Skip to content

D&D 5. útgáfa – Dungeon Master’s Guide

Í öllum útgáfum D&D hefur hin heilaga þrenning samanstaðið af Player’s handbook, Dungeon Master’s Guide og Monstrous Manual. Við höfum fjallað um Player’s handbook í tveimur greinum, þar sem við tókum annars vegar fyrir persónusköpun og hins vegar kerfið sjálft. Hér ætlum við að fjalla um Dungeon Master’s Guide (héreftir DMG), en eins og nafnið gefur til kynna þá er hún ætluð stjórnendum eða sögumönnum. Nýja DMG er hreint út sagt stórgóð og líklega með bestu DMG sem hafa verið gefnar út fyrir D&D.

Í stuttu máli sagt þá er nýja DMG loksins orðinn sá leiðarvísir að stjórnun sem bókin á að vera. Í eldri útgáfum hefur brunnið við að of mikið pláss fer í hluti sem sjaldan skipta stjórnendur einhverju máli og jafnvel innihaldið atriði sem eiga frekar við leikmenn en stjórnendur. Þessi útgáfa er eingöngu ætluð stjórnendum og ef þú á annað borð ætlar þér bara að vera spilari þá hefurðu í raun ekkert að gera við þessa bók. Þannig virðast leikjahönnuðir Wizards of the Coast hafa loksins áttað sig á tilgangi DMG, þ.e. að vera fyrst og fremst leiðarvísir fyrir stjórnendur, hjálpartæki fyrir þá til að skapa betri ævintýri og verða betri stjórnendur.

Bókin er fallega sett upp, rétt eins og Player’s handbook og er þannig út af fyrir sig eigulegur gripur. Það sem er þó hvað best við bókina er hvernig hún er hugsuð, allt frá fyrstu blaðsíðu og til þeirrar síðustu er lögð áhersla á að hjálpa stjórnendum og kenna þeim hvernig þeir geta orðið framúrskarandi sögumenn og tryggt þannig að upplifun leikmanna sé frábær í alla staði. Bókinni er skipt upp í þrjá meginhluta, Master of Worlds, Master of Adventures og Master of Rules. Eins og nöfn kaflanna gefa til kynna þá fjalla þeir hver um sig um ákveðin eðlisþátt stjórnunar og hafa að geyma fjölmörg ráð og tól fyrir stjórnendur, allt frá einföldum viðbótum við reglurnar í Player’s Handbook til ítarlegra lýsinga á hvernig best sé að útbúa dýflissur fyrir hetjur af ólíkum reynslustigum.

Þá eru lagðar til ýmsar valkvæmar breytingar á kerfinu í síðasta kaflanum, sumar hverjar minniháttar en aðrar stærri, t.a.m. er boðið upp á reglur fyrir fear og horror, nokkuð sem ég efast ekki um að aðdáendur Ravenloft heimsins eiga eftir að nýta sér. Eins stungið upp á að fjölga eiginleikum og bæta við Honor og Sanity, viðbætur sem eflaust fleiri en ég geta hugsað sér að nota. Þannig er boðið upp á svo margar valkvæmar reglur að auðvelt er að laga þessa nýju útgáfu algjörlega að þörfum og óskum hvers spilahóps fyrir sig.

Á heildina litið er þessi bók virkilega góð og sannast sagna þá hefur álit mitt á Wizards stórbatnað. Þessari fyrstu þrjár bækur eru vandaðar og gegna vel þeim hlutverkum sem þeim er ætlað. Ég held meira að segja að 5. útgáfa eigi eftir að sameina aðdáendur 3. útgáfu annars vegar og 4. útgáfu hins vegar, leikmenn úr hvorum hópi fyrir sig eigi eftir að geta setið við sama borð og notið þess að spila þessa útgáfu. Auk þess virðast Wizards hafa einlægan áhuga á að færa D&D aftur nær því sem það var í upphafi, spil þar sem leikmenn tóku að sér hlutverk hetja í ævintýralegri frásögn. Þetta er að mínu mati frábær þróun og vonandi verður framhald á henni. Ég er sannfærður um að DMG er besta bókin í hinni nýju heilögu þrenningu og skyldueign allra þeirra sem ætla sér að stjórna D&D 5. útgáfu.

Flokkar

Rýni

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: