Skip to content

Spilamót

Langt er síðan spilamót var haldið hérlendis og er það miður. Spilamót eru oft stórskemmtileg og þar kemst maður oft í kynni við kerfi eða ævintýri sem maður annars fær sjaldan eða aldrei tækifæri til.

Þegar ég var að byrja spila spunaspil var öflugt spilafélag á Íslandi, sem hét því fróma nafni Fáfnir. Spunaspilarar gátu skráð sig í félagið og fengu þetta fína meðlimakort ásamt því að fá afslátt af pizzum hjá Pizzahúsinu, sem var þá við Grensásveg, eitthvað sem er mjög nauðsynlegt öllum spunaspilurum. Fáfnir stóð einnig fyrir fjölmörgum stórskemmtilegum spilamótum.

Spilamót Fáfnis fóru fram víða um Reykjavík, m.a. í húsnæði Skákfélagsins, gamla Þórscafé og félagsheimili Ásatrúarfélagsins. Yfirleitt stóðu þessi mót í sólarhring og voru þá 3 tímabil í boði. Flest þessara móta voru vel sótt og fjölmörg ólík kerfi og borð sem stóðu spunaspilurum til boða, allt frá Toons til Vampire LARPS. Helsti forsprakki Fáfnis á þessum tíma var Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson. Fáfnir kom einnig að því að gefa út eina íslenska tímaritið sem fjallað hefur um spunaspil hérlendis en það bar, að mig minnir, sama nafn og félagið og kom aðeins út einu sinni.

Eftir að Fáfnir lagði upp laupana tók Nexus við keflinu. Þá voru haldin stórmót í húsnæði Briddsfélagsins í Mjódd, en þar blönduðust hin ýmsu áhugamál sem tengdust versluninni. Þar var þannig hægt að spila Magic, Warhammer, horfa á Manga teiknimyndir og svo mætti lengi telja. Þar var eitt sinn gerð tilraun með að vera með svona mótsævintýri, þ.e. þá var sama ævintýri frá RPGA í boði á nokkrum borðum og fengu bæði leikmenn og stjórnendur stig. Í lokin fékk síðan besti spilarinn og besti stjórnandinn verðlaun. Mótin stóðu oft í hálfan annan sólarhring og voru þeir margir nördarnir sem voru ansi rislágir í lok móts upp úr miðjum sunnudegi.

Fyrir nokkrum árum tókum við okkur nokkrir stjórnendur saman og stóðum að spilamótum sem fóru flest fram í Tónabæ. Aðsókn var ágæt en oft ekki margir stjórnendur.

Þegar Hugleikjafélag Reykjavíkur tók til starfa stóð það fyrir bæði skipulagðri spunaspilun sem og mótum. Þriðjudagskvöld voru þannig lögð undir spunaspil í salnum og gafst spunaspilurum færi á að mæta og setjast á borð hjá stjórnanda. Undantekningalítið var það vel sótt. Þá voru eins haldin mót en þau gengu því miður aldrei sérlega vel.

Nexus og Hugleikjafélagið stóðu síðan fyrir stórmóti í Rimaskóla fyrir nokkrum árum. Þar var mjög vel mætt og m.a. boðið upp á tvö risaævintýri þar sem margir hópar voru að spila eftir sömu sögulínu eða innan sama heims. Var annars vegar boðið upp á D&D og hins vegar Vampire. Það síðarnefnda heppnaðist framúrskarandi vel.

Þá voru haldin mót á Akureyri af HÁMA og Spilafélagi Akureyrar sem og var eitt mót haldið á Sauðárkróki á sínum tíma ásamt fleiri minni móta sem voru svæðisbundin. Eins var einu sinni haldið útilegumót, en þá hittust spunaspilarar við Kleifarvatn og spiluðu í tjöldum. Allt hin ágætustu mót og góð viðbót við flóru spilamóta sem þá stóðu spunaspilurum til boða.

Síðan þá hafa verið gerðar tilraunir til að halda mót en ekki gengið nógu vel. Það er leitt að áhugi spunaspilara á mótum skuli ekki vera meiri en raun ber vitni, því spilamót eru bæði frábær vettvangur til að kynnast nýjum spilum og spilurum sem og leið til að prófa hluti á borð við svona risaævintýri.

Flokkar

spilamót

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: