Skip to content

Ævintýralandið

Aðsend grein eftir Ármann Halldórsson.

Ég vil bara hérna aðeins tjá mig um spilið Ævintýralandið sem ég hef tekið nokkra snúninga á með dætrum mínum. Í stuttu máli þá líkar þeirri 7 ára spilið ákaflega vel, en þeirri 11 ára síður. Ég hef líka þá reynslu að sumir krakkar kveikja mjög vel á þessu, en ekki alveg allir.

Í þessu spili er unnið með hugmyndir úr klassískum spunaspilum, þær einfaldaðar og snikkaðar niður til að henta yngri spilurum. Það eru karakterblöð þar sem eru sex eiginleikar sem maður getur raðað á fimm stjörnum í upphafi. Að auki getur maður fengið verkfæri, félaga, furðuhluti og hluti. Spilahópurinn glímir svo saman við ákveðin verkefni/ sögur  og fær að launum peninga – peningarnir koma í staða reynslustiga (XP). Það sem minni sjö ára finnst mest spennandi er að fá að kaupa nýja hluti,  öðrum finnst mest gaman að því að lita karakterana sína og aðrir lifa sig inn í sögurnar.

Kostur við þetta spil er að það er mikill sveigjanleiki, maður losnar við samkeppni (þó ekki alveg, því gæta þarf að því að allir hafi sitt hlutverk í hverri sögu). Annar kostur er að spilið er fallega hannað, teikningarnar eru flottar og það ýtir undir ímyndaraflið.

Gallinn er svo að vissu leyti sá sami og kosturinn – það þarf sterkan stjórnanda í þetta spil, og ég myndi halda að fólk sem er ekki vant spunaspilum grípi þetta ekki alveg – þannig að hætt er við að spilið sitji óhreyft upp í skáp víða (líkt og mörg önnur spil!). Jafnframt finnst mér ekki alveg nógu skýrt hvaða afleiðingar það hefur ef eitthvað misheppnast – það á að skera úr um hvort tiltekin aðgerð heppnast með skæri – blað – steinn (sem er snjallt og kemur í stað teninga) – en afleiðingar þess þegar eitthvað misheppnast eru óljósar og stjórnandinn þarf að leysa það – og það getur dregið úr spennunni ef allt gengur alltaf vel. Svipað vandamál er að karakterarnir eru ekki með neitt sem líkist ‘lífi’ (eða hp) – en krakkar eru yfirleitt vanir svoleiðis úr tölvuspilum. Ég hef reyndar spunnið upp húsreglur þar sem ég einfaldlega bætti slíku við – og gerði sögurnar aðeins meira krassandi. Það er síðasti vandinn að sögurnar eru sumar hverjar mjög snjallar í grunninn en mér finnst þurfa að poppa þær upp – hækka flækjustigið þannig að allir í hópnum fái eitthvað að sýsla og jafnframt að bæta við einhverjum háska….  það er áhugavert að í verkfærunum eru bogi og örvar og sverð, en eftir því sem ég hef séð þá eru engar sögurnar þannig að í þeim séu bardagar – sem mér finnst alveg óþarflega, tja, væmið eða eitthvað….

Allt um það þá tel ég að hér sé um frábæra íslenska spilahönnun að ræða og ég vona að það komi fleiri svona spil á markað. Ég tel líka að þetta spil eigi fullt erindi inn í skólastofuna og frístundaheimilin þar sem hér er ýtt undir samvinnu og samræður, læsi, tölvísi, rýmisskynjun, leikræna tjáningu og margt annað það sem góð spil geta gert – áfram Ævintýralandið!

Flokkar

Íslenskt

Auglýsingar

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: