Skip to content

Craft: Basketweaving

Fyrir mörgum árum, þegar D&D 3.5 var enn það allra merkilegasta sem WoTC höfðu gefið út af spunaspilum, fóru fram ansi áhugaverðar umræður á spunaspilssvæðinu á huga.is. Þar var verið að ræða samsetningu á hópum í D&D og eins og gengur og gerist sýndist sitt hverjum. Þar kom einn þátttakandi með áhugavert sjónarmið, þ.e. að gríðarlega mikilvægt væri að allir leikmenn nýttu möguleika sína til hins ítrasta, að þar mætti enginn svo mikið sem setja skill punkt í Craft: Basketweaving, því það gæti eyðilagt möguleika grúppunnar til að ná markmiðum sínum.

Nú er eflaust allur gangur á hve mikið grúppur powerplay’a, sumar ganga eflaust mjög langt í því á meðan í öðrum hópum er í lagi þó að persónur séu ekki allar maxaðar. Ég hef stjórnað og spilað með hópum þar sem allt frá ofur-powerplay andi ríkir til grúbba þar sem hver og einn sér leikmaður hefur bara sína persónu eins og honum finnst best og telur falla best að baksögu hennar. Sumir hópar spila spunaspil eins og borðspil, með miniatures, miklu metagaming, á meðan aðrar grúppur forðast bæði rúðustrikaðar bardagamottur og banna með harðri hendi að leikmenn skiptist á upplýsingum sem persónur þeirra gætu ekki látið frá sér (hey, ég á bara 2 hp eftir).

Eftir því sem ég eldist hins vegar þá sæki ég sífellt meira í að komast í spil sem líkjast þeim spilastundum sem ég upplifði í við upphaf spilaferils míns, bæði sem leikmaður og stjórnandi. Þá var ég ekki í einhverri sérstakri keppni um að finna leiðir innan spilakerfanna til að gera persónu mína sem öflugasta, setja saman hæfileika og eiginleika, ofurhæfileika og þess háttar sem tryggja að persóna mín er afskaplega fær í að gera eitthvað eitt ákveðið. Þegar ég gleymdi mér heila kvöldstund við að spila einhvern allt annan einstakling, aðra persónu.

Ég vil frekar spila sögur sem ég get sökkt mér í, sögur sem innihalda atburði sem stilla persónunum upp við vegg, neyða þær til að taka afstöðu. Atburði þar sem einu gildir hvort persóna er góð í að vefa körfur, sveifla sverði eða táldraga saklausa menn, heldur atburði þar sem gildismat, hugmyndafræði og reynsla persónunnar skipta máli. Atburði sem neyða persónurnar til að ræða saman, víla og díla sín á milli og komast að niðurstöðu.

Þetta geta verið atburðir þar sem persónurnar þurfa að velja milli þess að aðstoða ræningja sem stelur frá hinum ríku og gefur þeim fátæku eða fógetann sem er uppálagt að viðhalda lögum og reglu. Atburðir þar sem persónur komast að því að sá sem hefur hjálpað þeim mest er líka sá sem hefur logið hvað mest að þeim. Atburðir þar sem persónur komast að því að sú sem þær björguðu frá illmennunum var ábyrg fyrir fjöldamorðum á börnum. Atburðir þar sem persónur þurfa að velja, því þar fer spuninn að miklu leyti fram.

Reynsla mín er sú, að þegar vel heppnast með slíka uppsetningu atburða þá setja leikmenn sig enn frekar í spor persóna og upplifa að persónur þeirra hafi haft hönd í bagga með þá niðurstöðu sem er dregin af viðkomandi atburðum. Að þeim finnist þeir skipta máli og þeir hafi haft og geti haft áhrif.

Þannig gildir einu hvort persóna sé með hátt í Str eða hafi sett skill punkt í Craft: Basketweaving, hvorugt mun verða úrslitavaldur um hvort leikmaður þeirrar persónu eigi auðvelt með að lifa sig inn í hana. Það verða mun frekar þessir atburðir þegar persónurnar stóðu frammi fyrir erfiðu vali. Þannig má segja að persónur leikmanna þurfi sömu aðstæður og við í raunheimum til að vaxa og þróast.

„Character cannot be developed in ease and quiet. Only through experience of trial and suffering can the soul be strengthened, ambition inspired, and success achieved.“

Hvort sem þú fílar powerplay eða ekki, hvort sem þú ert stjórnandi eða ekki, ekki láta þessa atburði framhjá þér fara. Njóttu þeirra og nýttu þá til að byggja upp persónuna þína. Það er að mínu mati helsti munurinn á spunaspili og borðspili.

 

Flokkar

leikmenn

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: