Skip to content

Drottning illu drekanna snýr aftur

Hoard of the Dragon Queen er fyrsta ævintýrið sem Wizards of the Coast gáfu út fyrir nýjustu útgáfuna af Dungeons & Dragons og er að mestu leyti eftir höfunda útgáfunnar Kobold Press. Ævintýrið, sem gerist í Forgotten Realms heiminum, er hugsað fyrir hetjur frá 1. leveli og upp að 8. leveli en sagan heldur áfram í ævintýrinu Rise of Tiamat. Í Hoard of the Dragon Queen þurfa hetjurnar að rannsaka og fást við meðlimi hinnar illu Cult of the Dragon og reyna að koma í veg fyrir fyrirætlanir þeirra. 

Hoard of the Dragon Queen segir býsna víðfeðma sögu. Hún hefst í litlu þorpi austur af Baldur’s Gate, þar sem hetjurnar komast í kast við Cult of the Dragon og illa meðlimi hennar. Rannsóknir þeirra leiða m.a. í ljós hræðilega fyrirætlanir Reglunnar. Inn í söguna flækjast svo helstu öfl í þessum ágæta heimi, svo sem Red wizards, Zhentarim og Harpers. Reglan ferðast milli landsvæða og leggur bæi og býli í eyði og virðist fátt geta stöðvað illar fyrirætlanir reglunnar. Ef einhvern tíma var þörf fyrir góðar hetjur, þá er það nú.

Ep8_WhiteDragon_in_IceCavern_GuidoKuip_2014

Hoard of the Dragon Queen er fyrsta ævintýrið sem gefið er sérstaklega út fyrir nýjustu útgáfu D&D. Sagan er ítarleg og um margt ágætlega hugsuð. Ævintýrinu er skipt upp í 8 mislanga kafla og er gengið út frá því að hetjurnar hækki um level eftir hvern kafla eða svo. Því fer fjarri að ævintýrið sé sett upp í encounters, eins og oft vildi verða í 4. útgáfu, heldur virðast höfundar hafa lagt áherslu á að sagan væri í forgrunni og að leikmenn hefðu úr nokkrum mismunandi leiðum til lausna á viðburðum að velja. Þannig er gert ráð fyrir því að einhverjir hópar leikmanna vilji forðast átök í lengstu lög á meðan aðrir hópar geta rutt sér leið í krafti vopnfimi og galdra.

pharnastÆvintýrið er vel fram sett. Notaður er pappír sem auðvelt er að skrifa á með blýanti, nokkuð sem ég hef ekki séð áður hjá WoTC, en ég vona að verði að reglu hjá þeim, því sjálfur krota ég mikið í ævintýrabækurnar mínar. Kort er vel flest ágætlega unnin og fjölmargar glæsilegar myndir prýða bókina sem auðvelt er að sýna leikmönnum.

Þar sem ævintýrið er fyrsta ævintýrið fyrir 5. útgáfu, þá er ýmislegt sem ég hefði viljað sjá unnið betur. Því miður eru tengsl hetjanna við aukapersónur ekki nægilega vel úthugsuð sem og gert er ráð fyrir býsna löngu ferðalagi hetjanna norður fyrir Waterdeep en það er afgreitt nokkuð hratt. Ég held að stjórnandi sem tekur við ævintýrinu og vill spila það eins og það er skrifað, muni fljótt komast að því að hetjurnar skorti kannski sterkari tengsl við atburðina þannig að þeir upplifi að meira sé að veði. Eins, ef ekki er unnið meira með þetta langa ferðalag þá gæti það orðið leiðingjarnt og tilbreytingalaust. Ég tel að hér þurfi stjórnendur að stíga inn og setja sitt mark á ævintýrið og hugsanlega var það ætlun höfunda.

Fyrir þá sem eru hardcore aðdáendur Forgotten Realms heimsins og þekkja sögu hans vel, þá gætu nokkur atriði hugsanlega komið þeim spánskt fyrir sjónir, t.d. gæti sú staðreynd að Cult of the Dragon hafi snúist frá því að vekja upp dracoliches yfir í tilbeiðslu á Tiamat gæti truflað einhverja.

Ævintýrið er þó enginn barnaleikur. Hetjurnar þurfa að fást við dreka, risa, illmenni og hvers kyns óþjóðalýð en þær geta líka eignast vini og bandamenn ef vel er að verki staðið. Upp geta komið mjög skemmtileg siðferðisleg álitamál (getur paladíninn í hópnum unnið með meðlimum reglunnar ef það leiðir að lokum til þess að ætlunarverk hópsins tekst?) og standa leikmenn oft á tíðum frammi fyrir ákvörðunum sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir framvindu sögunnar.

Heilt yfir er ævintýrið þó ágætt. Fyrir stjórnendur er þar að finna hafsjó af flottum stöðum og sagan er áhugaverð. Hún býður upp á fjölmargar lausnir og jafnvel þó að hetjunum takist ekki að leggja stein í götu reglumeðlima, þá getur sagan haldið áfram í Rise of Tiamat, þar sem hetjurnar hafa þá eignast erkióvini og fjendur sem afar mikilvægt er að stöðva, til heilla fyrir alla íbúa Faerun.

Hoard of the Dragon Queen er hægt að kaupa í Nexus.

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: