Skip to content

Metagaming

Ég hef margsinnis gerst sekur um að metagame’a. Kannski ekki viljandi, að minnsta kosti ekki alltaf, og stundum hefur mér verið bent á það, stundum ekki. Þá fattar maður það kannski eftir á, þegar maður er á leiðinni heim. Metagaming getur nefnilega verið lúmskt fyrirbæri og ég hef oft velt því fyrir mér, sérstaklega sem stjórnandi, hvort viðkomandi aðgerð hjá tiltekinni hetju hafi verið metagaming.

Nær allir hópar sem ég hef spilað með hafa haft með sér þegjandi samkomulag um hvað teljist sem metagaming og hvað ekki. Opinberlega telst metagaming vera þegar leikmaður yfirfærir þekkingu sem hann hefur sem leikmaður yfir til persónunnar sem hann er að spila, þ.e. OOC þekking verður að IC þekkingu. Metagaming er mjög oft fylgifiskur svokallaðrar munchkin spilamennsku, þar sem leikmenn leggja ofuráherslu á styrkleika persónu sinnar. Slík spilamennska getur verið skemmtileg, ef allir leikmenn eru stilltir inn á hana, en hún getur líka verið til þess að færa jafnvægið í hópnum úr skorðum og verið þreytandi fyrir þá sem aðhyllast ekki slíka spilamennsku.

Metagaming getur komið margvíslega fram. Í fyrsta lagi þá eru allar upplýsingar sem koma fram á persónublöðum OOC upplýsingar. Ef leikmenn eru duglegir við að skiptast á upplýsingum af blöðunum (Hey, ég skal tala við kaupmanninn, því ég er best í Diplomacy af hópnum) þá er verið að hagnýta sér OOC upplýsingar. Stundum gengur þetta lengra og leikmenn fara að metagame’a massíft í bardögum, skiptast jafnvel á upplýsingum yfir borðið í OOC og láta persónur sínar bregðast við eftir því, án þess að nokkur IC umræða hafi farið fram. Þá er gott að hafa í huga að tilgangur leiksins er að spila aðra persónu, vera sú persóna og reyna sjá fyrir sér hvernig hún myndi bregðast við og haga sér.

Þó getur verið ansi þunn lína milli þess sem er eðlilega OOC umræða og metagaming, en leikmenn og stjórnandi þurfa að koma sér saman um hvar sú lína liggur. Mega leikmenn skiptast á að upplýsa hvern annan um líffstigastöðu hetja sinna? Mega leikmenn skipuleggja bardaga í OOC umræðu án þess að færa þær umræður yfir í IC? Mega leikmenn hafa áhrif á senur þar sem persónur þeirra eru ekki viðstaddar, t.d. með því að ráðleggja viðkomandi leikmanni?

Reyndir stjórnendur leggja oft línurnar strax í byrjun. Sumir banna uppflettingar í bókum, aðrir banna OOC tal nema við ákveðnar aðstæður, aðrir leyfa ekki leikmönnum að skiptast á upplýsingum af persónublöðum. Allt ágætar leiðir til að koma í veg fyrir metagaming. Þegar allt kemur til alls þá skiptir mestu máli að tryggja að allir hafi gaman af því að spila og njóti þess að hverfa inn í fjarlæga heima og vera önnur persóna um stund.

 

Flokkar

leikmenn

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

One thought on “Metagaming Færðu inn athugasemd

  1. Það er samt voða saklaust meta-gaming að láta persónuna sem er hæfust í diplomacy sjá um að semja fyrir hópinn – persónurnar væru væntanlega meðvitaðar um hvort Nonni eða Palli er almennt meira sannfærandi.

    Líkar við

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: