Skip to content

Í leit að földum fjársjóði

Ég held að nær öll spunaspil og öll kerfi bjóði upp á fjársjóðsleit af einhverju tagi og jafnvel þurfi að bjóða upp á slíka leit. Hvort sem um er að ræða hreint og klárt fantasíu-, sjóræningja-, Stjörnustríðs- eða framtíðargeimveruhrollvekjuspunaspil þá er alltaf hægt að láta ævintýri snúast með einum eða öðrum hætti um fjársjóðsleit. Ævintýrið sem ég fjallað um í mínum síðasta pósti, Hryllingslestin, er einmitt dæmi um slíkt ævintýri. Þar þurfa aðalpersónurnar að leita að styttunni til að koma í veg fyrir hræðilega atburði, styttan er því fjársjóðurinn sem þær leita að. Fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar um svona fjársjóðsleitir, bæði myndir þar sem fjársjóðurinn er augljós, t.d. Indiana Jones myndirnar, en eins myndir þar sem fjársjóðurinn er ekki augljós, t.d. Finding Nemo. Í fyrri myndunum er fjársjóðurinn jú fjársjóður en í seinni myndunum er fjársjóðurinn eitthvað sem er dýrmætt og einstakt.

Það eru til nokkrar leiðir til að búa til góða fjársjóðsleit í spunaspilum, hvort sem fjársjóðurinn sé fólginn í þúsundum gullpeninga eða einhverju sem stendur aðalpersónunum nærri. Sjálfur hallast ég frekar að seinni tegundinni, því með því að láta ævintýri snúast um eitthvað sem aðalpersónum mjög kært eru meiri líkur á að spilarar tengi persónur sínar við það sem liggur fyrir þeim að gera og séu jafnvel tilbúnari að sýna meiri hetjuskap, ef svo mætti að orði komast.

Hið eftirsótta þarf að vera eftirsótt af fleirum en hetjunum

Aðalpersónurnar þurfa að finna, að þær eru ekki eina liðið í leit að fjársjóðnum. Indiana Jones átti sér venjulega andstæðinga, t.d. nasistar, James Bond átti í sífelldum útistöðum við sovéska útsendara eða illmenni hvers konar. Um leið og hetjurnar eiga sér andstæðinga, setur það ákveðna pressu á þá að klára leitina hratt og örugglega, því ekki vilja þær að andstæðingar sínir nái takmarkinu á undan þeim.

Ef fjársjóðurinn er eitthvað huglægt, t.d. leit hetjanna í Cronicles að gömlu guðunum og síðar hvernig þeir báru út boðorð þeirra, þá gildir það líka, að andstæðingar, hvort sem þeir eru veraldlegir, andlegir eða huglægir, gera leitina meira spennandi og eftirminnilegri.

Leitin má ekki vera auðveld

 

Ef það sem leitað er að, er mikilvægt má leitin ekki vera auðveld. Það þarf að tryggja að hetjurnar gangi í gegnum þrautir, það kosti þær blóð, svita og tár að ná takmarkinu. Þrautir hvers konar eru klassískar og gildrur, en þrautir geta verið svo margs konar. Í fyrstu Leitinni að Sáttmálsörkinni (Raiders of the Lost Arc) þarf Indy í upphafi að fara í gegnum dimman frumskóg, finna leið framhjá ýmsum gildrum áður en hann finnur gullstyttuna. Jafnvel þá þarf hann að leysa úr enn einni þraut og ekki dugar það til, heldur þarf hann að flýja lífshættulegar gildrur til að komast út á ný, þar sem höfuðandstæðingur hans hirðir af honum góssið.

Leitin þarf því að vera aðalpersónum erfið, jafnvel lífshættuleg. Leikmenn ættu jafnvel að þurfa að brjóta heilann sjálfir um hvernig hægt er að leysa úr hinum og þessum þrautum, þannig þeir upplifi sjálfir léttinn þegar þeim tekst að leysa úr þraut og færast þannig eitt skref nær fjársjóðnum. Eins mætti fjársjóðurinn sjálfur ekki vera auðskilinn, t.d. hvaða eiginleika hann hefur, af hverju hann er svo eftirsóttur o.s.frv.

Þó má ekki gleyma því, að þó leitin sé hættuleg, hetjurnar komist í hann krappann og standi frammi fyrir dauðanum, þá þarf að vera leið út, ef svo mætti segja. Ef hetjurnar eru sniðugar og leggja höfuðið í bleyti, þá þarf að vera einhver leið fyrir þær að komast í burtu eða koma sér undan bráðum bana.

Góð fjársjóðsleit leiðir þig um framandi slóðir

 

Hvort sem farið er um framandi lönd, til nýrra pláneta eða jafnvel bara um myrkustu afkima borgarinnar sem aðalpersónurnar búa í, þá leiðir góð fjársjóðsleit hetjurnar á nýjar og framandi slóðir. Bæði í eiginlegri merkingu þess sem og yfirfærðri. Því um leið og þú vilt sem stjórnandi kynna fyrir spilurum nýja þætti í heiminum sem þú ert að stjórna, t.d. dimma frumskóginn, þá er líka mikilvægt að sú för sé á vissan hátt líka för andans, þ.e. kannski er ein persónan hrædd við snáka (eins og Indy) og þarf að takast á við þann ótta sinn með einum eða öðrum hætti. Eins ef aðalpersónurnar fá tækifæri til að upplifa nýjar aðstæður og sjá nýjar hliðar á persónum sínum, sem jafnvel geta verið þeim framandi.

Fjársjóðsleitin verður að hafa alvarlegar afleiðingar

Ef hetjunum tekst ekki ætlunarverk sitt, verður það að hafa skeflilegar afleiðingar. Í Hryllingslestinni er sértrúarsöfnuður sem vill kalla fram eina af þeim vættum sem Lovecraft bjó til og ef hetjunum tekst ekki að koma í veg fyrir það mun það hafa hræðilega hluti í för með sér fyrir heiminn. Hið sama gilti í leit Indiana Jones að heilaga kaleiknum, ef nasistar hefðu komið höndum yfir hann hefði það haft hryllilegar afleiðingar og afdrífarík áhrif á gang stríðsins.

 

Afleiðingarnar þurfa að vera ógnvekjandi, bæði á almennu sviði sem og því persónulega fyrir hetjurnar. Til dæmis í áðurnefndri mynd þá var samband Indiana við föður sinn undir leitinni komið sem og tengingin við nasistana. Í lokum þarf Indy að velja réttan kaleik til að bjarga lífi föður síns. Þannig hafði leit hans bæði almennar og persónulegar afleiðingar. Þessar almennu afleiðingar geta verið á nokkrum sviðum: tilfinningalegar, félagslegar eða líkamlegar. Tilfinningalegar afleiðingar gætu tengst ástvinum, fjölskyldu eða haft áhrif á sálarlíf viðkomandi. Félagslegu afleiðingarnar geta verið allt frá álitshnekkjum og að útskúfun. Líkamlegu afleiðingarnar geta verið álíka fjölbreyttar.

Fjársjóðsleitin er skemmtileg

Þetta atriði skiptir náttúrulega langmestu máli. Það þarf að vera gaman að taka þátt í leitinni, hetjurnar þurfa að uppskera eins og þær sá til. Stjórnandinn ber ábyrgð á því að tryggja að leikmenn, jafnt og persónurnar sjálfar, geti haft gaman af ævintýri sem snýst um fjársjóðsleit þó svo að leitin sér þrautaganga mikil.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: