla, sló eftirminnilega í gegn. Í ævintýrinu þurfa hetjur að fara til Baróvíu, þar sem greifinn Strahd von Zarovich ræður ríkjum og bjarga þar dóttur bæjarstjóra þorpsins frá greifanum. Til þess þurfa þær þó að finna annars vegar heilagt trúartákn og Sólarsverðið (e. Sunsword). Auk þess að þurfa fara í kastala greifans þurfa hetjurnar að fást við uppvakninga hans, eiga við sígauna sem eru í búðum skammt frá þorpinu og afhjúpa sögu greifans. Í það heila, ansi mikið verk fyrir nokkrar hetjur.

Ravenloft hefur allt frá fyrstu útgáfu notið hylli meðal margra spilara. Í fyrstu var þó ævintýrið gagnrýnt og sagt ekki ná að fanga hinn sanna D&D anda, en þó voru margir sem hrósuðu höfundum fyrir að fara ekki hefðbundnari leið. Í kjölfarið kom út Ravenloft II: House on Gryphon Hill en það náði aldrei viðlíka hylli og upprunalega ævintýrið.

CurseofStrahd_ProductImageSíðan þá hefur ævintýrið verið margendurútgefið. Í raun var heilt setting byggt á þessu ævintýri, þ.e. Ravenloft settingið, og voru mörg ævintýri gefin út fyrir það þegar AD&D og TSR voru upp á sitt besta. Strahd sat þó enn sem fastast sem greifi Baróvíu sem var í hjarta hinna hræðilegu léna (e. the domains of dread). Þá var Ravenloft ævintýrið endurútgefið og endurskrifað sem House of Strahd, en þar var haldið fast í sömu upprunalegu hugmynd, þ.e. að hetjurnar verða að finna trúartáknið og sverðið til að geta unnið greifann. Í 3. útgáfu var Ravenloft enn gefið út og undir nafninu Expedition to Castle Ravenloft. Þar gáfu höfundar sér leyfi til að útvíkka örlítið hugmyndina og bættu við ákveðnum eðlisþáttum sem hvergi komu fram í upprunalega ævintýrinu. Nú hefur WoTC tilkynnt að þann 15. mars komi út enn ein útgáfan af þessari frábæru sögu, Curse of Strahd.

En hvers vegna er þessi saga svona vinsæl?

Í fyrsta lagi er þetta alls ekki frumleg saga. Eins og áður segir þá sækir hún í mjög svo margnýttan brunn gotneskra hryllingssagna og sérstaklega Drakúla. Strahd er þannig endurspeglun greifans frá Transylvaníu, jafnt í ómennsku sinni sem mannleika.

„Greifinn tók greinilega eftir því og hörfaði. Hann glotti fremur grimmilega og sýndi meira af framstæðum tönnunum en hann hafði áður sýnt. Hann settist aftur niður sín megin við eldstæðið. Við þögðum báðir um stund og þegar ég leit í átt að glugganum sá ég fyrstu ljósglætu komandi dags. Yfir öllu var undarleg kyrrð. Þrátt fyrir það varð ég var við marga úlfa spangóla neðar í dalnum. Augu greifans blikuðu og hann sagði: „Hlýðið á börn næturinnar. Hve tónlist þeirra er töfrandi!“

Saga Strahd er þannig í raun sama sorgarsaga og saga Drakúla. Hann hefur elskað og hann hefur misst. Hann þráir að vera elskaður, en þarf að upplifa sömu höfnunina aftur og aftur. Sorg hans snertir strengi í hjörtum hetjanna en á sama tíma er hann ómennskur, afturgenginn og blóðþyrstur. Hann er viðkunnanlegur en á sama tíma rándýr með ógnvænlega krafta. Þetta tvíeðli greifans er heillandi. Ekki bara fyrir spunaspilara, heldur líka þá sem hafa lesið Drakúla enda er þetta tvíeðli þemað í mörgum hrollvekjum.

Ég vona að WoTC brjóti ekki mikið út frá upprunalegu sögunni. Bæði vegna nostalgíunnar en einnig vegna þess að hún bauð upp svo miklu meiri spuna en mér fannst Expedition to Castle Ravenloft gera.  Strahd von Zarovich er einn eftirminnilegasti þrjótur D&D og það er gaman að takast á illmenni sem eru jafn vel sköpuð og hann. Ég ætla því að leyfa mér að hlakka til að fá Curse of Strahd í hendur.

Flokkar

D&D

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: